Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 28
28 viðhorf Helgin 18.-20. febrúar 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. F ólk elskar a ð t a l a , jafnvel svo mikið að hægt er að fullyrða að framboðið sé á köflum meira en eftirspurnin. En, alla vega, fólk talar um allt milli himins og jarðar og þar á meðal hluti eins og vörur og þjónustu, eða hvað það ætlar að kjósa. Þetta fer skiljanlega fram við mismunandi aðstæður, menn geta spjallað við nágrannann eða notað samskipta- síður. Markaðssetning í gegnum um- tal fjallar um viðleitni fyrirtækja og annarra til að ná fram jákvæðu umtali (þar á meðal skrifum) og forðast neikvæðan orðróm. Í stuttu máli má segja að markaðssetning með umtali snúist um það að gefa fólki ástæðu til að tala um vörur, þjónustu eða hvað annað sem verið er að markaðssetja, hvort sem það er landsvæði eða bara hugmynda- fræði. Annar mikilvægur þáttur er viðleitnin til að gera það auðveld- ara að tala um viðfangið. Segja má að það að standa að umtali líkist að einhverju leyti færni reynds háskólakennara í MBA-námi; kennara sem getur látið nemendur ræða ákveðið við- fangsefni þar sem þeir komast að ákveðinni niðurstöðu án þess að kennarinn matreiði hana. Kenn- arinn á erfitt með að segja nem- endunum bara að ræða hlutinn og hvað þá fyrirtækið. Umræðuefnið verður að vera áhugavert og kenn- arinn/fyrirtækið stjórnar aðeins umræðurammanum. Þrátt fyrir að umræðan fari hingað og þangað er áfangastaðurinn oft fyrirfram ákveðinn. Og eftir stendur dýpri og sannfærðari þekking og til- hneiging til frekara atferlis. Mörg fyrirtæki bjóða góða vöru/þjónustu án þess að margir neytendur geri sér grein fyrir því. Hugsanlega er einnig skortur á fjármagni til að setja í hefðbundn- ar auglýsingar og þess vegna get- ur verið að sérstök tækifæri liggi í því að skapa jákvætt umtal. Umtal ger- ist skiljanlega ekki bara á netinu en netið hefur haft að minnsta kosti tvenns konar áhrif sem gerir umtal enn mikilvægara en áður. Fyrstu áhrifin eru að með tilkomu netsins breiðist umtal mun hraðar út en áður. Seinni ástæðan er að núna er auð- veldara að mæla umtal og áhrif þess. Markaðsfræð- ingar hafa alltaf vitað af mikilvægi umtals og hafa rannsóknir leitt í ljós að þættir eins og óvissa, trú- verðugleiki og mikilvægi eru aðal- drifkraftar orðróms. Rannsóknir á mikilvægi umfjöllunar á netinu fyrir árangur markaðssetningar hafa sýnt misjafnar niðurstöður. Annars vegar hafa rannsóknir sýnt að erfiðlega getur gengið að spá fyrir um vinsældir sjónvarpsefnis út frá ummælum á netinu. Hins vegar hefur magn umfjöllunar á netinu spáð fyrir um vinsældir kvikmynda. Í þessu sambandi er hægt að vara við bókum og öðrum miðlum sem meðhöndla markaðs- fræði sem predikun og boða að umtal, eða hvað annað sem er í tísku, sé lausn allra vandamála. Samband markaðsaðila og neyt- enda er bara ekki svo einfalt að hægt sé að finna eina leið sem hittir alltaf í mark. Auglýsingar geta minnkað sölu, að hækka verð eykur stundum eftirspurn og oft eru neytendur ánægðir með eitt- hvað sem þeir svo velja aldrei. Eitt af markmiðum markaðsrannsókna er að reyna að finna út hvenær hlutir virka vel og hvenær ekki. Rannsóknir í markaðsfræði hafa sýnt fram á mikilvægi umtals fram yfir aðra þætti (til dæmis auglýsingar) við val á vörumerkj- um í fjölmörgum flokkum, líkt og kaffhúsum, farsímaþjónustu, tannlæknum, bankaþjónustu, hár- greiðslustofum, bílatryggingum og viðgerðum. Markaðsfræði Umtal og markaðssetning Dr. Valdimar Sigurðsson dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og gestaprófessor við Cardiff Busi- ness School Ákvörðunar forseta Íslands um nýjustu Icesave-lögin er beðið með óþreyju. Forsetinn hefur reynst góður lesandi á meirihluta þjóðar sinnar hingað til. Árið 2004 glansaði hann í fjölmiðlamálinu, þegar hann vísaði afar illa ígrunduðum fjölmiðlalögum til þjóðarinnar. Þá var fólkið í landinu að vísu svikið um þjóðar- atkvæðagreiðslu, en afleiðingin varð engu að síður sú að hin vondu fjölmiðla- lög gufuðu upp. Forsetinn endurtók leikinn fyrir ríflega ári þegar hann vísaði til þjóðar- atkvæðagreiðslu Icesave- samningi númer þrjú, eða réttara sagt breytingum á lögum um ábyrgð ríkis- sjóðs á skuldbindingum vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Kjósendur kolfelldu þær lagabreyt- ingar og forsetinn uppskar eins og til var sáð, vinsældir og velþóknun. Veitti ekki af eftir að fallið hafði hraustlega á ímynd hans vegna þess hversu úr hófi handgenginn hann hafði þótt helstu athafnaskáldum landsins á góðæris- tímanum. Sú gagnrýni var að vísu að mestu leyti eftirávísindi. Forsetinn hafði ekki gerst sekur um annað en að hrífast með, eins og meirihluti þjóðarinnar sem sá ekki út fyrir veisluglauminn, svo vitnað sé óbeint í fræg ummæli Árna Mathiesen á þingi. Forsetinn og þjóðin hafa sem sagt gengið í takt öll árin frá því að hann settist á Bessa- staði fyrir tæpum fimmtán árum, fyrir utan þann skugga sem féll á hann í kjölfar hrunsins. Prófraunin fram undan er hins vegar flóknari en aðrar sem forsetinn hefur þurft að glíma við. Nú reynir meira á tilfinn- ingu hans fyrir þjóðarviljanum en nokkru sinni fyrr. Icesave-lögin voru samþykkt með auknum meirihluta á Alþingi. Ríkisstjórn og stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, sem svo vill til að er líka sögulega stærsti stjórnmála- flokkur landsins, eru einhuga um knýjandi þörf á því að ljúka Icesave með samningum. Og umfram allt sýna skoðanakannanir ekki sömu gjá milli þings og meirihluta þjóðar- innar og í fyrri tilvikunum tveimur þegar forsetinn var í sambærilegri stöðu. Ekki þarf að efast um að forsetinn muni fyrst og síðast horfa til sambandsins milli sín og þjóðarinnar þegar kemur að loka- ákvörðuninni. Eins og fyrir rúmlega ári er hins vegar öruggasta veðmálið fyrir hann að neita lögunum undirskriftar. Þjóðin fær þá að ráða þessu sjálf. Hann getur ekki tapað á því að leyfa henni það. Annað kann hins vegar að gilda um ríkissjóð. Þar eru líkurnar ekki hagstæðar ef Icesave fer aftur á byrjun- arreit. Um það er mikill meirihluti Alþingis sammála og auk þess forsvarsmenn stærstu aðildarfélaga á vinnumarkaði, Samtaka at- vinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Icesave Beðið eftir forsetanum Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Á Ekki þarf að efast um að forsetinn muni fyrst og síðast horfa til sambands- ins milli sín og þjóðarinnar þegar kemur að lokaákvörðuninni. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Bjarnadóttir frá Öndverðarnesi, til heimilis að Hlíðarvegi 14, Kópavogi, lést á Landspítala, Fossvogi sunnudaginn 13. febrúar. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju mánudaginn 21. febrúar kl. 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Rauða kross Íslands, Kópavogi, Föt sem framlag, kt. 530379-0199/0130-26-410816 Í þriðja sinn fjalla ég hér í Frétta-tímanum um kosninguna til stjórnlagaþingsins. Er ég kom- inn með málið á heilann? Vonandi ekki, en ég tel að þjóðin geti lært margt af þessari hrakfallasögu. Meginlærdómurinn er sá að enn á ný sjáum við hvað við erum fá og smá. Sumir segja að við bætum fá- mennið upp með sérstökum dugn- aði og gáfum auk þessa íslenska sér- einkennis að láta hlutina „reddast“. Þetta er 2007-hugsun, svo notað sé nútímamál. Það má ekki vera okk- ar haldreipi lengur að treysta á að hlutirnir bjargist einhvern veginn. Við verðum að vera raunsæ, taka til- lit til smæðarinnar, leita einfaldra lausna og róa óhikað á erlend mið eftir fyrirmyndum, svo að fá hollráð séu nefnd. Umfram allt verðum við að nýta vel það takmarkaða mannvit sem við höfum úr að moða. Hvað hefur þetta með kosningu til stjórnlagaþings að gera? Jú, við reistum okkur ef til vill hurðarás um öxl. Eftir rúmlega árs málþóf ákvað Alþingi skyndilega á miðju síðast- liðnu sumri að efna til kosningar til stjórnlagaþings aðeins nokkr- um mánuðum síðar, sem endaði með því að Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ógilda. Ég er ósáttur við margt í úrskurði Hæstaréttar og hef í fyrri greinum mínum bent á rökleysur, en um leið á það hvernig rétturinn hefði getað farið meðalhófsleið jafnframt því sem hann hefði vísað veginn til umbóta í framkvæmd kosn- inga. Engu að síður verður að sætta sig við ákvörðun Hæsta- réttar og láta hana verða okkur tilefni til að haga fram- kvæmd kosninga í senn með vönd- uðum en líka sem einföldustum hætti. Því miður veitir úr- skurður Hæstaréttar fáa vegvísa þar sem rétturinn rökstyður ákvörð- un sína lítt og frávísun endurupp- tökubeiðnarinnar á engan hátt. Almennar kosningar, einkum um einstök málefni, verða efalaust tíð- ari hér eftir en hingað til. Krafan um virkt lýðræði kallar á það. Nú eru í gildi ein fimm lög um slíkar kosningar, hver með sínum hætti. Þetta er of flókið fyrir okkar kotríki. Sameina ætti þessa lagabálka í einn þar sem kveðið væri á um öll sam- eiginleg framkvæmdaratriði. Þá verður ekki það klúður að vísað sé þvers og kruss milli laga með til- heyrandi mistökum og mistúlkunum, eins og reyndi á fyrir Hæstarétti. Þessi al- mennu lög verða að vera nútímaleg með það að markmiði að gera kosningar ódýr- ar í framkvæmd um leið og lýðræðið er í heiðri haft og kosn- ingaleyndar gætt sem frekast er kost- ur. Það er ótækt að framkvæmd kosn- inga skuli kosta 200- 300 milljónir króna. Við hljótum t.d. að geta sætt okkur við einföld kjörklefaskilrúm eða plast- kjörkassa eins og aðrar lýðræðis- þjóðir, ef það sparar fé. Stóri sparn- aðurinn er hins vegar fólginn í einfaldaðri og samræmdri yfirstjórn en ekki síst í rafrænum aðferðum. Vitaskuld á kjörskrá að vera rafræn þannig að kjósa megi á hvaða kjör- stað sem er. Taka þarf af skarið með heimild til rafænnar úrvinnslu kjör- seðla og stefna að beinum rafræn- um kosningum. Við verðum að tryggja fram- kvæmd lýðræðisins á þann hátt sem hentar smáþjóð. Hér er verk að vinna. „Þetta reddast“ má ekki vera okkar haldreipi Lærdómur af örlögum stjórnlagaþingskosningar Þorkell Helgason var kjörinn á stjórnlagaþing Fyrir hönd fjölskyldu og ástvina Jón Helgi Guðmundsson Þórunn Þórðardóttir Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir Sigfinnur Þorleifsson Þórunn Guðmundsdóttir Ingvar A. Guðnason Björk Guðmundsdóttir Antoníus Þ. Svavarsson Sjöfn Guðmundsdóttir Jón Sigurmundsson Ömmu- og langömmubörn

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.