Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 36
Samkvæmt lögum um starfslaun og verkefnastyrki fer að líða að því að listar styrkþega birtist opinber- lega en úthlutunum skal lokið fyrir 1. mars ár hvert. Umsóknarfrestur rann út 1. október síðastliðinn og áætlar löggjafinn því að það taki úthlutunarnefndirnar tæpa fimm mánuði að komast að niðurstöðu um hverjir séu þess verðir að þiggja styrki af almannafé til liststarf- semi. Þykir mörgum það ærið lang- ur umhugsunarfrestur, til dæmis ef litið er til þess umþóttunartíma sem stofnun á borð við Kvik- myndamiðstöð þarf til afgreiðslu á umsóknum til handritsgerðar og framleiðslu. Þar á bæ hefur það tek- ið ráðgjafa og starfsfólk skemmri tíma að afgreiða umsóknir. Allt þar til í fyrra, þegar skorið var niður fjármagn til Kvikmyndamiðstöðv- ar, var gefinn afgreiðslufrestur sex til átta vikur en eftir sparnað hefur hann lengst og nú áskilur KMÍ sér átta til tíu vikur til að afgreiða styrkumsóknir. Minna má á að samkvæmt stjórnsýslulögum þurfa opinberar stofnanir almennt að svara erindi innan sex vikna. Starfslaunakerfið er komið til ára sinna og hefur alla tíð verið ógegn- sætt. Þannig eru einungis birtar upplýsingar um hverjir fá styrki en ekki hverjir sóttu um. Fyrir vikið verður aldrei hægt að meta hvaða áhrif kerfi úthlutunarnefndanna hefur á þróun þegar litið verður til baka; einungis hvað það samþykkti en ekki hverju var hafnað. Í nýlegri úthlutun Leiklistarráðs vakti athygli að Vesturport fékk ekki styrk tíunda starfsár sitt. Þá vakti líka athygli að stór styrkþegi fyrri ára, Hafnarfjarðarleikhúsið, nýtur ekki lengur þríhliða samnings Hafnarfjarðarbæjar, ráðuneytis og Hermóðs og Háðvarar. Margt bendir til að kominn sé tími á uppstokkun á styrkjakerfinu öllu. Blessunarlega hefur sjóðum fjölgað og tilkoma þeirra leitt til fjölbreyttari flóru í listum. Því verður ekki á móti mælt að stórir aðilar njóta forgangs í kerfinu: Sterkar útgáfur fá stuðning með starfslaunum rithöfunda sem hjá þeim eru, stóru leikhúsin njóta í æ ríkari mæli aukastyrks umfram sína stóru styrki með samstarfs- verkefnum við smærri hópa. Lands- byggðarleikhúsið sem nýtur ríku- legra styrkja, Leikfélag Akureyrar, hefur dregið úr sviðsetningum á eigin vegum og raunar er leikhús- markaður nyrðra allt annar eftir tilkomu Hofs. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofu stjórnar listamannalauna er þess að vænta að úthlutunum ljúki að mestu um þessa helgi. Og þá má jafnframt vænta þess að upp hefjist raustir öfundarmanna sem telja þessa styrki alls óþarfa. -pbb Söngkonan kunna og ljóð- skáldið Patti Smith greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði í vinnslu leynilögreglusögu sem gerðist í Lundúnum. Patti sendi frá sér endurminningabókina Just Kids í fyrra og hefur á löngum ferli sent frá sér fjölda bóka, bæði textaskrif og myndverkabækur. Hún segist vera búin með nær þrjá fjórðu af verkinu sem hafi komið til hennar í Lundúnum, nánar til tekið í kirkjunni. Hún segir verkið vera inspírerað af sögunum um Sher- lock Holmes og verkum Mickeys Spillane. Smith vinnur einnig að hljóðritunum á nýjan disk. -pbb Patti Smith skrifar krimma  Bókadómur konan sem fékk spjót í höfuðið e in af tilnefningum til bókmennta-verðlauna bókaútgefenda var rit sem annars hefur farið lítið fyrir: Konan sem fékk spjót í höfuðið eftir Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mann- fræði við Háskóla Íslands, sem Háskóla- útgáfan gaf út síðla árs í fyrra. Ritið er í senn inngangur að etnógra- fískri könnun á högum farandþjóðar í Níger, inngangsrit um stöðu í vettvangs- rannsókn í mannfræði sem grunn- tæki í slíkum rannsóknum, persónuleg lífsreynslusaga sem er tjáð af lifandi og ákafri, víða fallegri og mannlegri afstöðu, heilindum og manngæsku, og jafnframt er verkið stúdía um lífsskilyrði sem eru eins langt frá okkar högum og hugsast getur. Konan í titlinum er Kristín sjálf og spjótið sem hún fær fyrir slysni í höfuðið er líking um alla veru hennar um nær tveggja ára skeið þar suður frá þar sem hún var á vettvangi við rannsókn á WooDaBe-þjóðinni sem fer um gresjur og dali í norðurhluta Nígers við jaðar Sahara. Kristín var þar um miðjan tíunda áratuginn, samdi um rannsókn sína doktorsverkefni við bandarískan háskóla og lætur nú frá sér fara þetta rit sem einhvers konar loka- stiklu á þeirri vegferð. Saga Kristínar er fallega unnið verk, skilmerkilega samsett og þannig niður- skipað að aðdáunarvert er. Grunnvið- fangsefni hennar er í senn rannsókn á högum hriðingja og um leið endurskoð- un á vettvangsrannsókninni í vestrænni rannsóknarsögu, einkum innan mann- fræðinnar, en með þeim hætti að hún dregur fram ágalla og kosti aðferðarinn- ar að fara á ókunnan vettvang og safna þar gögnum með öllum þeim ágöllum sem skömm vist á fjarlægum slóðum gefur. Í slíkri ferð vegur eðlilega þungt hvern mann viðkomandi hefur að geyma: Fölskvalaus áhugi sagnamanns- ins og harkan sem þarf til að lifa þá dvöl af í allsleysi, þar sem vatnsskorturinn er erfiðasti hjallinn, verður í frásögn Krist- ínar ljóslifandi. Henni tekst, í bland við persónulega upplifun sem er ólýsanleg nema í hennar eigin orðum, að ramma verkið allt inn á skýran og látlausan hátt svo að unun er að lesa, um leið og hún miðlar flóknum upplýsingum á ljósu og skýru máli, bæði um samtímann þar syðra og fornan og óljósan bakgrunn samfélagsins sem hún sækir heim. Henni tekst jafnvel að gera verkið með þeim hætti að það rís í dramatískan spennupunkt, svo að lesandinn heldur sig við lesturinn til enda, og dregur svo fyrirhafnarlaust saman alla frásögnina í lokapunkt sem skilur lesandann eftir sáttan og vitrari. Upphafið er ljósmynd, reyndar ein þeirra mynda sem oft er flíkað af þeim hirðingjaþjóðum sem búa sunnan Sahara: málaðir karlmenn sem minna mest á drag-drottningar okkar daga. Níger er eitt fátækasta ríki heims og þeir sem þar reika um hring eftir hring með búsmala sinn eftir regntíð búa við mikla fátækt en lifa í velskorðuðu samfélagi sem þrífst þó að hluta til sökum þess að fullorðnir, bæði karlar og konur, sækja vinnu tímabundið til nálægra atvinnu- svæða. Kristín gerir okkur ljósa grein fyrir lífsmáta þessa fólks, aðvífandi hættu í nágrannalöndum vegna stríðs- hættu og ófriðar og líka hvernig innri bygging þessa farandsamfélags tryggir tilvist þess. Lífsgildin eru merkileg: bæði ríkjandi krafa um æðruleysi, stolt, þolgæði og lítillæti. Bókin er því verðug áminning okkar sundraða heimi. Konan sem fékk spjót í höfuðið er merkilegt rit og glæsileg skil á flóknu viðfangsefni til almennra lesenda og er óskandi að miklu miklu fleiri kynni sér þessa merkilegu og fallegu frásögn sem er fræðimanninum og manneskjunni til mikils sóma.  konan sem fékk spjót í höfuðið Kristín Loftsdóttir Háskólaútgáfan 220 bls. 2010 36 bækur Helgin 18.-20. febrúar 2011  Liststarfsemi ÚthLutun aLmannafjár VinsæLt BaLL Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju er í öðru og þriðja sæti barnabókalista bóka- verslana Eymundsson, innbundin og í kilju. Það er vel gert hjá handhafa Íslensku bókmenntaverð- launanna. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Fimmtán áður óbirtar sögur eftir Dashiell Hammett fundust nýlega í einkasafni sem er í vörslu háskólans í Texas. Hammett var einn af þessum stóru og hafði mikil áhrif á sínum tíma og síðar á harðsoðna stílinn sem upphófst vestanhafs og breyddist hratt út um hinn vestræna heim, einkum fyrir áhrif Hemingways. Hammett er þekktastur fyrir Möltufálkann en fleiri skáldsögur hans eru kunnar: Red Harvest og The thin man. Sögurnar fimmtán munu birtast á bók en fyrsta sagan verður prentuð í tímaritinu Strand vestanhafs þar sem áður hafa birst áður óprentaðar sögur eftir meistara á borð við Green, Twain og Christie fyrir tilstilli ritstjórans Gulli. Hann segir sögur Hammetts vera af ýmsum toga; sumar séu með hans sérstaka stíl, aðrar af öðru tagi. Hammett starfaði um tíma sem rannsóknarmaður fyrir Pinkerton, einka- fyrirtæki sem tók að sér rannsóknir á glæpum. Hann skrifaði lungann úr verkum sínum á örfáum árum og lét af ritstörfum 1934 en var þá þekktur fyrir afskipti sín af stjórnmálum. Á efri árum var hann á svörtum lista ásamt sambýliskonu sinni, Lillian Hellman. Hún hefur gert hann að persónu í endurminningabókum sínum. Vitað er að Hammett þekkti til Íslendingasagna og hafa aðdáendur hans gert því skóna að hans kaldhamraði stíll sé að hluta kominn þaðan. Gulli segir fundinn kalla á endurmat á Hammett sem höfundi. -pbb Óbirt verk Hammetts fundin Tími starfslauna og styrkja Á slóðum kúreka í Níger Bók Kristínar Loftsdóttur um veru hennar með WooDaBe-þjóð- inni er fallega unnið verk, skil- merkilega sam- sett og þannig niðurskipað að aðdáunarvert er. Kristín Loftsdóttir á vettvangi í Afríku. Bók hennar skilur lesandann eftir sáttari og vitrari en áður. Dashiell Hammett. Konan sem fékk spjót í höfuðið er merkilegt rit ... og er óskandi að miklu miklu fleiri kynni sér þessa merkilegu og fallegu frásögn ... Patti Smith Lj ós m yn d/ N or di cP ho to s/ G et ty Im ag es Starfslaunakerfið er komið til ára sinna og hefur alla tíð verið ógegnsætt. ... Margt bendir til að kominn sé tími á uppstokkun á styrkjakerfinu öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.