Fréttatíminn - 18.02.2011, Síða 40
40 heimili Helgin 18.-20. febrúar 2011
T vær ungar konur á Akureyri, þær Hrafn-hildur og Tinna Brá,
tóku sig til í maí á síðasta ári
og stofnuðu Hrím Hönnunar-
hús í Listagilinu með nánast
ekkert á milli handanna. Þær
settu upp verslun, sem selur
aðallega íslenska hönnun,
með öllu tilheyrandi fyrir 250
þúsund krónur og tóku engin
lán til verksins. Nú, tæpum
níu mánuðum seinna, reka
þær verslunina Hrím í menn-
ingarhúsinu Hofi, auk þess
sem þær eru með vefversl-
unina Hrim.is og sinna ým-
iss konar hönnun og ráðgjöf.
Hrafnhildur og Tinna kynnt-
ust við nám í Listaháskólan-
um en þaðan eru þær útskrif-
aðar með BA í arkitektúr.
„Þetta hefur gengið svaka-
lega vel og það er augljóst að
þörfin var mikil fyrir verslun
að þessu tagi,“ segir Tinna
Brá. Hún segir að þetta
hafi verið meiri vinna en
þær bjuggust við en samt
sem áður mjög skemmtileg.
„Það er mikill áhugi á ís-
lenskri hönnun og fólk vill
kaupa eitthvað sem er búið
til og framleitt hér á Íslandi,
auk þess sem við finnum að
fólk er mjög stolt af íslenskri
hönnun og sendir hana mik-
ið erlendis sem gjafir,“ segir
Tinna Brá. Gróskuna segir
hún vera mikla og í hverri
viku fá þær tölvupóst frá
fólki sem er að koma hönn-
un sinni á framfæri. „Það er
lítið að gera hjá arkitektum
um þessar mundir, sem gefur
þeim ráðrúm og tíma til að
skapa meira, og margir eru
að gera spennandi hluti og
framboðið er mikið af nýrri
hönnun.“
„Núna finnst okkur flott
að hafa svolítið hrátt útlit
og nota grófan við og jafn-
vel trjágreinar við hönnun
okkar; endurnýting er okkur
ávallt ofarlega í huga. Sjálfar
notuðum við bara hluti sem
við fundum úti við til að inn-
rétta búðina. Við bjuggum
til vegg úr vörubrettum og
steyptum og bæsuðum hann
til að fá grárri lit á hann, af-
greiðsluborðið er gamalt
tekkborð sem við gerðum
upp, útstillingarborðin eru
svo smíðuð úr girðingar-
staurum og máluðum mdf-
plötum en við erum oft
spurðar að því hvernig við
bjuggum þau til.“ Hún seg-
ist verða vör við að fólk reyni
að gera sem mest úr því sem
það hefur og sé ekki eins
mikið að stökkva til og taka
lán fyrir hlutunum. „Það er
hægt að gera svo margt til
dæmis með málningu; mála
einn stól í skærum lit og eina
hurð í stíl og það hefur heil-
mikið að segja.“
Ásamt því að reka versl-
unina Hrím bjóða Tinna Brá
og Hrafnhildur upp á hönnun
og ýmsa ráðgjöf. „Til dæmis
tökum við í gegn gömul hús-
gögn og breytum þeim eða
tökum heilu herbergin eða
íbúðirnar í gegn og endur-
hönnum. Við tökum líka
að okkur að hanna lógó og
auglýsingar, erum svona
þúsundþjalahönnuðir. Við
getum gengið í svo margt og
ég hugsa að það sé náminu í
Listaháskólanum að þakka.“
S máfuglarnir þurfa á miklu fóðri að halda
og þegar snjóar eiga
þeir oft erfitt með að
nálgast fæðu. Því er
oftar en ekki höfðað
til landsmann og þeir
minntir á að gefa smá-
fuglunum. Fuglafóður
fæst í öllum helstu
matvöruverslunum
en þegar heim er
komið getur það orðið
þrautin þyngri að átta
sig á með hvaða hætti
fóðrinu á að koma til
fuglanna. Ef því er
hent út á stétt getur
það sokkið og horfið í
snjóinn eða hreinlega
snjóað yfir það. Ekki
má heldur setja fóðrið
þangað sem kettir
koma því þá fóðrum
við óvart kettina í
leiðinni þegar þeir
drepa smáfuglana.
Æskilegast er talið
að gefa þeim strax og
birtir í skammdeginu
og dreifa fóðrinu þar
sem kettir ná síst til –
úti á svölum þar sem
komið hefur verið fyr-
ir spjaldi á handriðið
fyrir fóðrið og á hús-
eða bílskúrsþökum.
Ekki er verra að hafa
fuglafóðrara í garð-
inum eða á svölunum
þar sem fuglarnir geta
leitað sér skjóls og
fengið sér að borða.
Hér á myndunum
gefur að líta nokkra
fallega fuglafóðrara
eftir ýmsa hönnuði.
Hangandi glerkúlur frá Eva Solo.
fóður handa fögrum fuglum
Ekki gleyma smáfuglunum
Ljósin, sem eru eftir Brynju
Emilsdóttur og gerð úr íslenskri
ull, fást bæði sem lampar og
loftljós.
hugvit og Sköpun
Gerðu stóra hluti úr nánast engu
Vinkonurnar Tinna Brá og Hrafnhildur byggðu upp fyrirtæki og settu upp verslunina Hrím á Akur-
eyri með nánast ekkert á milli handanna og slógu í gegn.
Thee Apple,
eða Eplið
eftir Thomas
Stanley.
Veggurinn er úr
vörubrettum sem
þær steyptu og
bæsuðu til að fá
grárri lit á vegginn.
Skissubækurnar
í hillunni eru
eftir Eirík Arnar
Magnússon og
kallast Second hand
made.
Rýmingarsala!
Rýmum fyrir nýju garðhúsgögnunum og bjóðum
síðustu “Estelle” bastsófasettin á frábæru verði.
Listaverð kr. 299.900,-
Rýmingarsöluverð kr. 99.000,-
Opið:
Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16
Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is
67% afsláttur
Seljum seinustu „Estelle“ inni-bastsófasettin á frábæru verði.
Litir: Grár og brúnn. Hægt að þvo áklæði.
Henta einkar vel fyrir sólstofur og lokaðar svalir.
Rýmingarsala!
Rýmu fyrir nýju garðhúsgögnunum og bjóðum
síðustu “Estelle” bastsófasettin á fr bæru verði.
Listaverð kr. 299. 00,-
Rýmingarsö uverð kr. 99.00 ,-
Opið:
Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16
Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is
67% afsláttur
afsláttur
Vissir þú að C-vítamín
er eina vítamínið sem líkaminn
framleiðir ekki
Vissir þú að C-vítamín
eykur brennsluna til muna
Vissir þú að C-vítamín
inniheldur andoxunarefni sem hjálpa
til við að halda frumunum heilbrigðum
www.madurlifandi.is
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Sími: 585 8700
Hæðarsmára 6
201 Kópavogur
Sími: 585 8710
Hafnarborg
220 Hafnarfirði
Sími: 585 8720
ÞAÐ ER GOTT AÐ
TAKA C-VÍTAMÍN