Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 43
dægurmál 43Helgin 18.-20. febrúar 2011
Grossstadtsafari eftir Jo StrömgrenHeilabrot eftir Brian Gerke og Steinunni Ketilsdóttir
White for Decay eftir Sigríði Soffíu Nielsdóttur
Sýnt í Borgarleikhúsinu
aðeins sex sýningar04/04 05/04 06/06 09/04 11/04 12/04
Miðasala í síma 568 8000
eða www.id.is
2.900 kr miðinn - til sun. 20. febrúar
Fullt verð er 3.900 kr
Forsölutilboð
Íslenski dansflokkurinn
frumsýning 4. mars
H vað í ósköpunum eigum við að borða þegar alls kyns sérfræð-ingar segja okkur hitt og þetta
um næringu og upplýsingarnar stang-
ast allar á?“ Þessari umfangsmiklu
spurningu ætlar hópur sérfræðinga úr
ólíkum áttum að leitast við að svara á
heilsuráðstefnu sem haldin verður á
Hótel Sögu á laugardag og sunnudag
frá kl. 8.30 til 17.
Breski næringarfræðingurinn Kyle
Vialli verður sérstakur gestur ráð-
stefnunnar og tekst á við spurninguna
í erindi sínu. Kyle er vinsæll fyrir-
lesari í Bretlandi og talinn til helstu
heilsugúrúa Evrópu.
Meðal þess sem verður til umræðu
um helgina er mataróþol, líkamlegt
og andlegt heilbrigði og hvernig halda
megi heilsu með réttu mataræði og
hreyfingu, en margir fyrirlesara vilja
meina að réttur, hollur og næringar-
ríkur matur geri oftar en ekki sama
gagn og lyf.
Edda Björgvinsdóttir leikkona stýrir
ráðstefnunni þar sem bæði verður boð-
ið upp á fyrirlestra og orðið gefið laust.
Boðið verður upp á skemmtilega hreyf-
ingu og skemmtiatriði báða dagana
með þeim Yesmine Olsson dansara,
Önnu Claessen Zumba fitness-kennara
og fleirum.
Fjöldi fólks lætur til sín taka á ráð-
stefnunni á einn eða annan hátt og
má þar á meðal nefna Heiðar Jónsson
snyrti, Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur
heilsukokk, Ástu Valdimarsdóttur
hláturjógakennara og Kristbjörgu
Kristmundsdóttur blómadropasér-
fræðing.
Heilsugúrú svarar erfiðri spurningu
Kyle Vialli er eftirsóttur fyrir-
lesari um næringarfræði.
Fjölgun í
fjölskyld-
unni
Sin City-leikkonan Jessica Alba
kom tilkynnti gegnum facebook-
síðu sína á miðvikudaginn að hún
ætti von á sínu öðru barni: „Það er
langt síðan ég hef verið á facebook
en fannst tilvalið að stoppa við og
færa ykkur spennandi fréttir. Honor
er að verða stórasystir!“ Jessica og
Cash Warren hafa verið gift í tæp
þrjú ár og eiga eitt barn fyrir, Ho-
nor, sem fæddist í júní 2008. Þau
eru sögð vera í skýjunum yfir fjölg-
uninni í fjölskyldunni. Þó biður Jes-
sica fjölmiðla vinsamlega að virða
einkalíf sitt á meðan á meðgöng-
unni stendur.
Billy Cyrus
rýfur þögnina
„Frægðin er eins og rússíbani“ var haft
eftir Billy Ray Cyrus í nýjasta tölublaði
GQ. Hann hefur loksins rofið þögnina
um hegðun dóttur sinnar, barnastjörn-
unnar Miley Cyrus. Hegðun Mileyar er
ekki í samræmi við aldur hennar og er
langt fyrir neðan allar hellur. Hún er
aðeins átján ára, ískyggilega drykkfelld
og óvenjumikið partístand vekur for-
eldrunum óhug. Fjölmiðlar vestanhafs
segja að hún sé næsta Lindsay Lohan;
ung og saklaus Disney-stjarna sem
hægt og rólega leiðist út í ruglið.
Billy kennir Disney um vandamál
hennar og segir að þátturinn Hannah
Montana hafi eyðilagt fjölskylduna. ,,Ef
ég gæti farið aftur í tímann myndi ég
gera það,“ segir hann í viðtalinu.