Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Page 46

Fréttatíminn - 18.02.2011, Page 46
46 bíó Helgin 18.-20. febrúar 2011 R yan Gosling (Lars and the Real Girl) og Michelle Williams (Brokeback Mountain, Shut- ter Island) fara með aðal- hlutverkin í Blue Valentine. Williams er tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni sem greinir frá hnignun sambands hjónanna Deans og Cindyar. Myndin flakkar á milli mismunandi tímaskeiða í sambandinu; upphafsins þar sem ham- ingjan ræður ríkjum og svo núsins þar sem sambandið hangir á bláþræði. Hann vinnur fyrir sér sem málari en hún er hjúkrunar- fræðingur á heilsugæslu- stöð og þau hafa fjarlægst hvort annað þegar kemur að áherslum og væntinga til lífs- ins. Vandamálapakkar sem þau burðast með úr æsku og fortíð gera þeim sérlega erfitt fyrir í baráttunni við að halda sambandinu gangandi. Breska myndin I Know Where I’m Going frá árinu 1945 verður sýnd yf ir helgina. Hún er full af lát- lausri kímni, ómótstæði- legum sjarma, hjátrú, göml- um sögnum og hæfilegum skammti af rómantík þar sem helstu persónur, sam- félagið og umhverfið renna saman í unaðslega heild. Joan Webster (Wendy Hiller) hefur verið staðráð- in í að ná langt í lífinu síðan í æsku og I Know Where I’m Going hefst á því að hún til- kynnir föður sínum að hún sé að fara að giftast auð- jöfrinum Robert Bellinger. Sá heldur til á Kiloran-eyju sem er hluti af Suðureyjum undan strönd Skotlands. Hún heldur síðan á vit síns verðandi eiginmanns en verður strandaglópur á leiðinni vegna veðurs á eyj- unni Mull. Þar kynnist hún ævintýramanninum Torquil McNeil (Roger Livesey) og málin taka heldur betur að vandast. Hin sígilda kvikmynd Bronenosets Potyomkin (Beitiskipið Potemkin) frá árinu 1925 er fulltrúi þöglu myndanna að þessu sinni. Í myndinni segir Sergei Eisenstein frá hinni mis- heppnuðu uppreisn í Odessa árið 1905. Myndin var gerð til að minnast þess að tutt- ugu ár voru þá liðin frá þess- um dramatíska atburði, sem var á vissan hátt tilhlaup að byltingunni 1917. Hún beinir aðallega sjón- um að uppreisn um borð í einu herskipa keisarans. Þetta er ekki saga einstakra persóna, heldur rammpóli- tísk áróðursmynd um bar- áttu gegn kúgun og órétt- læti, gerð til að sýna styrk kommúnismans. Fólkið er fyrst og fremst táknmyndir og myndmálið flytur skýr og markviss skilaboð þar sem samsetningin er hugsuð til að sannfæra áhorfandann um tiltekin viðhorf. Þess má til gamans geta að Brian De Palma fékk atriði úr mynd- inni „lánað“ í The Untoucha- bles þar sem barnavagn rann stjórnlaust niður tröppur á brautarstöð í miðjum skot- bardaga Elliotts Ness og fé- laga við kóna Als Capone. Illu heilli er hins vegar enginn Kevin Costner í Odessa til þess að tryggja góðan endi. Oddný Sen kvikmynda- fræðingur flytur stutt erindi á undan sýningu myndarinn- ar 24. febrúar. Myndirnar Another Year (Annað ár), Io sono l’am- ore (Ástarfuni) og Micmacs (Uppátæki) halda áfram í sýningum í Paradísinni við Hverfisgötu.  bíó PaRadís GamlaR oG nýjaR GeRsemaR í bland  bíódómuR anotheR YeaR  fRumsýndaR  Beitiskipið Potemkin og samband í molum Bíó Paradís gefur ekkert eftir í því göfuga hugsjónastarfi að bera á borð bíómyndir sem eiga á hættu að drukkna í froðuflóðinu annars staðar, sem og gamlar perlur sem vart þykir arðbært að setja í almennar sýningar. Beitiskipið Potemkin eftir Eisenstein og Blue Valentine verða teknar á dagskrá á föstudag en þar fyrir utan halda sýningar áfram á fínirísmyndum frá síðustu viku. h jónin Tom (Jim Broadbent) og Gerry (Ruth Sheen) njóta efri áranna á huggulegu heim- ili sínu í London, sátt við sjálf sig og lífið þar sem segja má að hápunktarnir séu að stússast í garð- inum og þegar einhleypur sonur þeirra kemur í heimsókn. Hjónin eru heldur ekkert að sækj- ast eftir meira kryddi í tilveruna. Þau hafa hvort annað og það dugir þeim vel. Another Year segir, eins og titillinn gefur til kynna, frá einu ári í lífi Toms og Gerry þar sem alls konar fólk kemur við sögu. Þessar persónur dúkka upp og hverfa á braut og eiga það helst sameiginlegt að glíma við alls konar vandræði og sálarkreppur, ólíkt hinum æðrulausu hjónum sem þær hverfast um. Mike Leigh er mikill meistari þegar kemur að því að segja látlausar sögur með góðum leik- urum og áherslu á smáatriði og hér njóta þessir hæfileikar sín til fullnustu. Another Year er hæg og yfirveguð mynd þar sem manni finnst eigin- lega ekkert gerast en samt er hellingur í gangi og áreynslulaust heldur myndin manni hug- föngnum. Ekki síst þar sem þessi frásagnarmáti Leighs leggur það á áhorfandann að hann leggi eitthvað af sjálfum sér í púkkið til þess að njóta snilldarinnar í botn. Jim Broadbent er frábær leikari, jafnvígur á drama og grín, og hefur alltaf notalega nærveru á tjaldinu og saman eru þau Ruth Sheen yndisleg í hlutverkum hjónanna. Leslie Manville er svo hreint út sagt frábær í hlutverki harmrænustu persónu myndarinnar, Mary vinkonu hjónanna. Hún er einhleyp að renna af léttasta skeiði og rígheldur í dofnandi æskuljómann álíka fast og flöskuna. Hún er í grunninn ósköp dæmigerð persóna en í meðförum leikkonunnar tútnar hún út og fær ótrúlega dýpt. Another Year er frábær mynd sem lætur lítið fyrir sér fara en það væri synd að missa af henni. Þórarinn Þórarinsson Seiðandi látleysi 127 skelfilegar klukkustundir Í 127 Hours segir leikstjórinn Danny Boyle á áhrifaríkan hátt frá hremm- ingum fjallgöngumanns sem lendir í sjálfheldu í eyðimörk í Utah. Myndin byggist á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2003 þegar grjóthnullungur féll á fjallgöngumanninn Aron Ral- ston sem sat pikkfastur í klettum Utah í nær fimm daga með bjargið ofan á öðrum handleggnum. Að lokum gat hann ekki annað gert en skera af sér handlegginn til þess að losna og eftir þá aðgerð tók við löng ganga áður en hann komst undir manna hendur. Gagnrýnendur hafa tekið 127 Hours fagnandi og ausið hana lofi og þykir flestum mest til leiks James Franco í aðalhlut- verkinu koma auk þess sem Boyle er sagður sýna allar sínar bestu hliðar sem leikstjóri. Franco er einna þekktastur sem vinur og andstæðingur Kóngulóarmannsins í Spiderman-myndunum þremur auk þess sem hann fór á kostum sem hasshaus í Pinapple Express á móti Seth Rogen. 127 Hours er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin, fyrir klippingu og Franco þykir sigurstranglegur í aðalhlut- verkinu. Aðrir miðlar: Imdb 8,1, Rotten Tomatoes 93%, Metacritic 82/100 Big Mommas: Like Father, Like Son Martin Lawrence hlýtur að fá mikið út úr því að bregða sér í hlutverk hinnar sílspikuðu Big Momma þar sem hann mætir nú til leiks í þriðja sinn í hlut- verki FBI-mannsins Malcolms Turner sem dulbýr sig jafnan sem þéttvaxin frú þegar hann siglir undir fölsku flaggi innan um glæpahyski. Að þessu sinni er hann með 17 ára stjúpson sinn með í för og sá dulbýr sig sem stúlku. Þeir skrá sig í listaháskóla fyrir stelpur eftir að unglingurinn verður vitni að morði og þurfa að hafa hendur í hári morðingjans áður en þeir verða sjálfir/ar fórnarlömb. I Am Number Four Alex Pettyfer leikur John Smith. Hann þykist vera venjulegur menntaskólanemi og flytur oft á milli staða til þess að fela þá staðreynd að hann er gæddur yfirnáttúrulegum kröftum. Hann er ekki einn í heim- inum og er númer fjögur í sínum hópi. Þegar aðrir af hans sauðahúsi fara að tína tölunni er ljóst að vondir menn vilja koma honum fyrir kattarnef. Uppgjör er því yfir- vofandi en það er ekki til að einfalda málin að John er orðinn ástfanginn. Michael Bay og Steven Spielberg eru báðir í hópi framleiðenda myndarinnar. Bay er þekktastur fyrir leikstjórn á spennumyndum fyrir Jerry Bruckheimer og hér blandast einmitt saman hasar og vísindaskáldskapur en Spielberg er öllum hnútum kunnugur í þeirri deild. Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Stærðir 40-60. Flott föt fyrir flottar konur, 50% AUKA- AF SLÁTTUR af útsöluv örum (reiknast við kassa ) Níunda herdeildin The Eagle, nýjasta mynd Kevin Macdonald (The Last King of Scotland, State of Play), kemur í bíó á föstudag. Myndin gerist á Bretlandi árið 140 eftir Krist þar sem Rómverjar ráða ríkjum. Tuttugu árum eftir að öll níunda herdeild Rómakeisara hvarf sporlaust í skoskum fjöllum kemur ungur hundraðshöfðingi til landsins til þess að rannsaka hvarfið og bjarga um leið orðstír föður síns sem leiddi herdeildina. Channing Tatum, Jamie Bell og Donald Sutherland eru í helstu hlutverkum. Aðrir miðlar: Imdb 6,4, Rotten Tomatoes 36%, Metacritic 56/100. James Franco ber myndina uppi og er nánast einn á tjaldinu allan tímann. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Barnavagninn á fleygiferð í miðju blóðbaði í Beitiskipinu Potemkin. Fallegt samband Deans og Cindyar rennur út í sand- inn eins og svo oft vill verða. Ruth Sheen og Jim Broadbent eru dásamleg í hlut- verkum hjónanna sem hafa klofað alla helstu skafla á lífsleiðinni og una sátt við sitt.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.