Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 2
Opið á Nítjánda veitingastað alla verslunarmannahelgina Lunch, brunch og óviðjafnanlegt kvöldverðarhlaðborð Johnny kemur heim Hinn sjö ára Johnny Knibbs er væntanlegur heim til Íslands um miðjan ágúst því dómstóll í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum móður hans, Ana Lily Hernandez, í vil í forræðismáli sem bandarískur barnsfaðir hennar höfðaði. Faðirinn hafði neitað að senda drenginn heim eftir heimsókn sem Johnny fór í yfir jólin. Johnny hafði því verið fjarri móður sinni, Snorra Kristjáns- syni, íslenskum stjúpföður, og lítilli systur í um það bil hálft ár. Snorri segir þau hjónin ekki hafa þorað að vona að niðurstaða fengist svona fljótt í málið og gleðin sé því mikil. Lily er nú í heimsókn hjá ætt- ingjum sínum með Johnny og litlu systur hans en það urðu miklir fagnaðarfundir hjá systkinunum þegar þau hittust á ný eftir mánaða aðskiln- að. Mátti ráða Bjarna Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið braut ekki lög þegar Bjarni Harðarson var ráðinn tímabundið í starf upplýsinga- fulltrúa ráðuneytisins. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Al- þingis sem skoðaði ráðninguna eftir kvörtun eins umsækjenda um starfið. Umboðsmaður telur þó ráðuneytið ekki hafa farið eftir góðum stjórnsýsluháttum við ráðningu Bjarna. Þá þóttu rök Jóns Bjarnasonar ráðherra, þess efnis að Bjarni væri „vanur maður og hefði skrifað töluvert í gegnum tíðina“ frekar veik. Kirkjan greiðir bætur Þjóðkirkjan ætlar að bjóða þeim fjórum konum sem sökuðu á sínum tíma Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot sanngirnisbætur. Upphæð bótanna er miðuð við þær bætur sem ákveðið var að greiða þeim sem dvöldu við slæman aðbúnað á vistheimilium ríkisins. Þær bætur gátu numið allt að sex milljónum króna. B irna fagnaði afmæli sínu í Toscana á Ítalíu um miðjan júlí með nánustu ættingjum sínum vinum en sam- kvæmt heimildum Fréttatímans sá góð vinkona hennar að mestu um að skipu- leggja afmælisveisl- una. Veislusalurinn var leigður af bónda í héraðinu en af- mælisbarnið gistir í lúxusvillu Karls Wernerssonar, eiganda og fram- kvæmdastjóra Lyfja og heilsu, í Tosc- ana. Húsið er allt hið glæsilegasta. Það er á þremur hæðum auk kjallar sem hermt er að hafi meðal annars hýst glæsibifreiðar þegar vegur Karls var sem mestur á útrásarárunum. Samkvæmt heimasíðunni Hvít- bók, sem var opnuð í kjölfar banka- hrunsins í þeim tilgangi að safna saman upplýsingum og eignir og umsvif þeirra sem mest bar á í góðærinu, var talið að kaupverð hússins hefði ekki verið undir 1,2 milljörðum króna þegar Karl keypti það. Þá birti Hvítbók yfirlit yfir viðamiklar lagfæringar sem Karl réðst í á húsinu og landareigninni umhverfis það. Kostnaðurinn við þær framkvæmdir var talinn vera umtalsverður. Karl hefur á síðustu árum gert nokkuð af því að lána húsið eða leigja vinum og kunningjum en eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hafði Birna sjálf ekki milligöngu um leiguna á villunni heldur hafi vinkona hennar leigt húsið af útrásarvíkingnum en boðið Birnu og fjölskyldu að dvelja þar með sér í kringum veisluhaldið.  Birna Einarsdóttir Fagnaði FimmtugsaFmæli á ÍtalÍu Talið var að kaupverð hússins hefði ekki verið undir 1,2 milljarði króna þegar Karl keypti það. Dvelur í villu Karls Wernerssonar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, varð fimmtíu ára fyrr í þessum mánuði. Tímamót- unum fagnaði hún á Ítalíu með nánustu fjölskyldu og vinum. Birna er enn á Ítalíu og dvelur í lúxusvillu Karls Wernerssonar sem vinkona hennar hefur á leigu. Teikning af húsi Karls, sem birt var á hvitbok.vg. Húsið er allt hið glæsilegasta, á þremur hæðum með stórum kjallara. Karl Wernersson á lúxusvilluna sem Birna dvelur í á Ítalíu í boði vinkonu sinnar. Ljósmynd/ Hari Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka er á Ítalíu þar sem hún fagnaði nýlega 50 ára afmæli sínu með fjölskyldu og vinum. Ljósmynd/Teitur Þórarinn Þórarinsson toti@ frettatiminn.is Vodafone Rey Cup, stærsta knattspyrnu- mót sumarsins, var sett í Laugardalnum í vikunni og stendur alla helgina. Þetta er í tíunda sinn sem mótið er haldið og er knattspyrnufélagið Þróttur gestgjafi, nú sem áður. Hundrað og tuttugu lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks, með um 1.700 þátttakendur og þjálfara, og það er met. Sex erlend félagslið eru meðal kepp- enda. Þau koma frá frændþjóðum okkar í Færeyjum og Finnlandi og örlítið fjar- skyldari ættingjum frá Manitoba í Kanada. Þýskir og danskir unglingadómarar frá REFEX taka þátt í dómgæslu mótsins. Keppt er bæði í karla- og kvennaflokki en liðin eru skipuð leikmönnum úr 3. og 4. flokki, eða krökkum sem eru fædd á ár- unum 1995 til 1998. Eftir að knattspyrnuleikjum lýkur dag hvern tekur við fjölbreytt dagskrá. Þar á meðal er fjölsótt sundlaugarpartí í Laugar- dalslauginni og lokahóf og stórdansleikur mótsins, sem fer fram í þetta skiptið á Grand Hótel. Þar munu tónlistarmennirnir og bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson leggja sitt af mörkum til fjörsins. Úr leik Þróttar, gestgjafa Rey Cup, við FC Tórshavn frá Færeyjum. Ljósmynd/Ágúst Tómasson  rEY cuP mEtþátttaka Knattspyrnuhátíð í Laugardalnum 2 fréttir Helgin 22.-24. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.