Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 50
Þetta var
svo ótrúlegt
og mikil lífs-
reynsla
50 dægurmál Helgin 22.-24. júlí 2011
Plötuhorn Dr. Gunna
numbers Game
Pétur Ben & Eberg
Á kunnuglegum
slóðum
Pétur Ben og Eberg
eru með traustustu
rokkpoppurunum
þjóðarinnar eins og
augljóst er af fyrri
verkum þeirra. Þeir
eru ekki svo ólíkir, hafa
gefið út fagmannlegt
indie-rokk og sungið
á ensku. Þegar þeir
leggja saman í púkk
skilar það mjög stíl-
hreinni rokkplötu þar
sem nostrað er við
smáatriðin. Hér úir
og grúir af melódísku
eyrnakonfekti; Over
And Over er Pixies-
legur rokkhundur,
gómsætur poppsafi
lekur úr auglýsinga-
laginu Come on Come
Over og djúpt er til
botns í titillaginu.
Varla er snöggan blett
að finna, eðalstöffið
rennur áreynslulaust
frá þeim. Það er samt
helst það sem maður
saknar; að ekki hafi
verið lagt út á ókunnari
slóðir og tekin stærri
skref út í hið óþekkta.
Engu að síður mjög góð
plata.
Wait for fate
Jón Jónsson
Sultuslakur og
rómantískur
Ólíkt bróður sínum,
stuðpinnanum Friðriki
Dór, er Jón sultuslakur
og rómantískur með
kassagítarinn í hönd. Á
frumrauninni er bæði
boðið upp á reffilega
sólarslagara og
tregafullar ballöður.
Áhrifavaldarnir koma
frá mönnum eins og
Sam Cooke og Stevie
Wonder, jafnvel Cat
Stevens, en í gegnum
síur yngri manna
eins og Johns Mayer
og Jacks Johnson.
Jón er góður gítar-
leikari og hinn fínasti
söngvari þótt enski
frumburðurinn sé
stundum dálítið ýktur.
Lagasmíðarnar eru oft
prýðilegar – hér eru
bæði auðgripin pop-
plög og lög sem þurfa
lengri meltingartíma
– og settar fram í
látlausri umgjörð. Jón
er alveg með þetta en
það vantar herslumun-
inn til að platan teljist
til stórtíðinda; það
vantar persónulegri
neista og meiri frum-
leika. Það kemur.
Þetta reddast
Stjörnuryk
Westfirzka
stoltið
Á Ísafirði rottuðu
helstu rapparar
bæjarins sig saman
í hóp sem kallar sig
hinu órappaða nafni
Stjörnuryk. Þessi
stútfulla plata er
afrakstur erfiðisins;
sautján laga, klukku-
tíma langt ferðalag
um hugarheim ungra
manna með miklum
gestagangi því Blaz
Roca og Sesar A; ung-
rapparinn MC Ísaksen
– „svalasti krakki
sem landið hefur
séð“ – og fleiri kíkja
inn og bösta rímur.
Platan er fjölbreytt
og lífleg og menn
blanda elektrói og
R&Bi við hipphoppið.
Strákarnir eru snið-
ugir hríðskotakjaftar,
vestfirska stoltið sem
heyra má í lögum
eins og Ísafjörður og
Westfirzka mafían er
krúttlegt og sann-
sögulegir textarnir
eru gáfulega upp-
byggilegir. Þetta er
ekki tímamótastöff en
feitt innlegg í íslenska
hipphopp-bankann.
Meira í leiðinni WWW.N1.IS
Getur þú
verið
heimilisvinur
Dieter?
www.soleyogfelagar.is
www.holta.is
GRILL
SUMAR!
Á www.holta.is er fullt af glænýjum og ómótstæðilegum
uppskriftum að girnilegum kjúklingaréttum.
Jude Law
á sviði í
London
Breski leikarinn Jude Law
hefur verið töluvert á sviði
síðustu misserin og ekki er
langt síðan hann fór með hlut-
verk Hamlets danaprins. Hann
hefur nú tekið að sér hlutverk
í leikriti Eugene O’Neils,
Anna Christie. Verkið verður
frumsýnt í Donmar Ware-
house-leikhúsinu í Covent
Garden 4. ágúst næstkomandi
og sýnt fram í byrjun október.
Leikstjóri uppsetningarinnar
er Rob Ashford en miða er
hægt að nálgast á www.don-
marwarehouse.com -þká
Unnur Jónsdóttir sellóleikari hefur
spilað með Ólafi Arnalds, hinum
færeyska Teiti og Damien Rice víða
um heim.
F æreyski tónlistarmaðurinn Teitur var að leita sér að manneskju sem gæti gripið í nokkur hljóðfæri og
strengjaleikara. Það hittist þannig á að
ég get gripið í píanó og gítar og svo er ég
sellóleikari þannig að í janúar 2008 tók
hann mig með í svolítið stóran Evrópu-
túr,“ segir sellóleikarinn Unnur Jóns-
dóttir en hún hefur spilað víða um heim
með íslenskum og erlendum popptón-
listarmönnum. „Helgi (Hrafn Jónsson)
bróðir minn, sem er tíu árum eldri en
ég, er tónlistarmaður sem lærði í Austur-
ríki og hefur spilað mjög mikið úti um
allan heim. Hann kynntist Teiti árið 2004
þegar ég var bara fjórtán ára. Svo var ég
orðin átján þegar Teitur bað mig að slást
í hópinn og þótt ég hafi kannski verið
svolítið ung þá var þetta rosa gaman,“
segir Unnur sem viðurkennir að hún hafi
stundum verið svolítið lengi að ná sér nið-
ur eftir ævintýrin. „Þetta var svo ótrúlegt
og mikil lífsreynsla og spennandi að fá að
kynnast mörgu fólki með þessum hætti
en stóri bróðir var með í ferð svo að hann
passaði upp á mig.“
Við tók svo ferðalag og samstarf við
tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. „Teitur
hafði verið í samstarfi við Óla og hann
benti honum á mig sem sellóleikara. Svo
hitti ég Óla nokkru síðar á förnum vegi
og hann spurði hvort ég hefði áhuga á að
spila með honum. Ári seinna hafði hann
samband en þá vantaði hann sellóleikara.“
Það var í maí 2010, um svipað leyti og
Unnur útskrifaðist með stúdentspróf úr
MH. „Síðan þá hef ég spilað talsvert með
honum en hann er að fara einn í Evrópu-
túr núna og er því ekki með strengja-
leikara með sér. Það getur verið svo dýrt
að taka alla með alltaf,“ segir Unnur.
„Við spiluðum síðast saman á hlustenda-
verðlaunum FM 95.7 nú fyrr í sumar.
Ólafur hafði verið að skrifa útsetningar
fyrir Friðrik Dór svo að við spiluðum
með honum. Það var mjög ólíkt því sem
ég hafði verið að gera áður; öðruvísi og
skemmtileg upplifun,“ segir Unnur sem
spilaði einnig með Ólafi Arnalds á opnun-
artónleikum í Hörpu í vor. „Við spiluðum
nokkur lög í Norðurljósa-salnum og það
var gott að spila í Hörpu og fá tækifæri til
að sýna breiddina í íslensku tónlistarlífi.“
-þká
Sellóleikari poppstjarnanna
Unnur Jónsdóttir
Hefur ferðast
um heiminn með
sellóið frá því
hún var átján ára.
tónlist unnur jónsDóttir
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is