Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 17
 Margar fjölskyldur hafa gengið í marga daga og jafnvel misst börnin sín á leiðinni. Kate og Jess Ásamt Sadam og ömmu hans Farhiyo. Á þessari mynd sést Sadam borða vítamínbætt jarðhnetumauk sem UNICEF notar sem meðferðarrúrræði við vannæringu. kvasíórkor eða prótínkröm, sem lýsir sér þannig að kviðurinn bólgnar upp en börnin bólgna líka í andlitinu. Það sem stakk mig mest var að hann brosti ekki og lék sér ekki eins og önnur börn. Hann hreyfði sig hægt og það tók hann langan tíma að sýna viðbrögð. Það var mjög sorglegt að sjá það en ég var svo þakklát fyrir hjálp UNICEF því vegna samtakanna komst Ali á spítala og þegar hann útskrifast verður áfram fylgst með ástandi hans.“ Versti staður í heimi fyrir börn „Það finnst ekki verri staður í heim- inum fyrir börn að búa á í augnablik- inu en Mógadisjú,“ fullyrðir Jessica en höfuðborgin í Sómalíu er í molum og landið margklofið. „Í Mógadisjú er hæsta tíðni dauðsfalla meðal barna í heiminum og stöðug átök. Þess vegna flýr fólk þaðan. Ástandið gerir hjálpar- samtökum erfitt fyrir að starfa á svæð- inu og blaðamenn fá eingöngu leyfi til að fara þangað í undantekningartilfell- um og aðeins undir vernd SÞ. Átökin eru svo öfgafull að það er einfaldlega mjög hættulegt að fara til Mógadisjú. Þegar mestu þurrkar í rúma hálfa öld bættust ofan á þetta varð síðan til eld- fim blanda,“ bætir Kate við. Missa börn sín á flótta Á fáeinum vikum hafa 166.000 Sómalar flúið suðurhluta landsins og þúsundir manna flýja yfir landamærin á hverjum degi. „Fólk á ekki í nein hús að venda og þegar það flýr, gengur það jafnvel bara allslaust beint af augum í von um að finna stað til að vera á,“ segir Jes- sica. „Margar fjölskyldur hafa gengið dögum saman og jafnvel misst börnin sín á leiðinni,“ segir Kate. „Nýlega fæddi móðir barn sitt undir tré. Til allr- ar hamingju var starfsmaður UNICEF á staðnum og gat hjálpað til. Fjölskyld- urnar koma frá ýmsum stöðum í suðri og margar eru á leið í flóttamannabúðir við landamæri Keníu eða til Eþíópíu.“ Bjarga mannslífum „Fyrsta konan sem við hittum var móð- ir að nafni Ninko sem átti þrjú börn. Sonur hennar Mahamad er fjögurra ára og það sem tók á mig var að sökum vannæringar leit hann út fyrir að vera miklu yngri,“ segir Kate hrærð. „En ég fékk að sjá þyngdarmælingar þar sem fram kom að vegna þess að hann hafði fengið vítamínbætt jarð- hnetumauk frá UNICEF hafði hann þyngst mjög mikið á einungis tveimur vikum. Hann hafði því verið ennþá minni rétt áður en ég kom. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að sjá að starf UNICEF bjargar mörgum mannslífum. Ég var svo þakklát að sjá að hann var að þyngjast,“ segir hún og ítrekar hve skelfilegar aðstæður eru á svæðinu. „Auk þess að vera vannærð, hósta börnin mikið. Ónæmiskerfið getur verið mjög veikt og höfuðborgin er rykug. Þegar vindur blæs getur jafnvel verið erfitt að ná andanum.“ Mikilvægt að almenningur bregð- ist við strax „Það sem ég vil segja að lokum er að almenningur, vinir og fjölskylda heima sjá stundum myndir af vannærðum börnum í Afríku í sjónvarpinu og vilja helst slökkva eða eru jafnvel orðin ónæm fyrir þessu,“ segir Kate. „Ég tel að við megum alls ekki leyfa okkur að slökkva á sjónvarpinu og að við verðum að vita og muna að það er hægt að gera margt til að bregðast við vandanum. Við verðum að átta okkur á því að hér eru börn að deyja. UNICEF meðhöndlar vannærð börn og styrkir spítalavist fyrir þau, sér fyrir lyfjum og lífsnauðsynlegum bólusetningum. Við getum gert mikið með því að styðja við starfið og við verðum að átta okkur á því að við eigum ekki að bíða heldur bregðast við einmitt núna.“ Jessica tekur undir þessi orð. „Eftir að hafa komið hingað getum við full- vissað almenning um að framlögin fara á réttan stað og hjálpa virkilega. Þau ná að bjarga fólki sem á ekkert nema fötin sem það stendur í. Þetta er ekki vonlaust.“ thorakaritas@frettatiminn.is Sómalía Eþíópía Kenía Indlandshaf UNICEF á Íslandi stendur fyrir söfnun vegna neyðaraðgerða samtakanna í Sómalíu, Eþíópíu, Keníu og Djíbútí. Viðbrögð al- mennings á Íslandi hafa verið afar góð og 13 milljónir króna þegar safnast – að langmestu leyti frá ein- staklingum. Mahamad Móðir hans óttaðist um líf hans og þakkar meðferðarúrræði UNICEF fyrir líf sonar síns. „Syni mínum er að batna.“ Vannært barn á spítala í Lodwar í Keníu, þar sem 40% barna þurfa tafarlausa að- stoð. Starfsfólk UNICEF leggur nú dag og nótt við að koma börnum á neyðarsvæðinu í Austur-Afríku til hjálpar. Ef ekkert verður að gert bíður barna á þessu svæði varanlegur heilsubrestur eða jafnvel dauði. Von barnanna stendur og fellur með því að almenningur láti fé af hendi rakna Mæðurnar í Sómalíu geta ekki slökkt á sjónvarpinu. Hungursneyðin og heilsu- brestur barna er þeirra sorg og veruleiki. Hægt er að styrkja söfnunina með því að hringja í 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krónur) og 908-5000 (5.000 krónur). Einnig er hægt að styrkja neyðarstarfið í gegnum heimasíðuna www.unicef.is eða með því að leggja inn á neyðarreikning samtakanna: 515-26-102040 (kt. 481203-2950) fréttaskýring 17 Helgin 22.-24. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.