Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 32
Nú þegar undirbúningur fyrir Frankfurt stendur sem hæst og árangur af skrifstofu Halldórs Guðmunds- sonar er að koma í ljós með umfangsmiklu þýðingará- taki íslenskum höfundum til heilla, er rétt að minnast á aðra heimshluta en hina öldnu Evrópu. Bókamessuna í Hong Kong, sem hófst í gær og lýkur 26. júlí, er áætlað að milljón gesta sæki. Hún er stærsta bókamessa sinnar tegundar í Asíu og keppir um aðsókn við Kolkata-bókamessuna á Indlandi. Messan í Hong Kong er nú haldin í tuttugasta og annað sinn. Þar sýndu í fyrra 510 fyrirtæki frá 22 löndum. Verslunarráðið þar í bæ stendur fyrir messunni og er boðið upp á 300 atriði á palli í tengslum við hana. Yfirskriftin er: „Að lesa heiminn, að lesa sjálfan sig.“ Meðal viðburða eru bæði viðtöl fyrir opnum tjöldum, kynningar og áritanir, sem hafa reyndar sætt gagnrýni því þær eru notaðar til að kynna rit sem sögð eru eftir fáklædda unga höfunda af kvenkyni. Ætli þessi messa sé sú eina sem sinnir pornó-iðnaðinum? Áhugasamir um messuna og útgerð á þessum slóðum er bent á þessa slóð: http://hkbookfair.hktdc.com/en/ svo menn fái smábragð á tunguna. -pbb Fleiri för en Frankfurt  LeikList eiginkonan var innbLásturinn H inn 13. september verður frum-sýnt í London, í King´s Head-leik-húsinu í Islington, fundið leikrit eftir Oscar Wilde. Verkið heitir Con- stance og er með vissu samið árið 1897 þegar hann var látinn laus úr fangelsi eftir alræmdan dóm fyrir siðleysi gagnvart ungum mönnum. Dagana eftir að dómur- inn féll flúðu 2.000 karlmenn Bretland til Frakklands enda færði hann sönnur á að aðför var í uppsiglingu gagnvart samkyn- hneigðum karlmönnum á stórum skala. Wilde var settur inn og skóp þar tvö meistaraverk sem tryggðu enn frekar sess hans í hinu stóra samhengi bókmennta á enskri tungu: Ballade of the Reading Goal – Kvæðið um fangann sem Magnús Ásgeirsson þýddi og kom fyrst út í fjórða hefti Rauðra penna 1938 og svo í sér- prenti 1954 – De Profundis sem til er í þýðingu Ingva Jóhannessonar frá 1926. Þýðing á Myndinni af Dorian Gray styðst við klippta útgáfu verksins, þýðing Bjarna Guðmundssonar á The Importance of Being Ernest hefur ekki komið út á prenti en verið leikin í tvígang. Þýðing er til á An Ideal Husband eftir Árna Guðnason og Salome. Þá eru nokkur ævintýri hans til þýdd: Eigingjarni risinn og Hamingjusami prinsinn hafa komið út í sérútgáfum. Eftir harðræði þrælkunarvinnu og lang- vinn veikindi í fangelsum settist Wilde að á meginlandinu og þar mun Constance samið. Hann seldi einkarétt á verkinu fleiri en einum leikhúsmanni en ferill þess er óljós enda hús hans og allar eignir í upplausn. Um síðir komst eiginhandrit hans að verkinu í hendur bandarískrar leikkonu, Coru Brown Potter, en við andlát hennar lenti það í höndum fransks rithöfundar, Guillot de Saix. Ásamt öðrum Frakka, Henri de Briel, vann Saix þýðingu að verkinu en de Briel var grunaður um samstarf við þýska hernámsliðið í París og er talið að frumrit verksins hafi verið eyðilagt af frelsisvinum við frelsun Parísar. Þýðingin var gefin út í lítt þekktu frönsku tímariti 1954 en hefur ekki verið tekin með í heildarverkum skáldsins, ekki frekar en skrif hans í blöð og tímarit en safn þeirra er nú í undirbúningi. Eitt hans þekktasta verk, Myndin af Dorian Gray, kom loksins út í fyrra í óstyttri útgáfu. Almennum lesendum er því ekki enn aðgengilegt fullkomið heildarsafn verka Wildes. Áhugamenn um feril Wildes og örlög vita að Constance var nafn eiginkonu hans. Hún stóð undir nafni – nomen est omen – og sýndi manni sínum mikið trygglyndi í öllu hans mótlæti. Hún féll frá eftir uppskurð í Genúa 1898, tveimur árum fyrir snemmbæran dauða Wildes 1900 (vegna ígerðar í eyra) og er grafin þar. Í sumar kom út ævisaga hennar og bregður nýju ljósi á hlut hennar í ein- stökum ferli Wildes, hvernig hún leiddi hann í baráttu fyrir lýðréttindum kvenna, hvernig hún mátti búa við samlífi hans við sér yngri karlmenn á heimili þeirra hjóna, og hvaða þátt hún átti í skrifum hans. Í verkinu segir frá William Daventry, ríkum iðnjöfri sem hefur hafist upp af eigin rammleik, og hans fullkomnu konu, Constance. Í veislu á sveitasetri þeirra er samankominn hópur gesta af háum og lágum stigum, þeirra á meðal prestur ásamt daðurgjarnri eiginkonu, og í fram- gangi veislunnar gerast atvik sem leiða ógæfu yfir húsráðendur svo að þeir verða að flýja land. Meira fæst ekki upp gefið um efni leiksins. Þýðinguna vann dyggur aðdáandi verka Wildes, Charles Osborne, og verður verkið frumsýnt í september í hinum virta sal yfir kránni King´s Head í Islington. 32 bækur Helgin 22.-24. júlí 2011  bókadómur Það sem aLdrei gerist anne HoLt Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Út er komin á forlagi Vöku Helgafells bók um bollakökur eftir sjónvarpsstjörnuna Friðrikku Geirsdóttur. Sumarið er ekki alveg rétti tíminn fyrir sætmetisfram- leiðslu eins og Rikka kennir í þessu hentuga smáhefti (þó í fallegri harðspjaldakápu) en hún er einkum ætluð sælkerum sem vilja þjóna lund sinni með bollaköku- framleiðslu. Skiptir þá ekki öllu hvort unnið er í gúmmímót eða blikk. Bókinni fylgja ekki leiðbeiningar um hvar má fá fylgihluti til framleiðslunnar en vafalítið geta vanir kökugerðarmenn leiðbeint um það. Þetta er skrautleg bók og tælandi með flottum ljósmyndum eftir Gísla Egil Hrafnsson. -pbb Kökufrík – takið eftir Fundið verk frumsýnt Verk eftir snillinginn Oscar Wilde kemur á svið. Ný útgáfa af Íslenskum fuglavísi eftir Jóhann Óla Hilmarsson vippar sér í efsta sætið á hand- bókalista Eymundssonar og í annað sætið á aðal- listanum þessa vikuna enda hefur viðrað vel til fuglaskoðunar. HáfLeygir fugLar Frá Bókamess- unni í Hong Kong  Það sem aldrei gerist Anne Holt Þýðandi: Sólveig Brynja Grétarsdóttir 392 bls. Salka 2011. Oscar Wilde Skrifaði leikrit og kallaði það eftir konu sinni Constance, sem sýndi honum mikið trygg- lyndi í öllu hans mótlæti. Anne Holt á að baki fjölda sakamála- sagna sem hún hefur samið ýmist ein eða í félagi við aðra. Það virðist reyndar fara vaxandi að norrænir sakamálahöfundar slái sér saman í teymi, líklegast til að halda lifandi stöðugu framhaldi í framleiðslu á sögum af þessu tagi. Anne er mikils- verður hluti af þeim ört stækkandi hópi höfunda sem hefur valið sér afþreyingarform söluvörunnar sem krimminn er til að skapa sér lifibrauð. Tugir höfunda á Norður- löndum pæla þennan akur sölubók- mennta. Sögur hennar eru komnar vel á annan tuginn og eru komnar út á ríflega 25 þjóðtungum. Salka gaf nýlega út tvær sögur eftir hana, Það sem mér ber og nú nýlega Það sem aldrei gerist. Sögurnar eru tengdar en standa þó sjálfstætt. Hér segir af lögreglumanni á miðjum aldri og konu hans sem hefur hlotið þjálfun sem „pro- filer“ – greinandi í flóknum morðmálum. Anne tekur hér upp gamla hugmynd sem grunn að spennandi söguþræði sem hríslast um efri lög samfélags hins ríka lands olíunnar, Noregs. Grunnplottið tekur hún traustataki frá Dürrenmatt úr þekktu leikriti sem til er í meistaralegri hljóðritun Ríkisútvarpsins með þeim Þorsteini Stephensen og Indriða Waage. Það sem aldrei gerist er býsna löng saga, tæplega 400 síður. Sólveig Brynja Grétarsdóttir þýðir og rennur texti hennar vel í augu lesanda. Sagan gerist á nokkrum sviðum en er þó að mestu bundin rann- sókn að því er virðist tilhæfulausra morða. Hér er leitað á nokkra staði; vinnuþjakað hjónaband með ung börn er í forgrunni, samstarf ólíkra manna við rannsókn þar sem á takast ólík sjónarmið um lífs- hætti og skoðanir, og svo er kíkt inn í heim hægri sinnaðra stjórnmálamanna, einmanalegt líf ein- stæðings, líf blaðamanns sem er alsettur merkjum biturleika í bland við vilja til andstöðu gegn ríkjandi stéttum. Allt er þetta snöfurmannlega gert og mynd- in verður samandregin trúverðug sneið af yfirbygg- ingu velferðarsamfélags þar sem allir hafa eitthvað að fela undir yfirborði. Jafnframt er sagan spennandi lestur og prýðileg afþreying. Og endar á þann veg að vænta má áframhalds. -pbb Glæpafaraldur í Noregi Enn einn virtur krimmahöfundur hinnar norrænu menningar. Anne Holt hefur skrifað þriller sem er spennandi lestur og prýðileg afþreying. Constance er með vissu samið árið 1897 þegar hann var látinn laus úr fangelsi eftir alræmdan dóm fyrir sið- leysi gagnvart ungum mönnum. Smekkleysa „Tilgerðarlaus og skemmtileg“ Fréttablaðið 6. Júlí Heimir Már & Þór Eldon il l il l i . lí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.