Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 18
PEACOCK 220,- MÝSLA 220,- KRÓKUR 220,- KILLER 220,- FLÆÐARMÚS 290,- NOBBLER 290,- HÓLMFRÍÐUR 290,- BLACK GHOST 290,- ALMA RÚN 220,- DEVON 595 ,- TOBIE frá 299,- BLEIKJUSPINNER 299,- ESJA 395,- BAULA 395,- HENGILL 395,- DYNGJA 395,- FAXI 395,- LAKI 395,- KATLA 395,- SNÆLDA 595,- DEVON 595 ,- WATSON FANCY 220,- KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16 Í leiðinni úr bænum SILUNGAFLUGUR Á FÍNU VERÐI SPÚNAR Á BÆJARINS BESTA VERÐI? BEITAN Í VEIÐI FERÐINA ORMAR OG MAKRÍLL ÓDÝRU SPÚNARNIR EINNIG Á VEIDIMADURINN.IS E kki er ætlast til að allt sjónvarpsfólk sé eins; myndarlegt, vel klætt, búið að læra framsögn og fara til talmeinafræðings, heldur eru margir þáttastjórnendur svolítið eins og sviðsmyndin – eilítið á skjön við ráðandi hugmyndir um sjónvarp. Áhorfendur gætu jafnvel freistast til að spyrja sig í forundran hvers vegna í ósköpunum þetta fólk vilji vera í sjónvarpi. Hvaða ofvöxtur hafi hlaupið í sjálfsmyndina. Allt er þetta þó svo græskulaust og gert af mikilli innlifun að margir þættir á ÍNN fara alveg hringinn og eru kostulegt skemmtiefni. Stundum kannski alveg óvart en auðvitað er það útkoman sem skiptir öllu máli fyrir áhorfendur. Athyglisvert er að reyndir sjónvarpsmenn á borð við Jóhönnu Vilhjálmsdótt- ur og Randver Þorláksson komu aldrei til greina á þessum topp- fimm-lista blaðsins sem hleraði nokkra dygga aðdáendur ÍNN og fékk þá til að nefna fimm skemmtilegustu þættina á ÍNN. Sjónvarpsstöðin ÍNN er kyn- legur kvistur í íslenskri fjölmiðlaflóru. Þar ræður ríkjum sjálfur Ingvi Hrafn Jónsson, meistari ljós- vakans, sem kynnti stöðina til leiks á sínum tíma sem Íslands nýjasta nýtt en til þess vísar skamm- stöfunin (ÍNN). Samkvæmt heimildum Fréttatímans úr innsta hring verður allt að gulli í höndum Ingva Hrafns og sjálfum sér samkvæmur bruðlar Ingvi Hrafn ekki í íburð. Sjónvarpssalurinn minnir einna helst á kústaskáp og sviðsmyndir eru dásamlega hallærislegar – en þjóna sínu hlutverki. Styrkur Ingva Hrafns felst hins vegar fyrst og fremst í útsjónarsemi við að fá til liðs við sig, með litlum tilkostnaði, hresst og skemmtilegt fólk sem er ófeimið við að láta ljós sitt skína á skjánum. skemmtilegustu þættirnir á ÍNN Hrafnaþing Foringinn sjálfur fer á kostum með hægri sinnuðum vinum sínum í einum allra skemmtilegasta spjallþætti í íslensku sjón- varpi fyrr og síðar. Ingvi er jafn sniðugur hvort sem hann er í stúdíóinu eða í beinu netsambandi frá Flórída þar sem andlit hans fyllir út í tölvuskjáinn sem Hallur Hallsson og fleiri grjótharðir ESB-and- stæðingar mæna á milli þess sem þeir fara með gamalkunnar romsur – sem verða æ sérkennilegri eftir því sem þær eru endurteknar oftar. Einræður Ingva Hrafns í upphafi Hrafnaþings eru oftast nær óborganlegt skemmtiefni, þar sem hann sýnir vald sitt á miðl- inum, enda rata mynd- brot með honum oft á You- tube. Þar hefur Ingvi meðal annars slegið í gegn með því að hysja upp um sig brækurnar fyr- ir hönd íslensks fjölmiðlafólks, og með stórkostlegum leik- rænum tilþrifum, þegar hann bregður sér í gervi Evu Joly og skrattans. Eldhús meistaranna Magnús Ingi Magnússon, meistarakokkur á Sjávarbarnum, er einstaklega blátt áfram og fullur ákafa í þessum sérkennilega matreiðslu- þætti þar sem hann skyggnist á bak við tjöldin á helstu veit- ingahúsum landsins. Smitandi áhugi kokksins gerir hann að litlu síðri skemmtikrafti en Siggi Hall var á sínum tíma. „Eldhús meistaranna er ekki svona frábær þáttur af því að hann er svo frábær. Hann er frábær af því að Magnús er eins og hann er í þáttunum,“ segir einn dyggra aðdáenda meistarakokksins. Mörg óborganleg og ódauðleg atriði liggja þegar fyrir; eins og þegar hann lenti í stympingum við vin sinn á Domo sem vildi koma suður-ameríska eld- húsinu á grillið, með lime-marineruðum sjávarafurðum, en komst ekki að því að Magnús var búinn að sturta á það létt- reyktu kjöti úr vakúmpökkuðum pokum sem hann hafði fengið á góðu verði í lág- vöruverðsverslunum. 18 úttekt Helgin 22.-24. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.