Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Page 18

Fréttatíminn - 22.07.2011, Page 18
PEACOCK 220,- MÝSLA 220,- KRÓKUR 220,- KILLER 220,- FLÆÐARMÚS 290,- NOBBLER 290,- HÓLMFRÍÐUR 290,- BLACK GHOST 290,- ALMA RÚN 220,- DEVON 595 ,- TOBIE frá 299,- BLEIKJUSPINNER 299,- ESJA 395,- BAULA 395,- HENGILL 395,- DYNGJA 395,- FAXI 395,- LAKI 395,- KATLA 395,- SNÆLDA 595,- DEVON 595 ,- WATSON FANCY 220,- KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16 Í leiðinni úr bænum SILUNGAFLUGUR Á FÍNU VERÐI SPÚNAR Á BÆJARINS BESTA VERÐI? BEITAN Í VEIÐI FERÐINA ORMAR OG MAKRÍLL ÓDÝRU SPÚNARNIR EINNIG Á VEIDIMADURINN.IS E kki er ætlast til að allt sjónvarpsfólk sé eins; myndarlegt, vel klætt, búið að læra framsögn og fara til talmeinafræðings, heldur eru margir þáttastjórnendur svolítið eins og sviðsmyndin – eilítið á skjön við ráðandi hugmyndir um sjónvarp. Áhorfendur gætu jafnvel freistast til að spyrja sig í forundran hvers vegna í ósköpunum þetta fólk vilji vera í sjónvarpi. Hvaða ofvöxtur hafi hlaupið í sjálfsmyndina. Allt er þetta þó svo græskulaust og gert af mikilli innlifun að margir þættir á ÍNN fara alveg hringinn og eru kostulegt skemmtiefni. Stundum kannski alveg óvart en auðvitað er það útkoman sem skiptir öllu máli fyrir áhorfendur. Athyglisvert er að reyndir sjónvarpsmenn á borð við Jóhönnu Vilhjálmsdótt- ur og Randver Þorláksson komu aldrei til greina á þessum topp- fimm-lista blaðsins sem hleraði nokkra dygga aðdáendur ÍNN og fékk þá til að nefna fimm skemmtilegustu þættina á ÍNN. Sjónvarpsstöðin ÍNN er kyn- legur kvistur í íslenskri fjölmiðlaflóru. Þar ræður ríkjum sjálfur Ingvi Hrafn Jónsson, meistari ljós- vakans, sem kynnti stöðina til leiks á sínum tíma sem Íslands nýjasta nýtt en til þess vísar skamm- stöfunin (ÍNN). Samkvæmt heimildum Fréttatímans úr innsta hring verður allt að gulli í höndum Ingva Hrafns og sjálfum sér samkvæmur bruðlar Ingvi Hrafn ekki í íburð. Sjónvarpssalurinn minnir einna helst á kústaskáp og sviðsmyndir eru dásamlega hallærislegar – en þjóna sínu hlutverki. Styrkur Ingva Hrafns felst hins vegar fyrst og fremst í útsjónarsemi við að fá til liðs við sig, með litlum tilkostnaði, hresst og skemmtilegt fólk sem er ófeimið við að láta ljós sitt skína á skjánum. skemmtilegustu þættirnir á ÍNN Hrafnaþing Foringinn sjálfur fer á kostum með hægri sinnuðum vinum sínum í einum allra skemmtilegasta spjallþætti í íslensku sjón- varpi fyrr og síðar. Ingvi er jafn sniðugur hvort sem hann er í stúdíóinu eða í beinu netsambandi frá Flórída þar sem andlit hans fyllir út í tölvuskjáinn sem Hallur Hallsson og fleiri grjótharðir ESB-and- stæðingar mæna á milli þess sem þeir fara með gamalkunnar romsur – sem verða æ sérkennilegri eftir því sem þær eru endurteknar oftar. Einræður Ingva Hrafns í upphafi Hrafnaþings eru oftast nær óborganlegt skemmtiefni, þar sem hann sýnir vald sitt á miðl- inum, enda rata mynd- brot með honum oft á You- tube. Þar hefur Ingvi meðal annars slegið í gegn með því að hysja upp um sig brækurnar fyr- ir hönd íslensks fjölmiðlafólks, og með stórkostlegum leik- rænum tilþrifum, þegar hann bregður sér í gervi Evu Joly og skrattans. Eldhús meistaranna Magnús Ingi Magnússon, meistarakokkur á Sjávarbarnum, er einstaklega blátt áfram og fullur ákafa í þessum sérkennilega matreiðslu- þætti þar sem hann skyggnist á bak við tjöldin á helstu veit- ingahúsum landsins. Smitandi áhugi kokksins gerir hann að litlu síðri skemmtikrafti en Siggi Hall var á sínum tíma. „Eldhús meistaranna er ekki svona frábær þáttur af því að hann er svo frábær. Hann er frábær af því að Magnús er eins og hann er í þáttunum,“ segir einn dyggra aðdáenda meistarakokksins. Mörg óborganleg og ódauðleg atriði liggja þegar fyrir; eins og þegar hann lenti í stympingum við vin sinn á Domo sem vildi koma suður-ameríska eld- húsinu á grillið, með lime-marineruðum sjávarafurðum, en komst ekki að því að Magnús var búinn að sturta á það létt- reyktu kjöti úr vakúmpökkuðum pokum sem hann hafði fengið á góðu verði í lág- vöruverðsverslunum. 18 úttekt Helgin 22.-24. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.