Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 56
Edrú og sjálfstæði í Hvalfirði SÁÁ stendur fyrir edrú útivistarhátíð- inni Sjálfstætt fólk að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina. Markmiðið er að bjóða upp á holla og kraftmikla félagslega, andlega og líkamlega næringu og skemmt- un sem allir aldurshópar geta notið saman. Boðið verður upp á hug- leiðslu, 12 spora fundi, svett-tjald og fyrirlestra um hamingju, gleði og gæsku. Sigga Klingenberg spáir fyrir gesti og Gunnar Eyjólfsson leikari stýrir og kynnir Qi Gong. Þá verður fjölmargt spennandi í boði fyrir börn og KK, hljómsveitirnar Valdimar, Vintage Caravan, Of Mon- sters and Man, Lockerbie, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, dj-ararnir Addi Exos og Stefán P. Jones troða upp. Hekla Jósepsdóttir og Freyr Eyjólfsson verða kynnar á hátíðinni þar sem öll vímuefni eru bönnuð og það sést ekki vín á nokkrum manni. 3008 búta teppi til sölu Eitt magnaðasta teppi sem saumað hefur verið hér á landi verður boðið upp til styrktar Barnaheillum – Save the Child- ren á Íslandi. Þetta er 3008 búta veggteppi sem er sköpun- arverk Jónínu Huldu Gunnlaugsdóttur. Í því eru 160 litir, það er 215x270 sentimetrar að stærð og var þrjú ár í vinnslu. Gripurinn heitir Íslandsteppið og sýnir, eins og nafnið bendir til, mynd af Íslandi. Teppið hefur verið sýnt þrívegis og vakið mikla athygli. Það er nú til sýnis í Bókasafni Árborgar við Austurveg á Selfossi. Teppið verður selt hæstbjóðanda á uppboði á bæjarhátíðinni „Sumar á Selfossi“ 6. ágúst og mun ágóðinn renna óskiptur til Barnaheilla. Drusluganga á laugardag Efnt verður til fjölda- göngu á laugardag til að uppræta samfélagslega fordóma sem endurspeglast í ofuráherslu á klæðaburð, ástand og atferli þolenda í umræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan mótmælir því að eggjandi klæða- burður bjóði nauðgurum heim. Slíkar göngur hafa verið haldnar víða um heim og vakið mikla athygli, meðal annars fyrir það að mótmælendur klæða sig gálulega. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14 niður Skólavörðustíg, Banka- stræti og Austurstræti. Þá verður skemmtidagskrá á Ingólfstorgi. HELGARBLAÐ Hrósið … ... fær Eiður Smári Guðjohnsen fyrir að taka þá áskorun að ganga til liðs við AEK Aþenu með allri þeirri pressu sem því fylgir, frekar en að hafa það kósí í ensku 1. deildinni í sinni gömlu heima- borg, Lundúnum.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 SÆNGURFATA ÚTSALA! SÆNGURFÖT Á 40-50% AFSLÆTTI MIKIÐ ÚRVAL AF HÁGÆÐA SÆNGURFATNAÐI FRÁ 3.540 KR. 50% AFSLÁTTUR AF HANDKLÆÐUM SÆNGURFATADEILD REKKJUNNAR 50% AFSLÁTTUR AF RÚMTEPPUM Sængurfatadeild Rekkjunnar er stórglæsleg með yfir 50 tegundir af sængurfötum á frábæru verði. Við höfum upp á að bjóða öll flottustu efnin í dag eins og silki, damask, bómullarsatín, tencel og bómull. Sængurfötin koma frá öllum heimshornum til að mynda Íslandi, Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. Eigum einnig mikið úrval af fallegum rúmteppum og sérlega mjúkum og þægilegum værðarvoðum. A R G H !! ! 1 5 0 7 11 LÝKUR Á MORGUN, LAUGARDAG! Nýtt blað komið út Ókeypis eintak um land allt www.goggur.is G o G G u r ú t G á f u f é l a G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.