Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 45
Fatalína frá
Kanye West
Sá orðrómur sem verið hefur á
kreiki síðustu vikur, að rapparinn
Kanye West sé með nýja fatalínu
í framleiðslu, er loksins stað-
festur. Það var hönnuðurinn Louise
Wilson sem staðfesti þetta en hún
hefur verið hægri hönd rappar-
anis við hönnun línunnar. Fyrsta
kvenmannslína Kanye mun verða
frumsýnd á tískuvikunni í New York
í september og eru helstu hönnuðir
heims boðaðir á þá sýningu. Nú
þegar orðrómurinn hefur verið
staðfestur, hafa heyrst háværar
raddir innan tískuiðnaðarins
um að Kanye muni opna sína
eigin fataverslun í París nú í haust.
Spurningin er hvort um er að ræða
sannleik eða uppspuna. -kp
Betra að vera
gagnkynhneigður
hönnuður
Hönnuðurinn Roberto Cavalli
opnaði sig í viðtali við breska Vogue
á dögunum þar sem hann tjáði sig
um hvernig væri að vera gagnkyn-
hneigður karlkynshönnuður. Hann er
einn af fáum slíkum í tískuheiminum
og segir það gera sig að betri hönn-
uði. Cavalli segir að þegar hann sé á
hugmyndaflugi, hugsi hann um það
hvernig hann vildi hafa konu klædda
ef hún væri í návist hans og það veiti
honum innblástur. -kp
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.895
með kaffi
eða te
Heiti lyfs og virk innihaldsefni: Íbúprófen Portfarma 400 mg filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur íbúprófen 400 mg. Ábendingar: Bólgueyðandi og verkjastillandi lyf, ætlað til notkunar við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Lyfið má einnig nota sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir, t.d.
tanndrátt. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtastærðir handa fullorðnum: Sjúkdómseinkenni og lyfjasvörun ákvarða hæfilegan skammt fyrir hvern einstakling. Skammtar eru venjulega 600-2000 mg á dag og ekki er mælt með stærri dagsskammti en 2400 mg. Hæfilegt er að gefa lyfið 3-4 sinnum á dag í jöfnum
skömmtum. Við tíðaverkjum: 400 mg, 1-3 sinnum á dag eftir þörfum. Við gigt: 400 mg eða 600 mg, 3 sinnum á dag. Morgunskammt má gefa á fastandi maga til að draga fljótt úr morgunstirðleika. Við nýrnabilun þarf að minnka skammta. Skammtastærðir handa börnum: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg
líkamsþunga á dag, gefið í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum, sem vega innan við 30 kg, skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Frábendingar: Ofnæmi fyrir íbúprófeni eða einhverju hjálparefnanna. Sjúklingar, sem hafa fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi
lyfja (annarra en barkstera), skulu ekki notað lyfið. Lyfið er ekki ætlað vanfærum konum. Lyfið skal ekki notað ef lifrarstarfsemi er skert eða ef alvarlegur hjarta- eða nýrnasjúkdómur er til staðar. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með aukna
blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsilyfi samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Íbúprófen Portfarma töflur innihalda laktósa. Sjúklingar með
galaktósaóþol, laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið inn. Meðganga og brjóstagjöf: Fullnægjandi rannsóknir á mönnum hafa ekki verið framkvæmdar. Dýratilraunir hafa ekki sýnt nein áhrif á þroska fósturs. Lyfið í venjulegum skömmtum er
ekki talið hafa áhrif á barn á brjósti. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Á ekki við. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli fyrir notkun.
ÍB
ÚP
RÓ
FE
NI
Ð
Í B
LÁ
U P
ÖK
KU
NU
M
ER
KO
MI
Ð A
FT
UR
!
• Nettar töflur
• Auðvelt að brjóta í tvennt
• Þægilegar til inntöku
• Hitalækkandi
• Verkjastillandi
• Bólgueyðandi
Íbúprófen Portfarma er einnig ætlað börnum (sjá skammtastærðir fyrir börn)
Föstudagur
Sokkabuxur: Oroblu
Kjóll: Forever21
Eyrnalokkar: Kiss