Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 54
Listdans er góður ferða- félagi út í lífið, inn í framtíðina. Bryn Ballett Akademían, listdans- skóli Reykjanesbæjar, hefur hlotið viðurkenningu mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins til að kenna listdans á grunn- og framhaldsskóla- stigi. „Skólinn hefur það að mark- miði að veita nemendum þekkingu og sterka undirstöðu í klassískum ballett og nútímalistdansi á heims- vísu,“ segir Bryndís Einarsdóttir, skólastjóri og ballettmeistari skólans, en listdansskólinn var opnaður í Reykjanesbæ árið 2008 og er til húsa á Ásbrú, í fyrrverandi skotfæra- geymslu Varnarliðsins þar sem starfsaðstaðan er öll til fyrirmyndar. „Í skólanum er búningsaðstaða með sturtum, verslun með ballett- og dansfatnað og biðstofa. Kennslan fer fram í rúmlega tvö hundruð fermetra danssal sem er með sérútbúnu dans- gólfi og dansdúk, ballett-stöngum, speglum og hljómflutningstækjum.“ Bryndís segist vera hæstánægð með viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til list- dansskólans. „Það er ánægjulegt að geta lagt til þetta nýja námsframboð hérna á Suðurnesjunum fyrir unga og hæfileikaríka nemendur sem vilja stunda klassískan ballett eða nútíma- listdans. Námið er krefjandi og það tekur mörg ár að búa til þroskaðan listdansara, þjálfa vöðva líkamans og öðlast sjálfsaga. Listdans er góður ferðafélagi út í lífið, inn í framtíðina.“  dans viðurkenning Dansað í skotfærageymslu Varnarliðsins  fótbolti auglýsing tekin upp í garðabænum Stjörnustrákar í spænskri sjónvarpsauglýsingu u ppátækjasemi leikmanna í meistaraflokki Stjörnunnar komst í heimsfréttirnar í fyrra- sumar þegar liðið þótti fagna mörkum sínum með einstaklega skemmtilegum hætti. Myndbönd með fagnaðarlátum þeirra fóru eins og eldur í sinu um net- heima og voru birt í nokkrum af stærstu fjölmiðlum heims. Miðjumaðurinn Halldór Orri Björns- son var einn af forsprökkum fagnaðar- látanna og átti hugmyndina að hinu svo- kallaða „laxafagni“. Eftir að hafa skorað glæsilegt mark þóttist Halldór Orri hafa fengið fisk á stöng og dró hann að landi með miklum tilþrifum. Liðsfélagi hans túlkaði fiskinn með eftirtektarverðum hætti. „Mér datt þetta bara í hug þegar ég var í veiðiferð með pabba. Svo prófuð- um við þetta einu sinni inni í klefa eftir æfingu og létum vaða í leiknum á eftir. Það heppnaðist svona líka vel.“ Sjónvarpsauglýsingin verður tekin upp á Stjörnuvellinum í Garðabæ og munu upptökur standa í tvo daga. Halldór Orri segir Stjörnustráka opna fyrir að láta leikstýra sér í auglýsingunni en þeir vita ekki nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim í upptökunum. „Þetta verður bara sýnt á Spáni og von- andi ekki hérna heima. En þetta verður spennandi.“ Að sögn Halldórs hefur liðið ekki æft nein atriði fyrir sumarið. „Við höfum verið rólegir í þessu í ár og einbeitt okkur að spilamennskunni – þótt vissulega séu uppi einhverjar hug- myndir. Það er aldrei að vita nema við útfærum einhver góð „fögn“ í sumar.“ Samkvæmt heimildum Fréttatímans fá bæði knattspyrnufélagið og leikmenn greitt fyrir þátttökuna í auglýsingunni. Bjarni Jóhannsson, þjálfari meistara- flokks Stjörnunnar, segist ekki geta eignað sér heiðurinn af uppátækjasemi strákanna og ítrekar að hann hafi hvergi komið nálægt því að þjálfa þá í fagnaðar- látum. „Þetta er bara karakter liðsins.“ thora@frettatiminn.is Spænska símafyrirtækið MovieStar tekur á næstunni upp sjón- varpsauglýsingu með meistaraflokki Stjörnunnar í fótbolta. Auglýs- ingin á að kynna efstu deildina á Spáni (La Liga) en strákarnir eiga að sýna sín heimsfrægu fagnaðarlæti. Þetta er bara karakter liðsins. Lynn Marie Kirby, prófessor við California College of the Arts, er stödd hér á landi, ekki síst til að heilsa upp á íslenska nemendur sína sem hún hefur suma hverja ekki hitt í ein 25 ár. Hún þeytist nú um landið með Þorfinni Guðnasyni sem lærði hjá henni á árum áður og þau eru að gera saman framúrstefnu-stuttmynd sem þau hyggjast sýna í Bíó Paradís á mánudaginn kemur. Þar mun Kirby hitta nemendur sína og tækifærið verður notað til að sýna nokkrar af helstu stutt- og tilraunamyndum hennar. Myndir hennar eru heimspekilegar, dularfullar og kvenlegar, en margar þeirra fjalla um fjölskylduna og frelsi og rými einstaklingsins innan hennar. Kirby er af kynslóð framúrstefnuhöfunda sem kenndir eru við San Francisco- senuna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og verk hennar hafa verið sýnd á virtum kvik- myndahátíðum og söfnum víða um heim. Meðal íslensks kvik- myndagerðarfólks sem lært hefur hjá Kirby eru, auk Þor- finns, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Kári Schram, Sigurður Matthías- son og Þorgeir Guðmundsson. Sýningin á verkum hennar hefst í Bíó Paradís klukkan 20 á mánudagskvöld. Endurfundir í Paradís Laufey leik- ur í Noregi Leikkonan Laufey Elías- dóttir frumsýndi nýverið barnaleikritið Urmakerens Hjerte í Noregi. Leikritið hefur verið sýnt í listamið- stöðinni Dale í Sunnfjord fyrir troðfullu húsi og fengið frábæra dóma, en þar hefur Laufey dvalið ásamt myndlistar- manninum Steingrími Eyfjörð um tíma. Það er nóg að gera hjá Laufeyju í Noregi því í byrjun ágúst hefjast hjá henni æfingar á öðru leikriti fyrir yngri kyn- slóðina sem heitir Delfine og verður frumsýnt í september. Hjaltalín með hlöðuskemmtun Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson tróðu óvænt upp í hlöðunni á Hall- dórsstöðum í Laxárdal í vikunni. Hljómsveit þeirra, Hjaltalín, er á leið norður þar sem hún heldur tónleika á Húsavík í kvöld, föstudag. Fjölskyldan á Halldórsstöðum tók á móti nærsveitungum og þeim sem áttu leið fram hjá með öli, kaffi og kakói. Sigríður og Guðmundur Óskar léku af fingrum fram fyrir troðfullri hlöðu; bæði Edit Piaf og ís- lensk þjóðlög. Halldór Orri Björnsson og liðsfélagar hans í meistaraflokki Stjörnunnar leika í sjónvarpsauglýsingu fyrir spænska símafyrirtækið MovieStar. 20 ára 20% afsláttur af öllum vörum fimmtudag til laugardags. 2 0 % a f s l á t t u r k r i n g l u n n i | s m á r a l i n d | l æ k j a r g ö t u | l e i f s s t ö ð 5 8 8 7 2 3 0 5 6 5 9 6 8 0 5 1 1 1 0 0 3 4 2 5 0 8 0 0 Ný ve rsl un í L æ kja rg öt u 2 Listdansskóli Reykjanesbæjar hefur hlotið blessun mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að kenna listdans á grunn- og framhaldsskólastigi. Námið er krefjandi og það tekur mörg ár að búa til þroskaðan listdansara. 54 dægurmál Helgin 22.-24. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.