Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 53
Á V A X T A K L A K A R APPELSÍNU OG EPLAKLAKAR MEÐ EKTA SVALABRAGÐI! ENGIN LITAREFNI ENGIN VIÐBÆTT ROTVARNAREFNI FRY STIÐ SJÁ LF! EINFALT AÐ RÍFA UPP!  frumsýndar Ævintýrin halda áfram að elta uppi þá Lightning McQueen og Mater en nú leggjast þeir í heimshornaflakk. Bílar á ferðalagi Fyrir fimm árum brunaði kapp- akstursbíllinn sjálfumglaði, Lightning McQueen, í kvikmyndahús í enn einni hressilegri Pixa-tölvuteiknimyndinni. Owen Wilson talaði fyrir rauða bílinn sem lenti utan vega, kynntist Mater, ryðguðum og mátulega rugluðum dráttarbíl, og lærði gildi sannrar vináttu og fórnfýsi. Þeir félagar eru nú mættir til leiks á nýjan leik og nú liggur leið þeirra í fyrsta sinn til útlanda þar sem McQueen tekur þátt í þremur keppnum sem ætlað er að skera úr um hver sé hraðskreiðasti kappakstursbíll í heimi. Mótin fara fram í Japan, Ítalíu og Englandi. Leið þeirra er hvorki bein né greið, frekar en fyrri daginn. McQueen, sem ætlar sér ekkert annað en sigur, stendur frammi fyrir harðari keppinautum en nokkru sinni fyrr og Mater sökkvir sér á kaf í alþjóðlega njósnastarfsemi þannig að nú reynir á vináttu þeirra sem aldrei fyrr. Aðrir miðlar: Imdb. 6,6, Rotten Tomatoes: 34%, Metacritic: 57.  kaffi Loki ÍsLenskar hefðir Í heiðurssæti Margrómaður rúgbrauðsís Hrönn Vilhelmsdóttir segist fá ótrúleg viðbrögð við rúg- brauðsísnum sem er á boð- stólum á kaffihúsi hennar, Kaffi Loka við Lokastíg: „Ég tímdi aldrei að henda matarafgöngum og fór að gefa vinkonu minni rúg- brauðsafganga. Hún er mikill listamaður og mjög nýtin og hún sagði mér að mamma hennar hefði alltaf búið til rúgbrauðsís úr afgöngum. Þetta var því fjörutíu ára gömul uppskrift sem hún rifjaði upp fyrir mig. Svo bauð hún mér í mat og ég fékk að smakka og heillaðist strax.“ Ekki leið á löngu þar til ísinn fór að njóta vinsælda á Kaffi Loka. „Okkur fannst þetta passa svo vel inn í okkar stíl. Við erum með heimabakað rúgbrauð og brauðsúpu og viljum nýta matinn vel eins og gert var hér áður fyrr.“ Á Kaffi Loka er hægt að fá ekta íslenskt góðgæti. „Við erum með kjötsúputilboð og heimabakað rúgbrauð með plokkfiski, Skútustaðasilung og flatbrauð með hangikjöti eða sviðasultu. Útlendingarnir kol- falla fyrir þessu,“ segir Hrönn og lætur lítið uppi um upp- skriftina að rúgbrauðsísnum. „Það eru margir búnir að spyrja mig og flinkar húsmæður hafa komið hingað og smjattað á ísnum og svo búið til sína eigin útgáfu. Það kunna allir að búa til ís og svo rífur maður niður og þurrkar gott rúgbrauð og finnur réttu hlutföllin.“ -þká dægurmál 53 Helgin 22.-24. júlí 2011 Hrönn Vil- helmsdóttir á Kaffi Loka Á leyniupp- skrift að gómsætum rúgbrauðsís. Ljósmynd/Hari Friends with Benefits Mila Kunis og Justin Timberlake leika vinina Jamie og Dylan í gamanmyndinni Friends with Benefits sem Sena heimsfrumsýnir um helgina. Dylan og Jamie eru í hefðbundnu basli á kjötmarkaðnum og finna ekki þann eða þá einu réttu. Til þess að tryggja sér í það minnsta reglulegt kynlíf ákveða vinirnir að byrja að sofa saman og ætla sér um leið að afsanna grundvallarkenningu ótal róman- tískra gamanmynda um að vinir geti ekki stundað kynlíf saman án þess að tilfinningar fari að flækjast í spilið og allt fari í rugl. Mila Kunis er funheit þessa dagana og kemur fersk til leiks eftir magnaðan og munúðarfullan leik sinn í Black Swan. Vegur Timberlake hefur einnig farið vaxandi undanfarið en hann sýndi meðal annars góð tilþrif í hlutverki stofnanda Napster í Facebook-mynd- inni Social Network.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.