Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 25.03.2011, Qupperneq 42
10 íshokkí Helgin 25.-27. mars 2011 Gylfaflöt 5 I 112 Reykjavík I Sími 533 1600 I aseta@aseta.is Aseta styður við íshokkí íþróttina Í slenskar íshokkístelpur hafa verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Íslenska kvennalandsliðið er ríkjandi heims- meistarar í 4. deild heimsmeistaramótsins en stelpurnar okkar hefja einmitt titilvörn á heimavelli nú á sunnudag. Þetta er í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramót kvenna er haldið hér á landi og þetta er í fjórða skiptið sem Ísland teflir fram liði á mótinu. Mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal og stendur frá 27. mars til 2. apríl. Mótherjar Íslands eru S-Kórea, S-Afríka, Nýja-Sjáland og Rúmenía. Eistland átti einnig að mæta til leiks en dró sig úr keppni í haust. Ísland hefur lagt allar þessar þjóðir að velli nema Suður-Kóreu. Fjögur lið börðust um Íslandsmeistara- titilinn í kvennahokkíinu í vetur. Skautafélag Akureyrar stóð uppi sem sigurvegari eftir úr- slitarimmu við lið Bjarnarins í Reykjavík. Margrét Ólafsdóttir, stjórnarkona í Ís- hokkísambandi Íslands og formaður kvenna- nefndar sambandsins, segir að það hafi verið söguleg stund þegar sýnt var beint á sjón- varpsstöðinni N4 frá lokaleik úrslitaseríunn- ar en á sjálfan leikinn mættu um 240 áhorf- endur, sem var met. Að sögn Margrétar hefur verið mikill uppgangur í kvennahokkíinu síðustu fimm ár. Í fyrrahaust fjölgaði liðum í fjögur eftir að hafa verið tvö árin á undan. Þar með voru kvennaliðin orðin jafnmörg og karlaliðin í hokkíinu. „Það eru bjartir tímar fram undan hjá stelpunum,“ segir Margrét. „Margar ungar og mjög flinkar stelpur eru á leið upp í meistaraflokk hjá félögunum. Við vorum mjög ánægð hjá Íshokkísambandinu þegar náðist að tefla fram fjórum liðum bæði í karla- og kvennadeild.“ Það eina sem stendur í veginum fyrir frekari framþróun er skortur á skautasvellum. Síðasta Heimsmeistaramót var haldið í Rúmeníu en þá kom íslenska liðið verulega á óvart og vann alla leiki sína á mótinu. Lagði það meðal annars þjóðir sem það hafði tapað stórt fyrir áður. Töluverð endurnýjun hefur orðið í leikmannahópnum síðan í síðustu keppni en alls eru sjö nýliðar í liðnu sem mætir til leiks í þetta skiptið. Liðið telur 20 leikmenn, 18 útispilara og 2 markmenn en þjálfarar eru Sarah Smiley og Helgi Páll Þórisson. Stelpurnar í landsliðinu eru klárar í slaginn og Margrét hvetur alla til að koma og standa með þeim, þetta sé frábært tækifæri til að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt.  Kynning ÍshoKKÍ hjá Birninum Ætlum að verja titilinn  Kynning KvennahoKKÍið á fleygiferð Margrét Ólafsdóttir, stjórnarkona í Íshokkísambandi Íslands og formaður kvennanefndar sambandsins. Íshokkísambandið stendur fyrir sér- stökum stelpuhokkídögum einu sinni til tvisvar á vetri, bæði í Reykjavík og á Akureyri, til kynningar á íþróttinni. Um aðra helgi, laugardaginn 2. apríl, er komið að höfuðborginni, en þá verður stelpuhokkídagur í Skautahöll- inni í Laugardal milli klukkan 14 og 16. Frítt er fyrir stelpur en leikmenn úr kvennalandsliðinu munu leiðabeina þátttakendum og má bóka að mikið fjör verði á svellinu. Stelpuhokkídagar eru skipulagðir af kvennanefnd Íshokkísambandsins í samvinnu við félögin á hverjum stað. v ið vorum sterkar síðast og erum enn betri núna,“ segir Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir, leikmaður Bjarnarins og landsliðskona í íshokkí, spurð hvernig Heimsmeistarmótið fram undan leggist í hana. „Við erum á heima- velli og ætlum að verja titilinn og fara upp um deild, engin spurning.“ Steinunn Erla er framherji og einn af lykilmönnum hjá sínu félagsliði og landslið- inu en með því vann hún til gullverðlauna á Heimsmeistaramótinu í Rúmeníu 2008. Hún er framherji og var valin íshokkíkona ársins 2009. Steinunn hefur leikið fyrir Björninn und- anfarin fjögur ár en hún er uppalin á Akur- eyri og varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skautafélagi Akureyrar áður en hún flutti suður. Hún hefur líka leikið hokkí utan Íslands; spilaði eitt sumar fyrir Sid- ney Bears í Ástralíu og hálft tímabil með danska liðinu Amager Jets í Danmörku. Björninn lék til úrslita á Íslandsmótinu í vetur en Skautafélag Akureyrar stóð þar uppi sem sigurvegari. Steinunn er aðstoðarþjálfari 5. flokks Bjarnarins, en þar eru krakkar fæddir 1998, 1999 og 2000. Stelpur og strákar æfa saman þar til þau verða tólf ára og Stein- unn segir að hún sé með fimm hörkugóðar stelpur í flokknum sínum. Steinunn var markahæsti leikmaður Ís- landsmótsins fyrir tveimur árum og ætlar að sjálfsögðu að reyna að setja þau sem flest á Heimsmeistaramótinu sem hefst um helgina. Helgina þar á eftir verður hún svo mætt á stelpuhokkídaginn í Skautahöll- inni í Laugardal þar sem verða örugglega komnar saman einhverjar af landsliðskon- um Íslands í framtíðinni. Björninn býður upp á æfingar fyrir unga iðkendur á breiðu aldursbili – og auðvitað eldri iðkendur líka. Það er aldrei of seint að byrja. Nánari upplýsingar er að finna á bjorninn.com Erla Sigurgeirsdóttir, leikmaður Bjarnarins og landsliðskona í íshokkí. Heimsmeistaramót í Laugardalnum Stelpuhokkídagur 2. apríl Íshokkílandsliðið eins og það var skipað árið 2010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.