Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 25.03.2011, Qupperneq 54
Í síðustu viku voru Man Asíu-verðlaunin veitt kínverska höfundinum Bi Feiyu fyrir skáldsöguna Þrjár systur. Verðlaunin nema þrjátíu þúsund bandaríkjadölum. Bi er þriðji skáldsagnahöfund- urinn frá Kína sem vinnur til þessara verðlauna sem nú eru veitt í fjórða sinn fyrir skáldsögu á ensku, frumsamda eða þýdda. Allar voru þýddar af Howard Goldblatt sem er einn virtasti þýð- andi úr kínversku á okkar dögum. Bi er fæddur og alinn upp í Jiangsu en hann er allt í senn blaðamaður, skáld og handritasmiður. Hann hefur hlotið ýmsan sóma fyrir verk sín. Ein skáldsaga hans, Massage and The Moon Opera, er einnig til í enskri þýðingu. Bi átti hlut að handriti leikstjórans Zhang Yimou að kvikmyndinni Shanghai Triad. Þrjár systur segja fjölskyldusögu á tíma menningarbyltingarinnar. Bóndahjón eiga sjö dætur og einn son og því fólki fylgir sagan frá sveit til borgar. -pbb Bókaverðlaun í Asíu  Bókardómur djöflakrossinn jo nesBö É g geri fastlega ráð fyrir að for­hertir aðdáendur Jos Nesbö hafi hlaupið til í vikunni og náð sér í nýprentaða þýðingu Bjarna Gunnars­ sonar á Djöflakrossinum, eins og hann þýðir Marestjerne. Þetta er þriðja sagan um Harry Hole sem kemur út hjá Upp­ heimum, fimmta sagan í bálkinum, sjálf­ stætt framhald af Nemesis og hér lýkur raunar þríleik sem samanstendur af þessum þremur sögum sem komnar eru íslenskaðar. Hafir þú, lesandi góður, náð svona langt þarftu að vita að Jo Nesbö er firna­ snjall krimmakóngur í Noregi, svo að við höldum okkur við kónga­ og drottn­ ingatal íslenskra úgefenda. Nesbö fer fram með hverri sögu en bækur hans um fylliraftinn Harry Hole eru nú orðnar ... jú, átta og sú níunda kemur út í júlí. Við eigum eftir að fá þýðingar á Frelsar­ anum, Snjókarlinum og Stálhjartanu – og svo júlí­útgáfunni. Og svo náttúrlega sögurnar fyrstu tvær frá Ástralíu og Taílandi. Nesbö er flinkur krimmahöfundur. Harry Hole er að vísu nokkuð mikill klisjukarl en margar smærri persónur eru vænar, atmosferan sem hann byggir upp, eins og til dæmis lýsing á sjoppu­ karli í raftækjabúð í þessari sögu, er skemmtileg. Hann dregur fram marg­ víslegan bakgrunn hjá stórum hópi, er blessunarlega laus við heimilisvandann sem hrjáir marga söguþræði norrænna krimma og það er yfirleitt alltaf eitthvað grunnelement í plottinu sem er áhuga­ vert, oft byggt á einhverjum sérfræði­ grunni sem er sannfærandi og gerir söguna sannferðugri fyrir heimskan afþreyingarlesanda eins og mig. Svona svipað og ættartala í Íslendingasögu – já, hann var skyldur þessum. Þá er allt miklu ljósara. Hér staldrar hann við þann sið að blanda hári í steypu sem bindiefni og um leið þá hjátrú að skella með blóði. Þarf að segja meira? Bækur Nesbös eru að lengjast. Hann er tekinn að senda frá sér nýja bók á mörgum tungumálum nær hvert ár og þá fer að líða að því að endurtekningin fari að gera vart við sig með greinilegri merkjum en áður. Á sama tíma er hann að skrifa barnabækur um herra Prump og heldur fram hjá með spennusögum af öðru tagi. Svo er sögumagnið orðið slíkt að hann getur bráðum hætt. Það var keppt um að ná réttinum að Harry fyrir Ameríku og þangað er hann kominn en verður lítið úr: Upplýsingamagnið í sögunum gerir það að verkum að erfitt er að þynna plottin að bíóþræði, þetta eru sögur og veita lesandanum nautn því þykkt er á stykkinu. Þegar frá er litið er strúktúrinn í sögunum sá sami, loka­ hnykkurinn kemur alla jafna á óvart og getur teiknað sig á nokkra tugi blað­ síðna. Undanfari endapunktsins er venju­ lega höndlaður þannig að spenna hrindir mönnum af stól. Nú, svo eru þessar sögur ekki fortíðarlausar: saga Noregs, saga hverfa í Ósló, þróun í vopnum, skuggi fasismans; margt er dregið inn í umhverfi sögunnar. Þess vegna er Nesbö eitt það besta sem má hafa af norrænum afþreyingar­ sögum um þessar mundir þótt ýmis merki séu um að Nesser, Läckberg, allir Danirnir (af þeim er Adler­Olsen flottast­ ur) og hvað þeir heita nú allir komi hratt upp að honum og úr fjarska koma suður­ evrópsku höfundarnir. Okkur glæpa­ sagnalesendum er óhætt. Við erum óhult með feita bók í hönd.  djöflakrossinn Eftir Jo Nesbö Bjarni Gunnarsson þýddi 475 bls. kilja Uppheimar 2011 38 bækur Helgin 25.-27. mars 2011  sjónvarp rushdie skrifar um new York Einn helsti leiðtogi hægri manna vestanhafs, Sara Palin, réðst nýlega að styrktarkerfi menningar og lista þar í landi, The National Endowment of the Arts. Sem hún vildi áköf skera niður alveg. Fyrst og fremst fyrir þá sök að 15 milljónir Bandaríkjamanna væru án atvinnu og ríkinu bæri ekki að styrkja menningu og listir við þær aðstæður. Í LA Times var Palin bent á eftirfarandi: „Í raun standi „non-profit“ og menn- ingariðnaðurinn fyrir 5,7 milljónum starfa og velti 166,2 billjónum.“ -pbb Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Á tíma þöglu myndanna voru textaskilti fastur liður í myndmálinu. Með réttum blæbrigðum í orðum og stíl, jafnvel letri, mátti sýra upplifun áhorfandans á þeim tíma þegar skólaganga var orðin almenn og læsi algengt. Íslenskir textar opnuðu fjölda bíógesta leið að tali kvikmyndanna og þegar sjónvarp kom til varð það lagaleg skylda að texta allt efni - nema það íslenska þótt vitað væri að stór hluti áhorfenda væri með sljóa heyrn. Þeim minnihlutahópi var fyrst farið að þjóna með textavarpi. Nú eru bandarísk sjónvarpsfyrirtæki farin að nota texta ofan á mynd sem tæki til að þjóna áhorfendum. Í borða er bætt í þráðinn eða rifjað upp fyrir þá sem hafa mist úr. Einkum er þetta gert við þáttaraðir sem eru með flóknum þræði og lymskulegum plottum sem erfitt er að ráða í á köflum. Enda hví skyldi textastrimill inn ekki geta þjónað sögunni ef vel er á haldið? Læsi á mynd- miðlana er að breytast hratt og þegar samkeppni um athygli er hörð er gripið til allra ráða til að halda áhorfendum inni. Líka með lesleiðbein- ingum. Raðir sem eru fyrstar til að birta svona textaskýringar eru líka flókin verk á borð við Lost og Damages. -pbb Textinn hefur innreið sína Sjónvarpið kallar Holu-Harri og brögð hans Jo Nesbö er firnasnjall krimmakóngur í Noregi. Bækur hans um fylliraftinn Harry Hole eru orðnar átta og sú níunda kemur út í júlí í heimalandinu. Þrjár hafa verið þýddar á íslensku. Upp- lýsinga- magnið í sögunum gera það að verkum að erfitt er að þynna plottin að bíóþræði, þetta eru sögur og veita les- andanum nautn því þykkt er á stykkinu. niður með óþarfa menningu Bi Feiyu Ljós- mynd/ Nordic Photos/ Getty Images Tilkynnt var í liðinni viku að rithöfundurinn Salman Rus­ hdie væri nú sestur að skriftum fyrir sjónvarpsþáttaröð. Vinnuheiti á seríunni er Next people. Það er Showtime kapalstöðin sem framleiðir seríuna en Rushdie fær kredit sem framleiðandi. Showtime hefur á liðnum misserum glatt áhorfendur með röðum á borð við The Tudors og hina blautu þáttaröð Californication. Ekki að siðir Hinriks áttunda hafi verið kynlausir heldur. Með Showtime, sem hefur 16 millj­ ónir heimila sem áskrifendur, verður meðframleiðandi að verkinu Working Title Television. Af alkunnu lítillæti segist Rushdie ekki skrifa prufuþátt en vonir standa til að handrit hans að upphafsþætti leiði til frekari framleiðslu sem er þó ekki víst. Skáldsögur, jafnvel smásög­ ur, verða oft að kvikmyndum. Kunnar eru sjónvarpsgerðir af stórum skáld­ sagnaverkum. Raðir á borð við Mad Man, Wire og Sopranos hafa mörg stílleg einkenni skáldsögunnar og handritshöfundar að þeim hafa flestir bakgrunn í skáldsögusmíði. David Simon, höfundur Wire, réð til verks við röðina höfunda á borð við George Pelecanos (Pacific), Dennis Lehane (Mystic River) og Richard Price (Clockers). Rushdie sækir efnivið í Next People til New York þar sem hann hefur búið á annan áratug. Hann er víða og oft áberandi í opinberu lífi þar um slóðir; hefur deilt við þá Don DeLillo og Paul Auster um hafnabolta og telst því innvígður í helgustu vé borgarinnar. Þá hefur Rus­ hdie verið vinsæll hjá slúðurdálka­skríbentum: Fjórða hjónaband hans með sjónvarpskonunni Padma Lakshmi endaði með látum 2007. Þá tók hann til sín Piu Glenn, 32 ára leikkonu sem flutti inn í fimm hæða slot hans í New York. Henni ku hann hafa sagt upp með tölvupósti fáum mánuðum síðar. Rushdie hefur ekki komið mikið nálægt kvikmynda­ gerð. Hann vann fyrir mörgum áratugum áhrifamikla heimildamynd um ferð um Pakistan og Indland. Einnig hefur hann komið að handritaskrifum vegna kvikmynd­ unar á verðlaunaverkinu frá 1981, Börnum miðnættis. Hennar er brátt að vænta undir heitinu Winds Of Change í leikstjórn Deepha Mehta. Showtime­þættir hafa einkum verið sýndir á Skjánum og því er líklegt að þar birtist Next People í fullnustu tímans. -pbb Jo Nesbö er ríkjandi konungur krimmanna á Norðurlöndum. Ljósmynd/ Håkon Eiksedal Salman Rush- die er farinn að skrifa sjónvarps- þáttaröð. Ljósmynd/ Nordic Photos/ Getty Images HELGARBLAÐ Dreifing inni í Fréttatímanum er leið til að koma bæklingnum þínum í hendur viðskiptavina. Hikaðu ekki við að leita tilboða. Verðið kemur á óvart. Þarftu að dreifa bæklingi? auglysingar@frettatiminn.is Sími 531 3310
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.