Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Side 56

Fréttatíminn - 25.03.2011, Side 56
 MatartíMinn Getur braGðskyn aukið þekkinGu okkar oG skilninG? þ að þarf ekki að útskýra kenningu Kirkegaards um endurtekninguna fyrir þeim sem hefur náð leikni í að baka brauð. Það er alveg sama hvað þú reynir; þú getur aldrei bakað sama brauðið tvisvar. Og einmitt vegna þess viltu helst engu breyta. Eftir margar tilraun- ir og ólík hráefni hneigistu til að nota aðeins hveiti, vatn og salt – og helst ekkert ger, heldur laðar fram bakteríurnar úr hveitinu, loftinu, af höndunum og ræktar súr og heldur í honum lífi svo lengi sem lifir. Og bakar sams konar brauð hvern dag sem aldrei bragðast eins, er sínýtt eins og sköpunarverkið og þú sjálfur. Hvort varð fyrr ferkantað, hugurinn eða mjólkin? Við borðum þrisvar á dag og það hefur mótandi áhrif á heimsmynd okkar og sjálfsmynd hvað við borðum. Ef við borðum lífvana iðnaðarmat sem alltaf er eins, á sér engar rætur í umhverfinu sem við lifum í og tekur engum breyt- ingum eftir árstíðum, mótast innra með okkur lífvana módel- heimur gervigreindar, samsettur úr útskýranlegum, óbreytanleg- um einingum – vörum. Þetta er náttúrlega ósönnuð dellukenning – en það er ekki við okkur að sakast. Ástæða þess að menn hafa ekki kannað áhrif matarneyslu á heimsmynd okkar er að maðurinn hefur alltaf viljað vera andi hafinn yfir líkamann. Honum finnst því hugmyndin um að matarneyslan móti hug- myndirnar ógeðfelld. Þetta hlýtur að vera öfugt. Komum við ekki úr sveitinni, urðum ferköntuð í hugsun og vildum að mjólkin bragðaðist alltaf eins? Eða urðum við ferköntuð í hugsun af því að mjólkin var gerilsneydd og fitu- sprengd – mjólkurdjús? Eldað í unglingaherberginu Ferran Adrià, matreiðslumaður á El Bulli, býr til sýndarmat handa sýndarveruleika. Hann er kokkur tölvuleikjakynslóð- arinnar. Hann er skapari síns himins og sinnar jarðar. Þar er blómkálið froða, kaffið reykur og edikið grýlukerti. Mólikúl- eldhúsið er enn ein sönnun þess að unglingaherbergið drottnar yfir menningu okkar; sjálfmiðað stærilæti, bernskt ofmat á mætti nýjunga. Þeir sem duga ekki bækurnar eða tónlistin eða galleríin geta áttað sig á þessu með hníf og gaffli – ef ekki á El Bulli þá á öllum þeim stöðum sem reyna að apa upp eftir Adrià. Ræktaðu eyrað og tunguna Þú getur þjálfað upp eyra þitt svo að það fái notið betur tónlistar. Það mun ekki aðeins veita þér lífsnautn og fyllingu heldur líka opna augu þín, víkka skynjun og dýpka heimsmynd. Ef þú fóðrar hins vegar eyrað á þrástagli miss- irðu af stórum hluta lífsins. Þú minnkar heiminn. Það sama á við um bragð- og lyktarskyn. Án ræktarsemi og alúðar senda þessi skynfæri þér alltaf sömu gömlu tugguna að vinna úr og veröldin verður svo fyrirsjáanleg og dauf. Og áður en þú veist af ertu farinn að borða prósak í von um að það hjálpi þér að lifa við grámann. Einhvern tímann verður það sannað að þeir sem borða bragð- daufar orkustangir og litlaust hrökkbrauð úr lífrænu spelti fái fljótt smekk fyrir bragðdaufri íhugunartónlist og litlausum jogginggöllum úr lífrænni baðm- ull. Hin holdlega skynjun  þau eru fiMM stiGveldi skynfæranna  Molar táknhlaðin bröGð oG önnur bröGðótt Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 40 matur Helgin 25.-27. mars 2011 Eins og sum tónlist getur verið prógrammúsík – verið lýsandi um atburði, sögu, landslag eða veðrabrigði – getur bragð af mat líka vakið minningar eða verið lýsandi með öðrum hætti. Skýr- asta dæmi þess eru ostrur. Sagt er að þær bragðist eins og hafið. Þær eru þó ekki saltar eins og sjór heldur bragðast þær eins og lyktin niðri við ströndina þegar vindur stendur af hafi og ber með sér ferskan ilm af einhverju seiðandi, einhverju fjarrænu og loforði um annars konar líf; fyllra, dýpra og ómstríðara. Vatnið er óreiðan, hafið undirmeðvitundin og ostrur því tengdar tilfinningum, ástríðum og kynlífi. Villtir sveppir bragðast eins og rakur skógurinn að hausti; dimmur og dulúðugur, háskalegur og dulinn ljósinu. Að sumir sveppir séu eitraðir eða geri menn sturlaða er ómissandi undirtónn bragðsins. Þetta er hálfforboðin fæða á mörkum hins upplýsta heims og hins dimma og villta. Sá sem hættir sér of langt ratar ekki til baka. Hvítt te bragðast eins og heiðríkja. Það er ógerjað og ferskt. Blátt te er hins vegar hálfgerjað og bragðast eins og moldin. Á meðan hvítt te lyftir andanum, jarðtengir bláa teið líkamann. Svart te og hálfgerjað te frá Formósu (yfir 70 prósent gerjað) hefur hvorugan þessara eiginleika. Það er eins og borgin; hentugt en hvorki djúpt né skýrt. Bragðið af villibráð kemur að hluta til af eiginleikum kjötsins en að hluta til af verkun. Villibráð er látin hanga lengur en ræktað kjöt og fær því dýpra og þrosk- aðra bragð – ekki vegna þess að kjötið krefjist þess heldur fyrst og fremst til að uppfylla hugmyndir okkar um villt líf handan skipulags og reglu. Það er bragðmeira og kröftugra, holdlegra og á mörkum þess að vera skemmt. Hrökkbrauð bragðast eins og ryk á skriftastól. Það er tákn afneitunar þar sem lífið er óhreint og spillt. Mark- miðið er að sigrast á líf- inu; geðsveiflum og löngun, bragði og angan. Rannsóknir sýna að líkamsæfingar auka lyst á söltum mat. Ástæðan er sú að salt bindur vatn í líkam- anum og sá sem er vel birgur af vatni þolir betur æfingarnar. Af sömu ástæðu eykur salt líkams- þyngd. Og þar sem flestir sem djöflast í líkamsræktarstöðvunum vilja léttast veldur saltlöngunin tog- streitu milli náttúrulegrar skynsemi bragðlaukanna og forheimskunar menningarlegrar innrætingar. Að gleypa í sig heiminn Bragð vonar, uggs og þrauta Eins og þið lærðuð ung, eru skynfærin fimm: sjón, heyrn, snerti-, bragð- og lyktarskyn. Þetta eru þau tæki sem við höfum til að skynja veröldina sem við lifum í. Upplýsingar frá skynfærunum fara síðan í gegnum tilfinningar, vits- muni og dómgreind og móta heimsmynd okkar, sjálfsmynd, vilja og von. Við get- um lifað vitsmunalífi þótt við missum eitt eða fleiri skilningarvit en okkur er ekki kunnugt um neinn sem hefur misst þau öll né hvernig honum kynni að hafa farn- ast. Við munum ekki eftir neinu athyglis- verðu sem sagt hefur verið um vitundarlíf þess sem ekkert gæti séð eða heyrt, ekk- ert snert eða smakkað og enga fundið lyktina – hins ágæta heila í krukku. En skilningavitin hafa ekki verið jafnsett í sögunni. Á meðan háleitar hugmyndir, tilfinningarík tjáning og innblásin fegurð hafa verið sett upp fyrir sjón og heyrn hefur bragðið, lyktin og snertingin fremur til- heyrt holdinu, hinum dýrslega hluta mannsins. Þegar Wagner taldi sig hafa búið til hina altæku og fullkomnu list með tónlistar-leikhúsi, þar sem fagur og viturlegur texti tók flugið á vængum tónlistar, innrammaður í myndlist sviðsins, fékk áhorfandinn ekk- ert að bragða eða lykta af og eina snerting- in sem hann fann var við harðan bekkinn sem skarst inn í bakið og veitti rassinum engin grið. Wagnar trúði því að það yki á unað sjónar og heyrnar að misþyrma hin- um skilningarvitunum; halda djöflinum á mottunni. Þessi náttúra bragðs og lyktar er enn á lífi. Það er orðinn heill iðnaður að espa upp kynóra miðaldra kvenna með sögum af munúðarfullu súkkulaði og rökum ostrum, spriklandi undan smákreistu úr sítrónu. Undir þessu hvíla miðaldalegar hugmyndir um taumhald hinna holdlegu fýsna. Bragðið af matnum er þá eins og söngur sírena, sem vilja tæla okkur af hinni dygðum prýddu braut. En maturinn er of stór þáttur í lífi okkar til að leika slíkt hlutverk. Og hann getur upplýst okkur og frætt, tælt og skelft – ef við aðeins leggjum bragðlaukana við. Og þar sem við borðum hið minnsta þrisvar sinnum á dag er margt sem við getum lært. Bragðskynið getur opnað augu okkar fyrir sögunni, sköpunarverkinu og samtímanum – ekki síður en önnur skynfæri. Matur Um leið og hún bítur í spægipylsuna rennur upp fyrir stúlkunni að flest það fagra í matargerð varð til þegar fátækt fólk fann leiðir til að nýta lakari bitana sem hrundu af borðum hinna ríku. Hún skynjaði hvernig natni og tími hafði umbreytt kjötinu í eitthvað annað og meira. Og hún áttaði sig á að án fitunnar hefði spægipylsan ekki náð þessum hæðum. Henni varð hugsað til skólabjúgans í mötuneytinu, sem er aðeins sjö prósent fita. Hvað er nú það? Á ég að neita mér um hámenningu kjötvinnsl- unnar af því að mamma er enn í sömu megrun og hún fór í 17 ára; heldur að hún verði feit af því að borða fitu? Þessu velti stúlkan fyrir sér um leið og það rann upp fyrir henni að kúltúrleysið í mötuneytinu er ekki frávik í skólanum. Ómerkilegur maturinn er afleiðing sömu gervigreindar og hríslast um samfélagið og mótar skólann. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Ostrur eru smakk af lífinu sem bíður fyrir handan hafið – ef við létum af því að fara og skilja raunirnar eftir. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Richard Wagner spilaði á sjón og heyrn og flaug hátt yfir bragð, lykt og snertingu. Wagner var karl. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Bók Lauru Es- quivel, Krydd- legin hjörtu, er ein margra eftir konur um seiðmagn ástar og matar. Matjurtir og krydd Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is SumarhúSið og garðurinn Auður I. Ottesen Jón Guðmundsson Matjurtaræktun Námskeið tvö þriðjudagskvöld 29/3 og 5/4 kl. 19:00 - 21:30. Kryddjurtaræktun Námskeið þriðjudag 5. apríl kl. 17:00 - 18:30. Ath: Síðustu námskeið vetrarins. Námskeiðin eru haldin í Grasagarði Reykjavíkur. Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.