Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Síða 58

Fréttatíminn - 25.03.2011, Síða 58
Bandaríkin Yfir 90% af vínum framleiddum í Bandaríkjunum koma frá Kaliforníu en Washington- og Oregon-fylki framleiða líka fantagóð vín. Flestallar rauðvíns- þrúgur eru ræktaðar þarna en Cabernet Sauvignon, Merlot, Pinot Noir og Zinfandel hafa náð miklum vinsældum í Kaliforníu. Argentína Eftir að hafa í mörg ár framleitt mest ódýr vín í miklu magni fyrir heima- markaðinn eru Argentínumenn farnir að einbeita sér að meira gæðavíni til útflutnings. Argentína snýst um rauðvín og aðalþrúgan er Malbec; 75% af allri vínframleiðslu fer fram í Mendoza-hér- aðinu. Suður- Afríka Vínræktin í Suður-Afríku er öll á stóru svæði í kringum Höfðaborg í suðvesturhorni landsins. Þar ríkir fullkomið Miðjarðarhafsloftslag og aðstæður eru allar hinar bestu til vínræktar. Helstu rauðvínsþrúgur eru Cabernet Sauvignon, Shiraz og Pinotage. KWV Roodeberg Blanda úr Cab. Sauv., Merlot og Shiraz 2008 Verð 2.498 kr. Jarðtónað með ávöxtum og smá kryddi, bragðgott. Þetta er 2. deildar vín að reyna að komast upp um deild en vantar aðeins upp á fágunina til þess. 42 matur og vín Helgin 25.-27. mars 2011 Nýi heimurinn sækir í sig veðrið S aga vínsins er lengri en menn geta sagt til um með vissu og líklegt má telja að í einhverri mynd hafi drykk- urinn fylgt manninum allt frá fyrstu menningarsamfélögunum. Fönikíu- menn og síðar Grikkir þróuðu svo vínið í það form sem við könnumst við í dag og með þeim barst það fyrst til Evrópu löngu fyrir daga Krists. Róm- verjar, sem fylgdu í kjölfarið, elskuðu Rauðvín Nýja heimsins Fréttatíminn fór á stúfana og fann nokkur góð rauðvín frá löndum Nýja heimsins til að smakka og meta. Allt eru þetta vín sem standa okkur til boða í Vínbúðunum og eru á verðbilinu 2.000- 3.000 kr. sem eru sirka mörkin á því þegar vínið fer að innihalda eitthvað meira spenn- andi en bara áfengi. vín og á þeirra tímum urðu til öll helstu vínsvæði Evrópu og við Miðjarðarhafið eins og við þekkjum þau í dag. Þessi svæði ganga því undir nafninu Gamli heimurinn á vínmáli. Vín ræktuð í Nýja heimin- um koma því frá Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Suður-Afríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Eigin- lega ætti að kalla þetta nýlendu- vín því þetta eru allt lönd sem Evrópubúar tóku sem nýlendur og fluttu með sér þangað ekki bara vínmenningu sína heldur líka evrópska vínviðinn. Vínræktun í Nýja heim- inum náði svo ágætis árangri á 19. öld en lagðist í dvala eftir ýmis áföll eins og útbreiðslu phylloxera- lúsar- innar sem Chile Það er gríðarleg gróska í vínræktun í Chile og ekki er ólíklegt að maður fái mikið fyrir peningana í víni þaðan. Carmenere er þeirra helsta þrúga og er stundum blönduð með hinni helstu þrúgunni, Cabernet Sauvignon, en Merlot og Syrah eru einnig útbreiddar. Ástralía Frá miðjum tíunda áratugnum hefur orðið sprenging í vínútflutningi frá Ástralíu; áströlsk vín eru nú þau mest innfluttu í Bretlandi og á góðri leið með það í Bandaríkjunum. Ástralar eiga marga færustu víngerðarmenn heims og hafa náð frábærum árangri í að fjöldaframleiða gæðavín. Þeirra helsta rauðvínsþrúga er Shiraz þó svo að þeir séu einnig duglegir að rækta Cabernet og Pinot Noir. eyðilagði vínekrur úti um allan heim og í Bandaríkjunum gerðu bannárin nánast út af við víniðnaðinn. Það eru því í raun ekki meira en 30-40 ár síðan vín frá Nýja heiminum fóru virkilega að láta að sér kveða. Fyrst voru það bandarísk vín frá Kaliforníu sem brutu ísinn með því að sigra frönsk vín í frægri keppni í París árið 1976. Í kjölfarið komu svo fleiri nýjaheimslönd sterk inn á markaðinn og þá helst Ástralía, Chile, Argentína, Suður-Afríka og Nýja-Sjáland. Víngerðarnálgun þessara tveggja heima er líka mis- munandi. Á meðan víngerð í Evrópu byggist á gömlum víngerðarhefðum, jarðvegi og umhverfi og hver vínekra er yfirleitt lítil og með sín eigin séreinkenni, er miklu meira um stærri vínframleiðendur í Nýja heiminum sem hafa náð góðum tæknilegum tökum á vínrækt þar sem þeir rækta á stórum svæðum og framleiða þannig góð vín ár eftir ár. Auk þess er eitt helsta einkenni nýjaheimsvína að þrúgur þeirra vaxa yfirleitt í heitara loftslagi og fyrir vikið eru vínin oft þorskaðri, ávaxtarík- ari og áfengari en vín Gamla heimsins. Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2008 Verð: 2.699 kr. Frábært vín frá Concha y Toro. Mikill en ýkjulaus ávöxtur og tannín í full- komnu jafnvægi og endar í súkkulaðitónum. Þetta er vín sem á að drekka núna. Vina Maipo Gran Devocion Syrah/Petite Syrah 2008 Verð: 2.899 kr. Þetta er alveg úrvals- deildarvín. Þroskað með rós í lyktinni, dökkum ávexti og krydduðum keim. Skemmtilegt. Escudo Rojo Blanda úr fjórum þrúgum 1.999 kr. Dökk ber og kirsuber; sýra og tannín. Ágæt uppbygg- ing. Miðlungsvín Trio Reserva Concha Y Toro Blanda af Merlot, Carmenere, Cabernet Sauv. 2009 Verð 1.999 kr. Skemmtilega þétt með ánægjulegri fyllingu, mikið af plómu og smá pipar. Safaríkt og bragð- mikið vín með mjúkum tannínum og ögn af kaffi í eftirbragðinu. Climbing Shiraz 2006 Verð: 2.698 Þetta er shiraz-legur shiraz, líflegur og kryddaður. Sýran er greinileg en í ágætu jafnvægi við sætuna frá dökkum ávexti. Ágætis vín og flottur miði. Lindemans Bin 50 Shiraz 2009 Verð: 2.298 kr. Svolítið eins og kon- fektkassi sem búið er að hræra í. Sætt með kirsuberjum og smá beiskju í endann. Reynir aðeins of mikið og endar í miðl- ungsklassa. Jacob’s Creek Reserve Vintage Shiraz 2007 Verð: 2.999 kr. Þetta er fágaður shiraz. Frábær lykt, plómur og dökk ber. Milt og mjúkt og langt eftirbragð. Fantagott vín. Hayes Ranch In the saddle Cabernt Sauvignon 2007 Verð: 2.535 kr. Mikill ávöxtur í lykt og bragði, sterk kirsuber og mjúk tannín. Gjörólíkt hefðbundnum Cabernet. Spennandi vín. Columbia Crest Grand Estates Merlot 2007 Verð: 2.597 kr. Létt með góð tannín og smá lakkrís, fágað. Frábært vín fyrir þetta verð. Amalaya Malbec-blanda 2009 Verð: 2.489 kr. Ferskt með blómaangan og ávexti. Þetta vín kemur skemmtilega á óvart og er vel þess virði að prófa. Það fæst heilmikil stemning fyrir peningana. Trivento Coleccion Fincas Malbec 2007 Verð: 2.298 kr. Dökkur ávöxtur, plómur og dökk ber; þurrt. Það kemur skemmtilega á óvart hvað það er þó milt miðað við hvað það er dökkt. Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.