Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Page 60

Fréttatíminn - 25.03.2011, Page 60
44 fermingar Helgin 25.-27. mars 2011 ÍS L E N S K A S IA .I S 5 37 59 0 3/ 11 BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF PANTAÐU FERMINGARGJÖFINA Á WWW.ICELANDAIR.IS GJAFABRÉF ICELANDAIR GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FUGFAR TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA Í EVRÓPU OG NORÐUR-AMERÍKU ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að viðskiptavinir Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi. Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. + www.icelandair.is Ekkert sérstakt á óskalistanum Bjarki Ólafsson fermist 3. apríl næstkomandi. Lífleg veisla með lifandi tónlist Melkorka Davíðsdóttir Pitt fermist 17. apríl næstkomandi. „Eftir fermingarathöfnina, sem fer fram í Dómkirkjunni, mun ég bjóða gestum heim. Ég ákvað að hafa franskt þema vegna þess hve hrifin ég er af Frakklandi. Maturinn er góður þar, frönsk fatahönnun flott og tónlistin ekki síðri. Við ætlum að hafa þetta líf- lega veislu með lifandi tónlist og fleira. Við höfum fengið Brynhildi leikkonu til að syngja nokkur frönsk jazz-lög eftir fræga söngkonu og svo munu systir mín og frændi einnig syngja frönsk lög sem þau lærðu í skólanum. En það er ennþá margt í bí- gerð. Gestalistinn er ekki enn tilbúinn, boðskortin, sem ég hanna sjálf, eru alveg að verða tilbúin og kjóllinn hefur ekki enn verið keyptur. Ég býst við að hann verði þó eitthvað í stíl við þema veislunnar.“ -kp „Fatnaðinn sem ég mun fermast í keypti ég mest í Jack and Jones. Skyrta, golla og spariskór. Svo keypti mamma dökkbláar gallabuxur í H&M sem ég mun klæðast. Athöfnin verður í Háteigskirkju og veislan í Lions-salnum í Sóltúni 20. Við mamma ákváðum í sam- einingu skreytingar, veitingar og fleira og litaþemað verður blátt. Fimmtíu boðskort, sem gerð voru af Pixlar, voru send út og þetta verður vonandi stórskemmtileg veisla. Ég hef ekki mikið pælt í hvers ég óska mér í fermingargjöf en ætli það séu ekki peningar sem ég vonast helst til að fá. Það væri jafnvel ekkert verra að fá fartölvu, iPad eða eitthvað því um líkt.“ -kp „Þetta er allt að verða tilbúið. Við erum búin að vera á fullu að undirbúa, ég og foreldrarnir, og þetta er allt að smella saman. Athöfnin verður í Mosfellskirkju en veislan haldin í sal í Kópavogi þar sem vinir mínir og vanda- menn koma saman. Litaþemað verður grænt og bleikt og við erum búin að kaupa megnið af borð skrautinu. Gestalistinn er ekki alveg tilbúinn en ég er að leggja lokahönd á hann í samráði við foreldra mína og boðskortin verða líklega send út um helgina. Kjólinn sem ég mun klæðast keypti ég í Top Shop í London. Hann er dökkblár og hnésíður. Rosalega flottur. Óskalistann hef ég ekki ennþá sett saman, er ekki komin svo langt. Líklega eru það þó bara peningar sem ég væri helst til í að fá.“ -kp Boðskortin send út um helgina Diljá Björt Stefánsdóttir fermist 1. maí næstkomandi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.