Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 25.03.2011, Qupperneq 62
46 fermingar Helgin 25.-27. mars 2011 Hárgreiðslan heldur ýkt Embla valdi kjólinn í samráði við mömmu. „Mér fannst ég ekki tilbúin að ákveða hvort ég væri trúuð þegar ég var fjórtán ára,“ segir Embla Vigfúsdóttir vöruhönnuður sem fermdist borg- aralega 1.apríl 2001. „Ferming er alþjóðleg og stundum heldur fólk að hún tengist aðeins kirkjunni. Þetta er vígsla inn í fullorðinsárin. Kjólinn sem ég klæddist valdi ég í samráði við mömmu. Við fórum í Kringluna og fundum vínrauðan flauelskjól. Hárgreiðslan var heldur ýkt og ég fór til hárgreiðslukonu sem vandaði hana vel. Þetta var í lok þess tíma sem fermingargreiðslur skiptu öllu máli. Blóm, krullur og allur pakkinn. Efst á óskalistanum var utanlands- ferð til Bandaríkjanna. Mamma og pabbi uppfylltu þá ósk og ég fékk í kjölfarið nóg af ferðadóti frá hinum og þessum. Svo fékk maður að sjálfsögðu mikið af skartgripum og peningum. Ég var mjög sátt við þetta allt saman.“ „Ég fermdist á svakalega fallegum hvítasunnu- degi árið 1996 á Ísafirði. Það var glampandi sól og við ákváðum strax eftir athöfnina að það yrði garðveisla,“ segir Greipur Gíslason, verk- efnisstjóri Hönnunarmars. Mamma hringdi í alla gestina og bað þá að koma með garðhús- gögn. Þetta var fjölmenn veisla sem heppnaðist gríðarlega vel. Fermingarmyndirnar voru teknar um kvöldið í kvöldsólinni þar sem fjölskyldan kom saman. Það var búið að ákveða að fara ekki til ljósmyndara vegna þess að maður er kannski ekki alveg í blóma lífsins á þessu aldursskeiði. Þessar fermingarmyndir þykir mér ægilega vænt um enn þann dag í dag. Fötin sem ég klæddist á fermingardaginn voru gömul föt af pabba sem hann hafði keypt um tvítugt. Þetta voru dökkfjólublá, teinótt föt, ótrú- lega flott en var aðeins breytt í takt við tískuna fyrir fermingardaginn. Eftir athöfnina notaði ég þau oft, hvort sem það var saman eða sitt í hvoru lagi. Frábær fatnaður. Ég hafði ekki óskað mér neins sérstaks í ferm- ingargjöf en fékk útilegudót, mikið af peningum og fallegar bækur. Það er ein bók sem ég held sérstaklega upp á. Það er matreiðslubók eftir Helgu Sigurðardóttur og mér þykir svakalega vænt um hana í dag þó að ég mæti hana kannski ekki alveg á fermingardaginn. Peningana sem ég fékk lagði ég til hliðar og notaði ekki fyrr en löngu síðar þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrir- tæki ásamt vini mínum. Fyrirtækið stendur enn þann dag í dag, en liggur þó aðeins í dvala um þessar mundir.“ -kp Fötin voru gömul af pabba Gestirnir komu með stólana með sér í garðveislu Greips Gíslasonar. Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Fermingahringir frá kr. 7000.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.