Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 2
Úr samningum Félags bóka- gerðarmanna Aðilar eru sammála um að vinna sameiginlega að því að tryggja fyrirtækjum og starfsfólki þeirra eins mikinn hluta og mögulegt er af þeim verkefnum, sem áfram verða fyrir hendi með tilkomu og beitingu nýrrar tækni. Fyrirtækin verða því alltaf að vera reiðubúin að tileinka sér nýjar tæknilegar aðferðir. Ella er hætt við auknu sístreymi verkefna burt til fyrirtækja utan iðngreinarinnar eða utanlands. Takmarkið er að halda öllum gangi framleiðslunnar innan fyrir- tækja, sem eru félagsaðilar F.Í.P. Þannig er óheimilt að taka til úrvinnslu eða afhenda til framhaldsvinnu verk, sem vernduð eru af iðnlöggjöfinni, nema unnin séu af útlærðum sveinum. Til styrktar þessu ákvæði skal stefnt að því að verkefnum, sem fyrirtæki innan F.Í.P. taka til framhaldsvinnu, fylgi upplýsingar um hvar verkefni séu unnin. Komi til álita, hvort um vanefndir þessa ákvæðis sé að ræða, skal kvörtunum komið til skrifstofa samn- ingsaðila sem jafni ágreininginn, sbr. ákvæði í 10. gr. félagslaga F.Í.P. sem hljóðar svo: „„Fyrirtæki innan samtaka F.l’.P. styðja hvert annað, eftir þvi sem þörf er á og geta leyfir. En óheimilt er að veita fyrirgreiðslur þeim fyrirtækjum, sem starfa að prentiðn eða hliðstæðum atvinnurekstri og standa utan samtaka F.Í.P. Aðilarnir skulu sameiginlega stuðla að góðum og hagnýtum fram- leiðsluháttum, og í því sambandi skal taka tillit til reynslu starfs- fólksins og álits þess á vinnuskilyrðum. Áður en tekin eru í notkun ný tæki, sem valda verulegum breyting- um á starfsháttum, skal trúnaðarmanni starfsfólksins veittar upp- lýsingar um fyrirhugaðar breytingar með minnst mánaðar fyrir- vara. Magnús Einar Sigurðsson, formaður Svanur Jóhannesson, varaformaður Sæmundur flrnason, ritari Þórir Guðjónsson, gjaldkeri Guðrún Guðnadóttir, meðstjórnandi: Baldur H. Aspar, meðstjórnandi Sveinbjörn Hjálmarsson, meðstjórnandu Varastjórn Arnkell B. Guðmundsson, Gutenberg Rafn Arnason, Oddi Grétar Sigurðsson, Edda Olafur Björnsson, Þjóðviljinn Úmar Franklinsson, ísafold Trúnaðarmannaráð: Arnkell B. Guðmundsson, Gutenberg Hjörleifur Hjörtþórsson, Gutenberg Ingibjörg Jóhannesdóttir, Bókfell Grétar Sigurðsson, Edda Erla Valtýsdóttir, Hólar Hafdis Jakobsdóttir, Arnarfell Úmar Franklínsson, ísafold Sölvi Úlafsson, Frjáls fjölmiðlun Gisli Elíasson, Morgunblaðið Almar Sigurðsson, Oddi Látinn félagi 0. Inga Th. Mathiesen fæddist 29. ágúst 1937 í Hafnarfirði. Hún varð félagi 13. desember 1983. Þann tíma sem Inga var í Félagi bókagerðarmanna vann hún í Fjarðarprent. Inga lést á Borgarspítalanum þann 17. febrúar 1985, á 48. aldursári. Tryggvi Þór Agnarsson, Hólar Jóhann Freyr Ásgeirsson, Oddi Jón Ágústsson, Lífeyrissjóður Jón Otti Jónsson, Gutenberg Úlafur Björnsson, Þjóðviljinn Emil Ingolfsson, Borgarprent Bergur Garðarsson, Frjáls fjölmiðlun Kristján Árnason, POB-Akureyri Varamenn: Magnús Friðriksson, POB-Akureyri Daníel Engilbertsson, Bokfell Lárus Gislason, Kassagerð Reykjavikur Annfinn Jensen, Skákprent Atli Sigurðsson, Morgunblaðið Styrkár Sveinbjarnarson, Oddi prentarinn.s Forsíða Nú er í fyrsta skipti birt lit- mynd á forsíðu Prentarans. Eins og lesendur sjá er jafn- framt nýmæli að birt er aug- lýsing á baksíðu blaðsins. Ákveðið var að gera tilraun með það á þessu ári að birta auglýsingar. Höfundur forsíðumyndarinnar, Sig- urður Þórir Sigurðsson, er lesendum blaðsins að góðu kunnur, en myndir hans hafa áður prýtt forsíður blaðsins. Sú mynd sem nú birtist heitir „Veröld okkar beggja“ og er stærð hennar 70x90. 2 PRENTARINN 1.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.