Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 15
í fyrsta lagifærir þingið þeim verka- lýðsfélögum og einstaklingum þakk- ir sem gerst hafa aðilar að tónskól- anum með árlegum styrk. í öðru lagi samþykkir þingið að veita Tónskóla S.D.K. árlegan styrk að upphœð kr. 15.000. I þriðja lagi hvetur þingið eindregið til þess að félög innan Alþýðusam- bandsins, ekki síst félögin í Reykja- vík, veiti skólanum árlegan styrk og einstaklingar gerist þátttakendur í Styrktarfélagi Tónskólans. “ Framhaldsstofnfundur Tónskólans var haldinn 29. nóvember 1964. Þá var samþykkt skipulagsskrá fyrir Styrktar- félagið og Tónskólann. Sú skipulags- skrá var síðan, að meginefni, staðfest af forseta íslands 15. september 1971. Umsókn um styrk til starfsemi skólans, sem send hafði verið Reykja- víkurborg og menntamálaráðuneyti, var synjað. Og mörg ár liðu þangað til skólinn fékk viðurkenndan rétt sam- kvæmt lögunum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Full rétt- indi fékk skólinn fyrst með nýjum lögum sem öðluðust gildi árið 1975. Þessi mynd er tekin fyrir mörgum árum í Tónskóla Siglufjarðar, en hann var kveikjan að Tónskóla Sigursveins. Á fyrstu starfsárunum bjó Tón- skólinn við mjög þröngan kost. Það þurfti að afla hljóðfæra, kennslutækja og fleiri nauðsynja. En erfiðasti þátt- urinn í uppbyggingu skólans var hús- næðismálin. í fyrstu fór kennsla að mestu fram á heimilum kennaranna, en að öðru leyti í leiguherbergjum sem til féllu.En árið 1971, eftir 7 ár frá stofnun skólans, varð breyting á þessu með kaupum á húsinu við Hellusund 7. Þá eignaðist skólinn samastað og þar hef- ur síðan verið miðstöð skólastarfsins. Næsti áfangi í húsnæðismálum skólans var bygging lausrar kennslustofu við Norðurfell í Breið- holti, árið 1977. Það húsnæði reyndist þó fljótlega of lítið og var þá hafinn undirbúningur að framtíðarbyggingu skólahúss fyrir Breiðholtssvæðið. Byrjað var á byggingunni við Hraunberg 2 í maí 1983. Húsið varð fokhelt í lok mars 1984 og er fyrsta áfanga byggingarinnar nú lokið. Byggingin við Hraunberg er mesta átakið, sem ráðist hefur verið í, til að leysa húsnæðismál skólans til fram- búðar. En svo er fyrir að þakka stuðn- ingi fjölmargra einstaklinga og sam- taka, þar á meðal verklýðsfélaga, að á s. 1. hausti tókst að taka þar í notkun 7 kennslustofur. Stuðningur verklýðsfélaganna hefur verið ómetanlegur fyrir skólann. Skól- inn hefur alltaf verið reiðubúinn til samstarfs við verklýðsfélögin um allt er varðar tónlistarfræðslu, innan þeirra marka sem skipulagskrá hans setur. Það væri verðugt verkefni og ánægjulegt, ef takast mætti að koma á fót slíku samstarfi báðum aðilum til gagns og menningarauka. Bygging húss Tónskólans við Hraunberg skapar, með auknu rými, skilyrði sem ekki voru áður fyrir hendi til aukinnar félagssamvinnu og menn- ingarstarfs. Skipulagsskrá Tónskolans og Styrktarfélagsins Það var Guðni Guðnason lögmaður og ritari skólaráðsins frá upphafi, sem vann að og gekk frá skipulagsskrán- um. Þær munu vera frumsmíö á sviði tónlistarmála í landinu og því rétt að minna hér á þær greinar, sem mestu máli skipta: I 2. grein segir að Tónskólinn sé sjálfs- eignarstofnun. í 3. grein: skólinn skal fullnægja ákvæðum laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. í 4. grein: Markmið skólans er að efla almenna músikþekkingu þjóðarinnar, ekki síst meðal þess fólks, sem aðeins getur varið takmörkuðum tómstundum til að iðka tónlist og auka við þekkingu sína á því sviði. í 5. grein: Markmiði sínu hyggst skólinn ná með því m. a. að halda uppi kennslu fyrir námsflokka í tónlist- argreinum, fyrir börn jafnt sem full- orðna. Einnig verði leitast við að létta börnum í úthverfum borgarinnar að- gang að námi í skólanum, með því að skipuleggja kennslu í slíkum hverfum, þar sem þátttaka og aðrar aðstæður eru fyrir hendi. Um Styrktarfélag Tónskólans segir: í 2. grein: Þeir einstaklingar og stofnan- ir, sem veita skólanum árlegan stuðn- ing með fjárframlögum, mynda félags- skap til styrktar starfsemi hans, er heitir Styrktarfélag Tónskólans. í 3. grein: Af fjárframlögum styrktarfé- laga, skal mynda sérstakan sjóð. Sjóð- urinn er eign skólans. Stjórn skólans skal hafa stjórn sjóðsins með höndum og ráðstafa honum eftir þörfum skólans hverju sinni og í þágu hans. í 4. grein: Reikníngar sjóðsins skulu fylgja reikningum skólans og vera háð- ir sömu ákvæðum og þeir um reikningshald og endurskoðun. 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.