Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 17
Hæð trjánna í öðrum görðum gefur á að líta mörg tré ágætlega á legg komin en talsverður munur er á tímanum frá gróðursetningu, þar sem mislangt er síðan félagarnir fengu lóðar- skikana. f>að er ekki úr vegi að gera samanburð á hæð trjánna hjá okkur og á bestu stöðum annars staðar á landinu. Hæstu Alaskaösp- ina er að sjálfsögðu að finna í Hallorms- stað, Mörkinni, en hún er 16,10 m. Hæsta öspin á Suðurlandi er i Múlakoti í Fljóts- hlíð 13,65 m. Þetta tré í Múlakoti er aðeins 20 ára gamalt og er þetta afar góður vöxtur á ekki lengri tíma. Hæstu Sitkagrenitré landsins eru í Múlakoti og í Ártúnsbrekku, Reykjavík. Þau eru bæði 13,80 m. Hæstu tré landsins eru eins og vænta má í Hallormsstaðaskógi, perlu íslenskrar trjá- ræktar. Hæst er rússalerki 16,70 m og hæsta grenitréð er blágreni ættað frá Col- orado í Bandaríkjunum 16,40 m. Þessi tré voru mæld fyrir ári síðan og gætu þau hugsanlega verið orðin um 17 metrar eftir síðasta sumarvöxt. Áður en ég slæ botninn í þetta greinar- korn mitt vil ég rifja upp að fyrir um það bil þrem áratugum síðan voru farnar skóg- ræktarferðir í Miðdal á vegum stjórnar og fasteignanefndar HÍP. Farnar voru ferðir um nokkurra ára skeið en þó ekki árlega. Mikill hugur var í mönnum í þá daga og sáu sumir hilla undir þá stóru hugmynd að nú væri byrjað að rækta nytjaskóga. Plant- að var í hallanum ofan við eldra sum- arhúsahverfið. Þetta voru barnalegar hug- myndir. Til þess voru þeir ekki með réttar trjátegundir miðað við landsgæði. Ein- göngu voru gróðursettar greni og furu- plöntur, en svæðið var alltof vætusamt, enda urðu afföll mjög mikil. Þarna hefði átt að planta ösp, þar sem hún er mjög vatnsþurfi sem kunnugt er. Ekki skal efast um að landið hefði litið talsvert öðruvísi út nú, ef svo hefði verið gert. Þrátt fyrir allt hafa mörg tré náð sér á strik og eru farin að teygja sig vel upp í loftið. Stephan G. Stephansson: Greniskógurinn Þar sem öllum öðrum trjám of lágt þótti að gróa undir skuggaholtum hám, hneppt við sortaflóa spratztu, háa, gilda grön, grænust allra skóga. Þér hefur víst á vetrum þrátt verið kalt á fótum: svell við stálhart, sterkt og blátt stappa votum rótum, berja frost úr fagurlims fingri og liðamótum. Varð þér ekki yndissnautt útsýnið? - Við holtin ginið fúafensins autt, forargleypan soltin. Yfir brekkan graslaus, grett gulan teygði út skoltinn. Samt þú vóxt og varðst svo há, viðir laufi klæddir - sem þó vóru ofan á undirhleðslum fæddir - teygja sig þinn topp að sjá, teinar veðurmæddir. Þegar náhvít aljörð er, upp er hríðir rofa: kræklótt laufeik, kalin, ber, króknuð skógarvofa, bandar grein sem glenntri hönd, grárri af kuldadofa: Alein grær þú gaddinn við, greniskógar hlíðin sem þar óhult eigi grið útlæg sumartíðin - blettur lífs á líki fróns, lands og vetrar prýðin! Skugga jarðar út úr ung algræn fyrst þú smýgur, gegnum vetrarveðrin þung vex og grænni stígur. Unglegt barr þitt lim né lit lætur ei, unz þú hnígur. - Margur grær sem grenitrén gusti vetrar strokin: starir í botnlaus fúafen fólks um andann lokin. Kjálkagulur yfir er oddborgara hrokinn. Upp úr skugga og saggasvörð sífrjó blöðin greinast, varmalaust í vetrarjörð vonarrætur leynast. Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. 1893 Stephan G. Stephansson fæddist 3. október 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði. Árið 1873 flutti Stephan til Ameríku með fjölskyldu sinni og bjó þar á ýms- um stöðum til dauðadags, en hann lést 10. ágúst 1927. PRENTARINN 1.5. '85 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.