Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 22
Myndin er tekin skömmu eftir að Félagsmálaskólinn tók til starfa. stækkun, endast skammt sem höfuð- stöðvar Félagsmálaskólans. Á því er þó enginn vafi, að sú ákvörðun var rétt að leggja í kostnað við endurbætur til bráðabirgða svo unnt væri að hefja skólastarfið. Reynslan hefur sýnt, að staðurinn, Ölfusborgir, hefur við starf skólans ris- ið til þeirrar virðingar að vera orðinn að fræðslu- og ráðstefnusetri, þrátt fyrir þröng skilyrði. Það hefur einnig sannast, að orlofsbyggðirnar eru hinir æskilegustu fræðslu- og samkomustað- ir og til ráðstefnuhalds svo framarlega að kjarnahús séu við hæfi. Þá gæti einnig blómstrað þar fjölskrúðugt menningar- og listalíf. Þegar litið er til Ölfusborga og þeirrar reynslu, sem fengist hefur af starfi Félagsmálaskólans þar, verður ekki annað séð en lega staðarins hafi þá kosti að þar beri að reisa skóla- og menningarsetur. En það verkefni þolir nú enga bið. Ekki verður við það unað mikið lengur að sú gróska, sem þar hefur orðið í fræðslustarfi, búi við sí- hrörnandi, þröngan og óviðunandi húsakost. Hér er því mikið verk að vinna. Enda þótt Félag bókagerðarmanna sé ekki enn aðili að ASÍ, hefur það átt þess kost að sækja Félagsmálaskólann. Og áður en sameining bókagerðarfé- laganna átti sér stað og þau höfnuðu aðild að ASÍ, höfðu nokkrir félags- menn HÍP sótt skólann. Það er augljóst mál að verkalýðsfé- lögin hafa bæði skyldur til og þörf fyrir að byggja upp þennan stað sem veg- legt fræðslusetur og það er ekki síður verkefni fyrir okkur bókagerðarmenn en önnur verkalýðsfélög að leggja fram þann skerf sem við megum. Við eigum bústað í Ölfusborgum og erum því aðili að Rekstarfélaginu og eigum mann í stjórn þess. Skömmu eftir að Félagsmálaskólinn hóf starf var efnt til félagsskapar, sem ber heitið Nemendasamband Félags- málaskóla alþýðu. Markmið þess er fyrst og fremst að „styðja að eflingu Félagsmálaskólans“, á allan hátt og búa honum þann sess í fræðslustarfi verkalýðshreyfingarinnar og mennta- kerfi þjóðar, sem honum ber. Þess er og að vænta, að þeir sem í þessum skóla hafa notið fræðslu kunni öðrum betur að meta tilvist hans. Þeir séu því einnig öðrum fúsari að leggja því starfi lið, að hefja varanlega uppbyggingu aðstöðunnar í Ölfusborgum. Verka- lýðsfélög, sem notið hafa Félagsmála- skólans og fengið þaðan upplýst og dugandi fólk til starfa ættu að skilja og meta þá þörf, sem hér kallar að. í nágrannalöndum okkar hafa fræðslu- og menningarsetur verkalýðshreyfing- arinnar víða verið byggð í áföngum og svo mætti einnig gera hér. Islensku verkalýðsfélögin hafa á síð- ari árum oft brugðist vel við, þegar til þeirra hefur verið leitað um fjárstuðn- ing af ýmsu tilefni. Að eigin frum- kvæði hafa þau oft látið fé af hendi rakna til félaga og stofnana, sem unnið hafa að þjóðþrifamálum, ekki síst á sviði heilsuverndar. Hversu fús munu þau þá ekki verða til að Ieggja því máli lið, sem hér um ræðir: að byggja upp skóla- og menn- ingarsetur verkalýðshreyfingarinnar, sem um leið er grundvallarskilyrði fyrir blómlegra og betra starfi hennar. Það er mikið rætt um deyfð, stöðnun og ósætti í störfum verkalýðs- félaganna hin síðari ár og margt í þeirri ræðu á vissulega við rök að styðjast. Ekkert eitt meðal fær þó læknað þau mein. En hitt er víst, að ekkert mun geta valdið áhrifameiri bata en stórátak, sem yrði til þess að búa Félagsmálaskóla alþýðu ger- breytta aðstöðu til starfa. Ég vona að gengið verði sem fyrst til framkvæmda á samþykkt síðasta Al- þýðusambandsþings um „nauðsyn- legan undirbúning að byggingarfram- kvæmdum“, og þar verði byggt á breiðum grunni: Þar gangi til verks, ekki aðeins stjórn MFA, miðstjórn ASÍ og Rekstrarfélag Ölfusborga, heldur einnig Nemendasamband Fé- lagsmálaskólans. I þessum hópi verði lögð á ráðin um það hvernig best verði að því staðið að knýja hið opinbera til að gera skyldu sína gagnvart Félags- málaskólanum. En brýnast er þó að vekja og virkja til framkvæmda verka- lýðsfjöldann í landinu til að fjármagna og reisa á sem skemmstum tíma veg- legt skóla- og menningarsetur í Ölfus- borgum, með þörf Félagsmálaskólans að höfuðmarkmiði. Gegn þessu standast engin rök. Þetta er einfalt reikningsdæmi fyrir verkafólk, sem berst fyrir jafnrétti í þjóðfélaginu og ætlar ekki að láta beygja sig vegna vanþekkingar. Verk- efnið þolir enga bið. Engar úrtölur mega tefja þetta nauðsynjamál. Þetta er heilsuverndarmál fyrir verkalýðs- hreyfinguna, nú og síðar. Og vilji okk- ar er allt sem þarf. Stefán Ögmundsson 22 PRENTARINN 1.5 '85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.