Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 18
Upplýsingafundur NGU Markmiðið er aukið samstarf og samskipti Fram að þessu hefur það verið látið nægja að halda einn fund árlega á vegum Nordisk Grafisk Union um málefni sambandsins og aðildarfélaga þess. Þetta er ársfundur NGU sem iðulega hefur verið greint frá hér í blaðinu, en hann er haldinn til skiptis í aðildarlöndunum og verður á íslandi að þessu sinni. Þann 21. og 22. janúar s. 1. var haldinn fundur í Osló sem breytir þessari starfsreglu, en þá hitt- ust fulltrúar frá öllum aðildarfélögum NGU til þess að bera saman bækur sínar á einskonar auka ársfundi. Til þessa fundar var stefnt mun færri mönnum en vani er á ársfundina og átti Félag bókagerðarmanna einn full- trúa þar í stað þriggja á ársfundum. Efni þessa fundar var mun yfirgrips- minna en á ársfundum. Mestur tími fundarins fór í umræðu um ástand málaefna bókagerðar- manna á hinum mörgu sviðum í að- ildarlöndunum. Hér verður getið þeirra málaflokka sem hæst báru. Menntunarmalin Þessi málaflokkur skipaði hvað drýgstan sess í umræðunni enda mikið um að vera i menntunarmálum bóka- gerðarmanna í hinni stöðugu og öru tækniþróun sem við búum við. Það sem vekur athygli fyrir okkur er hversu mikla áherslu grannar okkar leggja við „vinnustaðamenntun“. Það er: fólki er gefinn kostur á styttra námi og þjálfun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með þessu móti er reynt að viðhalda markvissu endurmenntunar- og þjálfunarstarfi. Töluverður mismunur er á milli landa hvað hin eiginlegu sveinsréttindi snertir. Þau lönd sem fastast virðast halda í það form eru ísland og Dan- mörk. í hinum löndunum hefur verið farið meir og meir útí að meta starfs- reynslu samfara félagsaðild sem eigin- lega menntun (þekkingu) í viðkom- andi grein. Fyrsta skref okkar í þessa átt eru námskeiðin fyrir óiðnlærða með sex ára starfsreynslu sem nú eru á tilraunastigi. Þetta námskeið er byggt upp á svipaðan hátt og gert hefur verið á hinum norðurlöndunum. Augljóst er að afar mismunandi er hversu miklu opinberir aðilar kosta til í þessu sam- bandi og því miður verður það að ját- ast að ísland þolir illa samanburð hvað þetta snertir. Atvinnuástandið Ekki er neinum blöðum um það að fletta að atvinnuástandið er einna best hjá okkur. Hér er þó ekki átt við launamál heldur störfin. Launamálin eru hins vegar í mestu lægðinni hjá okkur. Atvinnuástandið er verst í Danmörku og á það ekki einungis við um okkar starfsgreinar, atvinnuleysið virðist herja á allar starfsgreinar. Umræðan snerist að sjálfsögðu mest um það hvernig best væri að mæta þessum vanda og fjölga atvinnutæki- færum. í því sambandi var mest rætt um styttingu vinnuvikunnar og virkara umskólunar- og endurmenntunar- kerfi. Fram komu mismunandi sjónar- mið á því hvernig ætti að stytta vinnu- tímann. Finnar vilja stytta hann á árs- grundvelli, þ. e. a. s. með lengri fríum, en flestir aðrir vildu berjast fyrir stytt- ingu vinnuvikunnar niður í 35 tíma. Fleiri þættir koma þarna inní, svo sem markvissari samningar um rétt verka- fólks við innleiðingu og meðferð tækninýjunga auk þess sem löggjafinn ætti að koma þarna betur inní. Hér eru stærri hlutir á ferðinni en fólk gerir sér ef til vill grein fyrir og snertir það allar starfsgreinar og uppbyggingu þjóðfé- lagsins og því í hæsta máta eðlilegt að löggjafinn fjalli um málið útfrá hags- munum heildarinnar. Heilbrigðis- og hollustuhættir Margir nýir þættir hafa haslað sér völl í okkar starfsgreinum og á það bæði við um tæki og efni, þessu verður að gefa gaum, og því eðlilegt að fjallað væri mikið um þennan málaflokk. Hið „hreina“ yfirborð tölvutækninnar felur ugglaust í sér fleiri áhættuþætti, en við getum gert okkur í hugarlund. Ýmis- legt hefur komið fram sem staðfestir að vinna við tölvuskermi getur haft neikvæð áhrif, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þá eru öll þau efni sem notuð eru í okkar starfsgreinum stöðugt áhyggjuefni og aldrei of var- lega farið í meðferð þeirra. Fræðsla og aftur fræðsla er lykilorð- ið í þessum málaflokki, eins og í svo mörgum öðrum. Lagt er ofurkapp á 18 PRENTARINN 1.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.