Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 13
Réttindanámskeið í bókbandi og setningu 12 Nú er hafið í Iðnskólanum námskeið fyrir óiðnlœrða félagsmenn í bókbandi og setningu. Skilyrðið fyrir þátttöku á námskeiðinu var að viðkomandi hefði starf- að a. m. k. sex ár í iðninni, sem aðstoðarmaður. Þessi þröngu skilyrði eru að sjálf- sögðu til komin vegna þess að hér er um að rœða rétt- indanámskeið sem lýkur með sveinsprófi í viðkom- andi iðngrein. Það að þessi námskeið eru orðin að veruleika má m. a. rekja til umræðna sem áttu sér stað í félaginu í kjölfar þess að tveir af okk- ar félögum hugðust gangast undir sveinspróf á grund- velli hinnar svokölluðu „10 ára reglu“. I þeirri umræðu sýndist fólki vænlegra að koma á aðgengilegu námi fyrir þá óiðnlærða félaga sem greinilega höfðu gert prentiðnaðinn að œvistarfi. Almennur félagsfundur FBM samþykkti síðan að stjórn félagsins yrði gert að vinna að framgangi málsins. Stjórn félagsins hófst þeg- ar handa, en við marga var að eiga, enda hér verið að koma á fót nýjung í mennt- unarmálum. Rétt er að geta þess að málið mœtti góðum skilningi hjá stjórnvöldum, enda námskeiðin í anda laga um fullorðinsfræðslu og raunar líka jafnréttis- laga, þar eð hér eiga nær eingöngu í hlut konur sem af ýmsum ástœðum hafa ekki haft sömu möguleika til náms og karlar. Margir hafa lagt hönd á plóginn við undirbúning þessara námskeiða, en ástœða er til að þakka tveim mönnum sérstaklega, þeim s Ola Vestmann Einarssyni og Svani Jóhannessyni. — mes 1 »v rf-Íj 1 ■ ■ \ 1 11 íi Myndirnar hér í opnunni eru teknar á námskeiðum í setningu og bókbandi og leynir áhugi þátttakenda sér ekki.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.