Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 5
ið færðar kjarabætur án undangeng-
innar baráttu. Þau lífsskilyrði sem
verkafólk býr við í dag eru til orðin
vegna þrotlausrar baráttu verkalýðsfé-
laga og þá er ekki bara átt við þau kjör
sem verkafólki eru tryggð í kjarasamn-
ingum. Það er einnig átt við þau tak-
mörkuðu réttindi sem verkafólki hafa
verið tryggð með lögum.
Einn fyrir alla -
allir fyrir einn
Verkalýðsfélag þýðir einn fyrir alla,
allir fyrir einn. Sú samstaða sem
myndast milli verkafólks í gegnum
verkalýðsfélagið grundvallast á því að
það fólk sem í félaginu er, er að fást
við samskonar störf þó vinnustaðirnir
geti verið fjölmargir. Þessi samstaða
verkafólks, er nú sem fyrr, eina raun-
hæfa vopnið í baráttu verkafólks til
bættra lífskjara. Það er ekki hlutverk
þingmanna að rýra möguleika verka-
fólks til að standa vörð um hagsmuni
sína. Ef hins vegar skipulagi verka-
lýðshreyfingarinnar er ábótavant geta
þingmenn sem aðrir treyst verkafólk-
inu sjálfu til að breyta þar um til betri
vegar.
Vinnustaðasamningar
Það hefur verið fjallað um það í
blöðurn að undanförnu að til standi að
gera „vinnustaðasamninga" í vissum
prentiðnaðarfyrirtækjum, rétt eins og
þetta sé eitthvað nýtt fyrirbæri. Til
þess að fyrirbyggja allan misskilning í
þessu sambandi skal það upplýst að
gerðir hafa verið „vinnustaðasamning-
ar“ í prentiðnaðarfyrirtækjum um ára-
tugaskeið og svo er ugglaust um fyrir-
tæki í fjölmörgum öðrum starfsgrein-
um. Samningar verkalýðsfélaga eru
lágmarkssamningar, einskonar kjara-
trygging (kauptrygging), við þá er að
sjálfsögðu heimilt að bæta. Það sem
vekur hins vegar athygli er að viss
Úr lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938
Um réttindi stéttarfélaga og afstöðu þeirra til atvinnu-
rekenda
1. gr.
Rétt eiga meun á uð stofna siéttarfélög og stéltarfélagasambönd i þeim tilgungi að
vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt.
2. gr.
Stéltarfélög skulu opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á fé'ugssvæóinu, eftir nánara
ákveðnum reglum í samþykktum felaganna. bélagssvæði má aldrei vera minna en eilt
sveitarfélag.
3. gr.
Stéttarfélög ráða málefnum sínum sjálf með þeim takmörkunum sem setl eru í iögum
þessum. Einstakir meðlinur félaganna eru bur.driir við löglega gerðar samþykktir og
samninga félagsins og stéttarsambands þes.-, 5em þaC kann að vera i.
Meðlimur stéttarfélags hættir að vera bundinn af samþykktum félags sins og sam-
bands þess þegar hann samkvæmt reglum félags ns er farinn úr þvi, en samningar þeir
sem hann hefur orðið bundinn af á meðan hann var félagsmaður eru skuldbindandi
fyrir hann meðan hann vinr.ur þau störf sern sa.nn.ngurinn er um, þar til þeir fyrst gæiu
fallið úr gildi samkvæmt uppsögn.
4. gr.
Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er ó-
heimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra
og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með
a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,
b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neilunum á réttmætum greiðslum.
5. gr.
Stéttarfélög eru lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda
hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna.
Verða þessi félög og fleiri lögð
niður?
fyrirtæki reyna nú að setja þessum
innanhússsamningum (vinnustaða-
samningum) ákveðin skilyrði. Skilyrði
sem erfitt verður að ganga að
óbreyttum. Þó ekki liggi fyrir ná-
kvæmar tillögur í þessu sambandi hefur
flogið fyrir að skilyrt sé að kjörnir
fulltrúar stéttarfélagsins fái hvergi að
koma nærri, fólk afsali sér ákveðnum
réttindum til að fylgja eftir hagsmun-
um sínum og auk þess skulu gerðir
sérstakir lokaðir ráðningarsamningar
við hvern einstakan starfsmann. Utfrá
þessum hugmyndum er markmið at-
vinnurekandans augljóst, hann ætlar
sér að losna við samskipti við stéttarfé-
lagið, hann ætlar sér einn að ráða
skipan mála í fyrirtækinu (og þá eru
launamálin ekki þau einu) og í sömu
andrá og hann býður „gull og græna
skóga“ ætlar hann samtímis að brjóta
niður hugsanlega samstöðu fólksins á
viðkomandi vinnustað með því að gera
sérstakan lokaðan ráðningarsamning
við hvern og einn einstakan.
PRENTARINN 1.5.85
5