Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 14
og þróun Tonskóli Sigursveins D. Kristinssonar Um forsögu skóla til að efla tónlistar- menntun meðal almennings Á útmánuðum 1948 var stofnaður í Reykjavík félagsskapur sem hlaut nafnið „Söngfélag verklýðssamtak- anna“. Það var blandaður kór. Söng- stjóri var Sigursveinn D. Kristinsson. Verkefnið sem félagið setti sér var að flytja stéttarsöngva og ættjarð- arljóð á árshátíðum og öðrum sam- komum verklýðsfélaganna og halda að minnsta kosti einn samsöng að vori fyrir styrktarfélaga kórsins. Meðal kórfélaga var margt af baráttuglöðu ungu fólki og í kórnum var að jafnaði 50—60 manns. Annað viðfangsefni söngfélagsins var að leitast við að efla almennt menningarstarf innan verklýðsh- reyfingarinnar. I því skyni voru haldn- ar kvöldvökur, oft í samvinnu við Lúðrasveit verkalýðsins. Rithöfundar lásu úr verkum sínum milli þess sem sungið var og lúðrar gullu. Þangað voru allir velkomnir. Söngfélagið starfaði af atorku næsta áratug að þessum áhugamálum. — Því er þessa félagsskapar minnst hér, að margir kórfélagar studdu drengilega að stofnun Tónskólans 1964. í nóvember 1957 hófst tónlistar- kennsla á Siglufirði fyrir forgöngu Óskars Garibaldasonar og Lúðra- sveitar Siglufjarðar, sem þá var ný- stofnuð. Síðar um veturinn var stofn- aður Tónskóli Siglufjarðar, með stuðningi verkalýðsfélaganna, Þróttar og Brynju. Skólastjóri var ráðinn Sig- ursveinn D. Kristinsson. Þessi skóli varð vinsæll í bænum, hressti upp á bæjarlífið með miklum hljóðfæraleik. Þar ólst upp fjöldi unglinga, sem síðan hafa iðkað hljóðfæraleik sem áhuga- fólk og nokkrir getið sér orð sem góðir hljómlistarmenn. Á jólaföstu 1963 var rætt um það meðal fólks sem áhuga hafði á menn- ingarstarfi í verklýðshreyfingunni í Reykjavík, hvort tiltækilegt væri að stofna skóla til eflingar tónlistar- menntunar meðal almennings. Reynslan af Tónskóla Siglufjarðar, sem starfað hafði á vegum verkalýðs- félaganna á Siglufirði um 5 ára skeið benti til þess að víðar væru möguleikar til að koma upp menningarstarfi á þessu sviði, ef nauðsynleg skilyrði væru fyrir hendi. Það hvatti einnig til bjartsýni að árið 1963 tóku gildi fyrstu lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. í janúar 1964 var ákveðið að safna undirskriftum að styrktarfélagi sem síðan átti að koma skólanum á fót og annast rekstur hans til bráðabirgða. Skólinn hóf starfsemi 30. mars 1964 og var nefndur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar. Stofnfundur Styrkt- arfélags Tónskólans var haldinn 30. október 1964. Nokkur verkalýðsfélög höfðu lýst stuðningi við stofnun skólans. Má þar nefna verklýðsfélögin í Reykjavík, en meðal þeirra voru Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkakvennafélagið Fram- sókn, Hið íslenska prentarafélag, Fé- lag húsgagnasmiða, Trésmiðafélag Reykjavíkur, o. fl. — Fleiri samtök komu við sögu, s. s. Mál og menning, STEF, Söngfélag verklýðssamtak- anna, Lúðrasveit verkalýðsins, Sjálfs- björg, félag fatlaðra í Reykjavík o. fl. Þing Alþýðusambands íslands, sem haldið var í Reykjavík 21. nóvember 1964, samþykkti svofellda ályktun: ,2.9. þing Alþýðusambands íslands fagnar þeim menningarauka, sem orðið hefur af starfsemi Tónskóla Siglufjarðar síðustu 5 árin og telur að því fé, sem veitt hefur verið skólanum til styrktar, hafi verið vel varið. Telur þingið, að fenginni þessari reynslu, megi vænta þess að hinn nýstofnaði Tónskóli Sigur- sveins D. Kristinssonar í Reykjavík geti orðið alþýðu landsins til menn- ingarauka ef ekki skortir nauðsyn- legt fé til að búa skólanum viðun- andi starfsskilyrði. Þingið samþykkir þessvegna eftir- farandi: 14 PRENTARINN 1.5/85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.