Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 19
Öryggisnefnd í prentiðnaðinum upplýsingar og fræðslu um áhættuþætti og rétta meðferð tækja og efna. Menn voru sammála um mikilvægi fræðslunnar, en voru jafnframt á því að skerpa þyrfti samninga í þessu tilliti auk þess sem herða þyrfti opinbert eftirlit. Það svíður svo sannarlega að við erum töluvert á eftir í þessum málum. Um það væri hægt að nefna mörg dæmi. Einungis skal þó nefnt að engri reglu er hér fylgt um merkingu og meðferð efna, hvorki hvað snertir innihald né notkun, en þetta mikil- væga öryggisatriði er í allgóðu lagi á hinum Norðurlöndunum og sumstaðar til hreinnar fyrirmyndar. Hjá okkur er mikið verk óunnið og eigum við að notfæra okkur reynslu frændþjóðanna í því sambandi. í mars verður haldið námskeið fyrir öryggis- trúnaðarmenn og mun þeim væntan- lega gefast þar kostur á að kynnast reynslu Svía á þessu sviði, en fyrirhug- að er að á námskeiðinu verði gestur frá Svíþjóð. Niðurlag Þeir málaflokkar sem hér hefur ver- ið greint lauslega frá tóku mestan tíma fundarins, en mörg önnur mál voru þó rædd, svo sem innri mál félaga svo og samningamálin, en í því sambandi hafði mest gerst á íslandi að þessu sinni. Menn voru sammála um það að höfuð kostur þessa fundar hafi verið sá að hann var eins fámennur og raun bar vitni. Þannig varð umræðan mun opn- ari og almennari og því auðveldara að kynnast mönnum og fá nákvæmari upplýsingar um stöðuna hjá einstök- um félögum. Rétt er að geta þess að í haust er fyrirhugaður umræðufundur um Nord- isk Grafisk Union og hið alþjóðlega samstarf bókagerðarmanna og eru fé- lagsmenn hvattir til að taka þátt í j honum. _ mes Eins og mönnum er kunnugt um er starfandi öryggisnefnd í prentiðn- aðinum og er hún skipuð tveim fulltrúum frá Félagi (slenska prent- iðnaðarins og tveimur frá Félagi bókagerðarmanna. Fulltrúar FBM í þessari nefnd eru Svanur Jóhann- esson, en hann er jafnframt for- maður nefndarinnar og Magnús Einar Sigurðsson. Fulltrúar FÍP eru Kristján Aðalsteinsson, en hann er ritari nefndarinnar og Örn Jóhann- esson. Nefndin hefur haldið allmarga fundi og fjallað vítt og breitt um öryggismál (heilbrigðis- og holl- ustuhætti) í bókagerðargreinunum. Haft hefur verið samráð og sam- vinna við Vinnueftirlitiö í þeim mál- um sem við hefur átt. Það sem helst er á döfinni hjá öryggisnefndinni nú er.útgáfa upp- lýsingaspjalda og er það fyrsta væntanlega korhið út þegar þetta birtist félagsmönnum. Þá hefur nefndin beitt sér fyrir námskeiði fyrir öryggistrúnaðarmenn og ör- yggisverði í samvinnu við Vinnueft- irlitið og námskeiði og fyrirlestr- arhaldi um líkamsbeitingu við vinnu. Augljósir kostir eru samfara því að hafa starfandi fastanefnd um þennan málaflokk á milli félaganna og binda menn góðar vonir við að nefndin fái ýmsu áorkað til úrbóta. Félagsmönnum er bent á að hafa samband við nefndina ef þeir vilja koma einhverju á framfæri í sam- bandi við öryggismálin.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.