Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 4
Frumvarp
til laga -
Árás á
réttindi
verkafólks
Nú hefur Bandalag jafnaðarmanna endurflutt frumvarp
að lögum um breytingar á lögum nr. 80 11. júní 1938 um
stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta frumvarp felur í sér
uppstokkun á skipulagi verkalýðshreyfingarinnar. Með
öðrum orðum lagt er til að á vinnustöðum þar sem vinna
25 eða fleiri verði stofnuð vinnustaðafélög, sem taki yfir
starfsemi núverandi stéttarfélaga.
Rökstuðningurinn með þessu frum-
varpi er birtur í langri greinargerð og
er þar komið inná fjölmörg atriði.
Vitnað er í samþykktir verkalýðshreyf-
ingarinnar um skipulagsmál, blaða-
skrif, umræður og fleira. Úr greinar-
gerðinni má m. a. lesa, að núverandi
uppbygging verkalýðshreyfingarinnar
sé þung og ólýðræðisleg, breytingin
færði valdið til fólksins, verkalýðsfor-
ustan afdankaðir kerfiskarlar o. s. frv.
Þungamiðjan í rökstuðningnum er þó
sú að óviðunandi sé að einn hópur af
mörgum á sama vinnustað geti boðað
til verkfalls á sama tíma og hinir hóp-
arnir gera það ekki, þó um gjörólík
starfsvið og starfskjör geti verið að
ræða. Megin tilgangur frumvarpsins
virðist því vera sá að fólk skal ekki
lengur vera í félögum eftir starfsgrein-
um, heldur skulu mynduð félagasam-
tök fólks hjá sanra atvinnurekanda,
sem þýddi ef af yrði að nær 1000 stétt-
arfélög yrðu starfrækt í landinu. Þrátt
fyrir þennan fjölda yrðu stórir hópar
verkafólks utan við þessi vinnustaðafé-
lög með afar takmarkaða möguleika
til að standa vörð um réttindi sín. Þessi
lagabreyting nrundi í raun þýða að nær
útilokað væri að beita verkfallsvopn-
inu svo nokkuð hald væri í, en á hinn
bóginn væri áfram opin leið fyrir at-
vinnurekendur og samtök þeirra að
beita verkbannsvopninu gegn verka-
fólki. Á tímum samdráttar þýddi
þetta fyrirkonrulag óskorað vald at-
vinnurekenda til að greiða þau laun
sem þá lysti.
Einblínt á launamál
I þessari umræðu allri er einblínt á
launamál. Það vill gleymast að fjöl-
mörg önnur atriði tengjast hagsmun-
um verkafólks, beint og óbeint. í
þessu sambandi skulu örfá atriði
nefnd. Það fyrirkomulag sem hér er
lagt til að upp verði tekið mundi, eins
og áður er að vikið, rýra ef ekki úti-
loka möguleika fólks í sömu starfs-
greinum að ná saman til baráttu fyrir
hagsmunum sínum. Þannig mundi
skapast algert upplausnarástand hvað
snertir samninga um vinnutilhögun,
tæknimál, atvinnuöryggismál, réttindi
í veikindum og slysum, auk fjölmargra
annarra málaflokka. í þessu sambandi
er sérstök ástæða til að gefa tæknimál-
um og atvinnuháttum gaum. Þar er
þróunin ör og ef verkafólk hefur ekki
möguleika til að hafa áhrif á þau mál
er augljóst að breyttir atvinnuhættir
samfara tækniþróun munu bitna beint
á hagsmunum verkafólks. Verkafólk
getur gengið útfrá því sem vísu að-
hvorki löggjafinn né heldur atvinnu-
rekendur munu tryggja hlut þess í
þessari þróun. Þó ekki væri nema af
þessari ástæðu er ljóst að þetta frum-
varp þjónar alls ekki hagsmunum
verkafólks. Þó það sé sett fram í nafni
lýðræðis og frelsis er ljóst að sé til
framtíðar litið þá mundi það fyrir-
komulag sem gert er ráð fyrir rýra
möguleika verkafólks til sóknar og
varnar. Hitt má jafnframt benda á að
um áratugaskeið hefur það viðgengist
að gerðir séu vinnustaðasamningar,
enda eru kjarasamningar verkalýðsfé-
laganna lágmarkssamningar, en að því
verður vikið síðar. Verkalýðsfélög
eins og við þekkjum þau í dag eru til
orðin af þörf, þeirri nauðsyn að verka-
fólk geti varið hagsmuni sína og sótt
fram á veginn. Þessi þörf, þessi nauð-
syn er jafn mikið til staðar í dag eins
og hún var á árdögum verkalýðshreyf-
ingarinnar. Verkafólki hafa aldrei ver-
4
PRENTARINN 1.5 '85