Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 10
um við getað borið sam-
an atvinnutekjur karla
og kvenna skv. skatt-
framtölum bæði í heild
og eftir vinnuframlagi,
þ. e. hvort um fullt starf
var að ræða eða ekki og
einnig eftir atvinnu-
stéttum.
— Loks má nefna, þó ekki
sé þar með allt upp talið,
var athugaður hlutur
kvenna í fastri yfirvinnu
hjá hinu opinbera svo og
hlutdeild þeirra í svoköll-
uðum bílastyrkjum.
Og hvað segir nú þessi
margvíslegi samanburður
okkur? Meginniðurstaðan
er sú, að það er nánast sama
hvernig laun kvenna og
karla eru borin saman, nær
undantekningarlaust hallar
á konurnar í launum, en
misjafnlega mikið eftir at-
vikum. T. d. vantaði árið
1983 um 7% á að verkakon-
ur hefðu sambærilegt
meðaltímakaup í dagvinnu
og verkamenn, en miðað
við hreint tímakaup í dag-
vinnu (án bónus) var mun-
urinn 13%, en með bónus
minnkaði hann í 2%.
Svo ég taki annað dæmi
og nú af skrifstofufólki þá
voru karlar (árið 1983) með
30% hærra meðaltímakaup
í dagvinnu en konur, 23%
ef um höfuðborgarsvæðið
var að ræða en 57% utan
þess. Ég læt vera með að
nefna fleiri dæmi, af nógu
væri að taka.
Það vantar ekki að heim-
ildirnar gefi til kynna veru-
legan launamun kynjanna
en þær setja okkur takmörk
Er launajafnrétti í Félagi bókagerðarmanna?
við að brjóta hann til mergj-
ar. Þær svara ekki spurning-
unni um hvernig samsetn-
ingu launanna er háttað svo
fullnægjandi sé, eða alls
ekki, eða hvert megi rekja
launamuninn. Að hve miklu
leyti það sé vinnutíminn,
lengd starfsaldurs og
menntun, mismunandi störf
kvenna og karla og röðun
þeirra á launaflokka, yfir-
vinnugreiðslur, (þ. e. föst
yfirvinna) yfirborganir og
aðrar greiðslur umfram
samningsbundna taxta sem
skýri launamuninn svo
dæmi séu tekin um þau atr-
iði sem helst hafa verið
nefnd til skýringar á launa-
muni kynjanna.
I Noregi hafa menn reynt
að nálgast launamuninn
með athugun sem þar var
gerð meðal hinna starfandi.
Þar í landi eru laun kvenna
um 70% af launum karla.
Niðurstaða könnunarinnar
var sú að menntun skýrði
fjórðung launamunarins,
aldur, starfsaldur og starfs-
reynsla annan fjórðung og
tegund starfsins og starfs-
svið enn einn fjórðung en
svo var ekkert getið um
þann fjórðung sem á vant-
aði. Spurningin var og er
hvort hann nái til mismunar
á grundvelli kyns?
Það er að sjálfsögðu ekki
hægt að heimfæra þessar
niðurstöður til okkar en þær
eru samt athyglisverðar.
Á Alþingi sl. vor lýsti for-
sætisráðherra í svari við
fyrirspurn frá Jóhönnu Sig-
urðardóttur sig reiðubúinn
að beita sér fyrir að gerð
verði samanburðarkönnun í
samráði við aðila vinnu-
markaðarins á launakjörum
karla og kvenna eftir starfs-
stéttum. Og í svari ráð-
herrans á þingi í haust við
fyrirspurn frá Jóhönnu um
gang þessa máls kvað hann
málið vera í athugun hjá
Þjóðhagsstofnun og reynt
yrði að tryggja fjármagn á
fjárlögum til þessarar könn-
unar. Mikilvægt er að launa-
munur kynjanna verði brot-
inn til mergjar hið allra
fyrsta svo hægt sé að vinna
markvisst að upprætingu
hans.
10
PRENTARINN 1.5 '85