Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 3
Hagsmunir
heildarinnar
hljota
að ráða
ferðinni
Nokkur umræða hefur átt sér stað við tvö af
dagblöðunum að undanförnu um gerð einskon-
ar „innanhússamninga" við allt starfsfólk við-
komandi fyrirtækja. Á þessari stundu liggur ekki
Ijóst fyrir hvað hangir á spýtunni. - Hvað bjóða
viðkomandi fyrirtæki og hvað vilja þau fá í stað-
inn? Félag bókagerðarmanna hefur alltaf verið
til viðræðna um kjaramál félagsmanna, enda
þess aðalhlutverk að standa vörð um og bæta
hagsmuni þeirra. Félagið var stofnað með það
að leiðarljósi og standa félagsmenn þétt saman
í baráttunni og skilja til fulls mikilvægi samstöð-
unnar. Félagið er að sjálfsögðu reiðubúið til að
kanna nýjar leiðir í samningamálum en í því
sambandi verður samstaðan eins og ævin-
lega að vera í öndvegi. Hið nýja fyrirkomulag
verður að þjóna hagsmunum heildarinnar og
má ekki undir neinum kringumstæðum skaða
framtíð okkar.
Erlendis hafa félög bókagerðarmanna gjarn-
an tvískipta kjarasamninga, annars vegar við
blaðaútgefendur og hins vegar við almenna
prentsmiðjueigendur. Þetta hefur m. a. verið
skýrt með því að þarna séu atvinnurekendur
sem hafa á ýmsan hátt ólík viðhorf og ólíkra
hagsmuna að gæta. Þannig hafa blaðaútgef-
endur í þessum löndum verið tilbúnir til þess að
kosta nokkru til gegn því að gerðir hafa verið við
þá eitthvað lengri samningar hverju sinni. For-
sendur þess að bókagerðarmenn í þessum
löndum hafa verið tilbúnir í svona samninga-
gerð eru: Að gerðir hafa verið samningar við
alla blaðaútgefendur samtímis af samtökum
bókagerðarmanna og það hefur jafnframt verið
mat manna að samningurinn þjónaði hagsmun-
um heildarinnar og framtíðinni, ekki síst útfrá
atvinnuörygginu. Útfrá þeim forsendum sem hér
koma m. a. fram erum við í Félagi bókagerðar-
manna að sjálfsögðu reiðubúin til viðræðna um
nýjar leiðir og að fara þær ef svo ber undir.
mes
PRENTARINN - málgagn Félags bókageröarmanna • Útgefandi FBM,
Hverfisgötu 21 • Ritstjóri: Magnús Einar Sigurösson • Setning, filmu-
vinnsla, prentun og bókband: Prentsmiöjan ODDI hf. • Letur: Times og
Helvetica • Hönnuður blaöhauss: Þórleifur Valgaröur Friðriksson.
PRENTARINN 1.5.85