Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 9
Störf
En hvaða störfum gegna
konurnar á vinnumarkaðin-
um? Hér á landi sem víðast
annars staðar einkennist
vinnumarkaðurinn af tví-
skiptingu sem felst í því að
annars vegar eru störf, sem
krefjast góðrar starfsþjálf-
unar, veita góð laun, at-
vinnuöryggi og framavonir.
Hins vegar eru störf sem
krefjast lítillar starfsþjálfun-
ar, veita lág laun, litlar
framavonir og í þeim er
mikil hreyfing á fólki. Sú
staðreynd að fyrri hópinn
fylli einkum karlar og þann
síðari einkum konur er sjálf-
sagt engin tilviljun.
Með aukinni atvinnuþátt-
töku og menntun kvenna á
síðustu árum hefur starfs-
svið þeirra breikkað og kon-
ur hasla sér nú völl á æ fleiri
sviðum. Af þeim gögnum
sem fyrir liggja er þó ljóst
að mjög stór hluti kvenna er
annað hvort í ófaglærðum
störfum eða almennum
þjónustu- eða skrifstofu-
störfum. Lítill hluti þeirra
er í störfum sem krefjast
starfsmenntunar eða veita
mannaforráð.
Laun
Eins og áður hefur komið
fram eiga konur og karlar
lögum samkvæmt að fá
sömu laun fyrir „jafnverð-
mæt og sambærileg störf“.
Á pappírnum gilda sömu
taxtar fyrir konur og karla
og vissulega er þeim víða
fylgt sem skyldi, en í reynd
virðast sumir taxtar bara
Konur á ASÍ þingi ganga í salinn eftir hádegisverðarfundinn, syngjandi:
„Kátir voru karlar".
ekki vera við hæfi karla þó
svo konum séu þeir fullboð-
legir að mati þeirra sem
skammta launin. Kemur þá
til yfirborgana hjá körlum
frekar en konum sem mörg
dæmi eru til um en erfiðlega
gengur að fá á yfirborðið.
(Var þó gerð tilraun til þess
í sjónvarpsþættinum kast-
ljós nú á dögunum og komu
þar fram athyglisverðar
upplýsingar í þessu sam-
bandi). Þessi óréttláta mis-
munun sem á sér víða stað
þar sem konur og karlar
vinna sömu störf er aðeins
ein hlið á misréftinu í at-
vinnulífinu. Önnur er sú
sem snýr að þeim mikla
launamun sem ríkir á milli
hefðbundinna kvenna- og
karlastarfa.
Hægt er að bera saman
laun kvenna og karla með
ýmsu móti og það höfum
við Esther reynt að gera á
grundvelli þeirra gagna sem
fyrir liggja.
— Við höfum borið saman
dagvinnulaun (með og
án bónus) og einnig
meðaltímakaup meðal
nokkurra starfsstétta
eins og verkafólks, versl-
unar- og skrifstofufólks
og skoðað það bæði með
tilliti til höfuðborgar-
svæðisins og utan þess.
— Þá höfum við athugað
hvernig skiptingu kynja
er háttað eftir launa-
flokkum og í sumum til-
vikum einnig eftir störf-
um hjá ríki, borg, bæjar-
félögum og bönkum.
- Til eru ítarlegar upplýs-
ingar um meðallaun á
ársverk og höfum við
gert samanburð á þeim
eftir aldri, hjúskapar-
stöðu kynjanna, atvinnu-
greinum og kjördæmum
(ársverk samsvarar fullu
starfi í 52 vikur).
— Á grundvelli upplýsinga
frá Þjóðhagsstofnun höf-
PRENTARINN 1.5 '85
9