Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.01.1985, Blaðsíða 6
Síðustu samningar Jafnframt þessum hugleiðingum er ekki úr vegi að leiða hugann að því að verkalýðshreyfingin hefur nú nýverið gert kjarasamninga á bilinu 20% launahækkun. Þessir samningar voru gerðir í kjölfar kjarasamninga Félags bókagerðarmanna, en félagið gerði sína samninga eftir sex vikna verkfall. Það var fyrst í sjöttu viku verkfalls sem atvinnurekendur settust við samninga- borðið. Fram að þeim tíma voru þeir ekki tilbúnir til viðræðna. í sumum blöðum hafa kjarasamningarnir verið kallaðir verðbólgusamningar og undir það hafa meira að segja sumir forustu- menn verkalýðshreyfingarinnar tekið. í slíkum fullyrðingum er gengið útfrá því að ráðamenn þjóðarinnar séu ekki með öllum mjalla; þeir kunni einungis eina leið hagstjórnar, semsagt þá, að ganga í vasa verkafólks. Sú umræða sem átt hefur sér stað á vinnustöðunum eftir þessa samninga staðfestir þá fullyrðingu Félags bóka- gerðarmanna að kröfugerð félagsins var í hæsta máta sanngjörn og í sam- ræmi við þol fyrirtækjanna. Hún sann- ar það jafnframt að lengd verkfallsins verður alfarið að skrifa á kostnað at- vinnurekenda. í sex vikur þverskallast þeir við og neita að leiðrétta kjör fólksins, en staðfesta svo eftir samn- inga að þeir séu tilbúnir til frekari samningsgerðar. Boðið upp á lengri samninga Því hefur verið haldið fram að verk- föll séu tíð og auðvitað eru þær rang- færslur komnar frá atvinnurekendum, og því merkilegra er þetta fyrir þær sakir að í tveimur síðustu kjarasamn- ingum hefur Félag bókagerðarmanna boðið uppá lengri samninga, en at- vinnurekendur hafa hafnað því alfarið. Er ekki orðið tímabært að atvinnu- rekendur átti sig á þeirri staðreynd að fólk er orðið þreytt á því að leggja á sig ómælda vinnu og aukið álag án þess að fá greitt í samræmi við það. Er ekki orðið tímabært að atvinnurekend- ur átti sig á því að fólk gerir sér grein fyrir því að það á fullkomlega rétt á hlutdeild í þeirri miklu framleiðslu- aukningu sem það hefur komið í kring. Hitt er líka Ijóst að verkafólk mun ekki láta aðra skipa málum um samtök sín, það mun ekki fórna sam- takamættinum á altari mammons. Fólk gerir sér grein fyrir því að samtakamátturinn er eina raunveru- lega trygging þess hvað hagsmunamál þess áhrærir, svo sem launakjör, starfskjör og atvinnuöryggi. — mes Frá fjölmennum fundi bókagerðarmanna í Iðnó 1984. p * m 1 í * ^6» r il »! 1 | V % ^ — 1 Híö V -V 6 PRENTARINN 1.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.