Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 3
Verðbætur á laun — eina tryggingin Vinnudeilur hafa veriö áberandi í þjóðfélaginu aö undanförnu. Þannig hefur hver vinnustöövunin rekið aðra: bókagerðarmenn, opinberir starfsmenn, sjó- menn og kennarar. Ófriður á vinnumarkaði verður oftast rakinn til þeirra staðreynda að gengið hefur verið á rétt verkafólks umfram aðra hópa í þjóðfé- laginu og að réttindamálum verkafólks er ábótavant. Þau stjórnvöid sem nú sitja hafa gengið lengra og harkalegar fram í árásum á lífskjör og réttindi verka- fólks en dæmi eru um í langan tírma. Stjórnvöld héldu því fram að forsenda þess að koma mætti lagi á efnahagsmálin væri að afnema umsamdar verðbætur á laun, og það gerðu þau. Þar var þó ekki látið við sitja, kerfisbundið hefur verið ráðist á kjörin. Ofaná það kemur svo allur annar vandi sem bitnar harðast á verkafólki svo sem hús- næðismálin og fleira. Ljóst er að eina trygging verkafólk.s fyrir því að samningar haldi út samningstímabil er að greiddar séu verðbætur á laun. Þann 1. júní n.k. falla úr gildi „þrælalög" þau sem banna verðbætur á laun. At- vinnurekendur krefjast þess nú að banninu verði viðhaldið og í sama streng hefur ríkisstjórnin tekið. Hún er ekki áreiðanleg ást þessara aðila á frelsinu og frjálsum samningum, hún virðist einungis ná til þess frelsis að fá að arðræna verkafólk. Verkafólk krefst þess að þessum lögum verði aflétt, enda eru þau bein árás á kjör verkafólks og frjálsa samninga í landinu. í næstu samningum verð- ur áherslan lögð á þetta atriði af fullum þunga. Aðalfundur Þann 11. maí n.k. verður aðalfundur Félags bóka- gerðarmanna haldinn. Aðalfundurinn fer með æðsta vald félagsins og þar eru þær ákvarðanir teknar sem skipta framtíð félagsins mestu máli. Það er því afar mikilvægt að sem flestir félagsmenn mæti og taki þátt í þeirri stefnumótun. - mes PRENTARINN - málgagn Félags bókagerðarmanna • Útgefandi FBM, Flverfisgötu 21 • Ritstjóri: Magnús Einar Sigurðsson • Setning, filmu- vinnsla, prentun og bókband: Prentsmiðjan ODDI hf. • Letur: Times og Flelvetica • Hönnuður blaðhauss: Þórleifur Valgarður Friðriksson. PRENTARINN 2.5.'85 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.