Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 4
Yfirlit yfir starfsemi FBM 1984-1985 Það starfsár sem við nú kveðjum og gefum yfirlit um hefur verið storma- samara en flest önnur í nær 90 ára sögu samtaka okkar. Einhver lengsta vinnu- deila okkar átti sér stað og stóð verk- fall félagsins í sex vikur og einn dag. Þó árangur þessarar baráttu hafi þegar komið í ljós er víst að hann á eftir að skila sér enn frekar í komandi framtíð. Eins og að líkum lætur setti kjarabar- áttan mestan svip á starfsemina. Engu að síður voru mörg fleiri mál á döfinni og verður þeim og kjaramálunum gerð hér nokkur skil. Stjórn og Trúnaðarmannaráð Fundir stjórnar eru orðnir 43 á starfsárinu þegar þetta er skrifað og eru það nokkru fleiri fundir, en verið hafa. Orsök þessa eru fyrst og fremst tíð fundarhöld í hinni hörðu vinnu- deilu á s.l. hausti. Fjölmörg mál komu að sjálfsögu til umfjöllunar í stjórninni og er sumra þeirra getið hér í skýrsl- unni. Ef menn vilja hins vegar kynna sér starfsemina niður í kjölinn eru þeir hvattir til að kynna sér fundargerðar- bækur. Mæting á stjórnarfundi var með ágætum, en þeir sem áttu sæti í stjórn voru: Magnús Einar Sigurðsson, Svan- ur Jóhannesson, Sæmundur Árnason, Þórir Guðjónsson, Guðrún Guðna- dóttir, Baldur H. Aspar og Sveinbjörn Hjálmarsson. Þá skal þess getið að Ómar Franklínsson starfaði með stjórninni í verkfallinu og samningun- um, en hann er varamaður Sveinbjarn- ar. Á þeim tíma rak Sveinbjörn erindi félagsins og sótti fundi fyrir það í Dan- mörku. Árangur þess erindreksturs skilaði sér m.a. í því að félagið fékk mikinn stuðning frá öllum samtökum bókagerðarmanna á Norðurlöndum og má í því sambandi benda á að án þess stuðnings væri félagið rúmlega 2 milljónum króna fátækara í dag. Þetta teljum við m.a. sanna gildi þess hve Ársreikningar FBM og sjóða í vörslu þess árið 1984 ÁRITUN ENDURSKOÐENDA : Ársreikning þennan fyrir Félag bókagerðarmanna og sjóði i vörzlu þess hefi ég endurskoóaó. Ársreikningurinn hefur aó geyma rekstrarreikning árs- ins 1984 fyrir Félag bókageróarmanna, Sjúkrasjóó bókageróarmanna og Menn- ingar-og utanfararsjóó GSF, efnahagsreikninga 31.12.1984 fyrir sömu aóila og skýringar nr. 1 - 10. Vió framkvæmd endurskoóunarinnar voru geróar þær kannanir á bókhaldi og bókhaldsgögnum, sem ég taldi nauósynlegar. Þaó er álit mitt aó ársreikningurinn sé í samræmi vió lög félagsins og góóa reikningsskilavenju og gefi glögga mynd af rekstri félagsins og sjóó- anna á árinu 1984 og fjárhagsstöóu hinn 31.desember 1984. Reykjavík, 26.marz 1985 Helgi Magnússon, löggiltur endurskoóandi. Vió undirritaóir, kjörnir endurskoóendur Félags bókageróarmanna, höfum yfirfarió ársreikning félagsins og sjóóa í vörzlu þess fyrir árió 1984, höfum ekkert fundió athugavert og leggjum til aó hann verói samþykktur. Reykjavík, 3/./nUi 1985. ÁRITUN STJÖRNAR : Reykjavík, : \AAA4 í stjórn Félags bókageróarmanna. 4 PRENTARINN 2.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.