Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 20
|H Vinnuvernd Líkamsbeiting Brotvél meö góðri vinnuhæð, þar sem ark- irnar koma út. Stokkunarborðið við frátök- una er því miður ekki notað. Vöðvabólga og ýmsir slit- sjúkdómar eru mjög algengir hjá fólki sem vinnur í bóka- gerð, sérstaklega er þetta áberandi í bókbandi. Þetta kom m.a. fram í könnun sem gerð var í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Sænska grafiska vinnu- verndarnefndin hefur gefið út bækling sem heitir Ergonomi og er þar fjallað um vandamál - reglur - og ráðstafanir við ýmsa verkþætti í bókbandi og skyldri vinnu. Við birtum hér einn þeirra. Á námskeiði sem haldið var nýlega fyrir öryggistrúnaðar- menn og -verði var komið inn á þessi mál og í kjölfar þess var boðað til almenns fræðslufund- ar á vegum Öryggisnefndar prentiðnaðarins. Guðlaug Páls- dóttir sjúkraþjálfari hélt fyrir- lestur um líkamsbeitingu við vinnu og sýndi slides-mynda- seríu, sem tekin var í bóka- gerðarfyrirtækjum í Reykjavík. Alltof fáir félagar sóttu þennan fund, en vakin er athygli á því að hægt er að fá Guðlaugu til að koma í fyrirtækin og veita frekari leiðbeiningar þar. Væru þær þá miðaðar við hvern og einn vinnustað. Öryggistrúnaðarmenn og trúnaðarmenn eru hvattir til að vinna að því að fá Guðlaugu á sína vinnustaði. Auk þess sem Guðlaug er almennur sjúkra- þjálfari hefur hún kynnt sér sérstaklega vinnuaðstæður í bókagerð almennt og viðað að sér miklum fróðleik sem snertir okkar störf. Vandamál • Oft þarf að leggja í vélina frá palli á gólfinu. • Of mikil vinnuhæð við ílagn- ingu. • Of lág vinnuhæð við frátökuna. • Of langt á milli frátöku og ílagn- ingar við velti-íleggjara. • Oft erfitt að komast að stjórntækjum. • Staðsetning og hæð stokkunar- borðsins. • Að hlaða á pall á gólfi. Reglur ílagningin á ekki að fara fram frá palli á gólfi, heldur frá lyftara svo 20 PRENTARINN 2.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.