Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 11
Að þessu sinni mætti grýla sjálf með tvo syni á jólaball FBM • ' "j í blaðinu hefur verið reynt að sinna öllum þeim þáttum sem snerta hagsmuni okkar á hverjum tíma. Mestu erfiðleikarnir eru þó bundnir við það að fá efni um tæknimál. Ljóst er að í okkar röðum eru menn sem fylgjast vel með því sem er að gerast, en erfitt hefur verið að fá fólk til þess að skrifa; ef til vill er eina leiðin sú, að greiða fyrir þau skrif, þar eð allir virð- ast vera uppteknir í vinnu. Hvað sem verður ofan á í þessu sambandi er ljóst að æskilegt væri að auka þennan þátt í blaðinu til muna. Erlend samskipti Samskipti okkar við félaga í öðrum löndum voru með venjubundnum hætti, að mestu leyti. Þeim fundum og ráðstefnum sem við höfum tekið þátt í hefur nær öllum verið gerð skil í Prent- aranum. Hér verður því aðeins nefnt það sem sker sig frá venjubundnum samskiptum á þessu sviði. Svo heppi- lega vildi til að Sveinbjörn Hjálmars- son sótti fundi erlendis fyrir félagið í verkfallinu og er árangri þess gerð skil hér að framan í þessu yfirliti. Stjórn NGU ákvað að auka samskiptin á milli aðildarlandanna og halda einn auka- fund á milli ársfunda og var hann í Osló í janúar 1985, en búið er að fjalla um hann í Prentaranum. Tilgangur þessara funda er að treysta enn betur samskipti landanna og upplýsingar þeirra á millum; ástæða er til að fagna þessu, því mikilvægi þess að auka slík samskipti eru augljós ekki síst á þeim stundum þegar kjarabaráttan er uppi, það höfum við reynt og vitum því hversu mikilvægt það er að þekkja til aðstæðna hjá þeim sem í baráttu standa þannig er vísara að málefnið fái raunhæfan stuðning. Að lokum er rétt að benda mönnum á grein Ársæls Ell- ertssonar, í þessu blaði, en hann hefur átt sæti í sameiginlegri nefnd um sam- ræmingu tákna og þess háttar á prent- sviðinu. 10. Yfirlit yfir eigið fé 1984/frh. : Heildar eigió fé FBM og sjóða í vörzlu þess 31.12.1984 : Félag bókageróarmanna ..................................... 16.580.333 Sjúkrasjóóur bókageróarmanna ............................. 11.268.775 Menningar-og utanfararsjóóur GSF ................... 242.333 28.091.441 í árslok 1983 nam heildarfjárhæóin kr. 25.651.003. Aukning á árinu 1984 er þannig 9,5%. Göngum við í kringum . . . PRENTARINN 2.5.-85 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.