Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.02.1985, Blaðsíða 23
Vinnudeilur [ 3. tbl. málgagns atvinnurekenda, VSÍ, „Úr atvinnulífinu" er meðfylgj- andi töflu að finna. Jafnframt er þar að finna eftirfarandi: „Við íslendingar eigum því margt ólært í þessum efn- um, en efnahagslegar framfarir hljóta m.a. að byggjast á stöðug- leika í atvinnulífinui". í framhaldi af þessu má spyrja hvernig stöðugleiki i atvinnulífinu verði best tryggður? Verður það best gert með aðferðum núverandi ríkis- stjórnar, sem bæði bannar samn- inga og afnemur umsamda hluti (verðbætur á laun), auk þess að ráðast leynt og Ijóst að kaupmætti verkafólks? Þessu svörum við hik- laust neitandi. Verður það gert með því sem nú tíðkast að atvinnurek- endur sitji einir að þeim arðsauka sem fengist hefur með auknu vinnu- álagi samfara tækninýjungum? Þessu svörum við hiklaust neitandi. Stöðugleiki í atvinnulífinu verður ein- ungis tryggður með því að verkafólk fái mannsæmandi laun og búi jafnt við efnahagslegt og félagslegt ör- yggi. Sú tafla sem hér birtist segir fyrst og fremst þá sögu að misrétti sé mikið á íslandi eins og á Ítalíu. Verkafólk býr ekki við þau kjör sem það á rétt á og hægt væri að tryggja því miðað við fjármagn í landinu. Lög og samningar FBM Lög og samningar félagsins hafa ekki verið til á lager um nokkurt skeið og er það vissulega slæmt, einkum þegar nýir félagar bætast í hópinn. Það er því ánægjulegt að geta greint frá því að nú er bæði búið að prenta lögin og samningana og væntan- lega búið að dreifa hvorutveggja til félagsmanna þegar þetta blað berst mönnum. í þessu sambandi viljum við vekja athygli á því að samningarfélagsins eru gefnir út í öðru broti en vant er og er það gert í því augnamiði að fólk geti fært inn athugasemdir við einstaka greinar og áttað sig þannig betur á þýðingu samningsins. Orðsending Ástæða er til þess að vekja athygli á eftirfarandi ákvæðum úr samning- um frá 22. október 1984: - Hinn 1. desember 1984 hækki grunnlaun um 3%, 1. júni 1986 hækki þau um önnur 3% og enn 1. september 1985, hækki þau um 3%. - Hinn 30. nóvember 1984 skal hver fastur starfsmaður í fullu starfi fá sérstaka greiðslu, kr. 3.000,- Hinn 29. mars 1985 skulu sömu starfsmenn fá greiddar kr. 1.500,- til viðbótar. Starfsmaður í hlutastarfi skal fá greitt miðað við starfshlutfall. - Þeir einir, sem taka laun skv. taxta aðstoðarfólks (4.234 á viku) og unnið hafa eitt ár samfellt hjá viðkomandi atvinnurekanda, fái aukagreiðslu, kr. 600 mánaðar- lega. Auglýsingar Vinna á Norðurlöndum Af gefnu tilefni er það undir- strikað að ef félagsmenn eru að hugleiða að fá sér störf í bókagerð- argreinunum á Norðurlöndum þá ber þeim að snúa sér til félagsins. í nýgerðri samþykkt stjórnar Nordisk Grafisk Union kemur fram að á þessu hafi orðið misbrestur og að þaö hafi í mörgum tilvikum leitt til vandræða bæði fyrir einstaklinginn og viðkomandi félag. Atvinna Ef félagsmenn hafa hug á nýjum störfum eru þeir beðnir um að snúa sér til skrifstofunnar, sími 28755. Töluvert er um að fyrirtæki snúi sér til skrifstofu FBM vanti þau fólk í vinnu. PRENTARINN 2.5.'85 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.