Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 12
Litamagni er stýrt meö því aö þrýsta saman ídýfuvalsi og rastvalsi. Rastvalsinn flytur hinn þunnfljótandi lit yfir á prentmótiö og áfram þaðan á efnið. Fullkomin stjórnun á litamagni fæst, ef bætt er viö sköfu, sem fjarlægir umframlit af rastvalsi. Hæðaprentun, offset. Þeir hlutar sem prenta og hinir sem ekki gera þaö liggja hliö viö hlið í sömu hæö. Djúpprentunaraðferðin. Sá hluti sem prentar er greyptur í mynsturvalsinn. Skortur á menntun í Svíþjóð er engin skipulögð menntun á sviði flexóprentunar og ekki virðist heldur hafa verið lagt mik- ið upp úr rannsóknum enn sem komið er. Allan Ejeblad óttast, að við drögumst enn frekar aftur úr í Sví- þjóð, ef við leggjum ekki aukna áherslu á menntun og jafnvel ákveðna samvinnu í greininni, til að auka þekk- ingu okkar. Ef við bara lítum til grann- ans í vestri má sjá, að þar hafa þegar verið haldnar tvær ráðstefnur um flexóprentun. Hin fyrri í október 1984 og sú síðari í febrúar 1985. Skipuleggj- andi í báðum tilvikum var norska prentrannsóknastofnunin - Norges institutt for grafisk forskning. Bíða átekta eða fjárfesta Margir þeirra sem hafa farið út í ýmiss konar umbúðaprentun eru byrj- aðir að fjárfesta í flexóprenttækninni, jafnvel í Svíþjóð. Þetta er gert í því augnamiði að geta boðið viðskipta- vinunum fleiri valkosti. Þá er unnið jöfnum höndum með mismunandi tækni. Þeir sem e. t. v. hafa undanfar- ið fjárfest stórum í nýjum djúpprents- búnaði eiga óhægara með að hafast frekar að. Þeir bíða átekta hvað þró- unina varðar. En eins og áður er sagt gerast margir hlutir og hratt innan flexóprentunarinnar. Auðvitað skiptir mestu hve hratt markaðshlutfall flexó- prentunar eykst. Meðal fremstu fram- leiðenda flexóprentunar í Evrópu má nefna Fischer & Krecke og Windmöll- er & Hölscher. Bæði fyrirtækin eru komin mjög langt í tækniþróuninni. Almennt má segja, að flexóprentvélar nái í dag framleiðsluhraða upp á u. þ. b. 200 m/mín. og brautar- breiddin sé allt að 2500 mm. Hámarks- lengdin er 1000 mm. Bætt vinnuumhverfi Hefðbundnir flexólitir eru byggðir á leysiefnum, þá fyrst og fremst etanóli. Litir sem gerðir eru á vatnsgrunni bætast þó ört á markaðinn. Þeir litir hæfa einkum vel prentun á pappír og karton. Hins vegar hafa enn ekki kom- ið fram reglulega góðir vatnslitir fyrir prentun á plastfilmu, álþynnur og önn- ur þétt efni. Vandamálið er að þau ná ekki að þorna. Á þessum sviðum er unnið stíft að rannsóknum nú. Vatns- litirnir innihalda einnig ákveðið magn leysiefna. Það er hins vegar lítið og hefur ekki eins neikvæð áhrif á loftið í prentsölunum. Þannig má ennfremur bæta vinnuumhverfið með flexóprent- un. Þýtt úr blaðinu Nord-Emballage mars 85. 12 PRENTARINN 1,6.'86

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.