Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 18
Aukning verkefna
samhliða
tæknibreytingum
Á fyrsta samningafundi í kom-
andi samningum var því haldið
fram, og það sjálfsagt með réttu, að
bókagerðarmenn ynnu að jafnaði
50,2 tíma á viku. Þessi fullyrðing
kom fram í umræðu um kröfu FBM
um að vinnuvikan verði stytt í 35
stundir, en það er ein af kröfum
hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyf-
ingar til að fá í einhverju notið
kosta þeirrar tæknivæðingar sem
hér er til umfjöllunar.
Á sama tíma og atvinnuleysi
eykst víðast hefur atvinnuástand
haldist nær óbreytt hér um margra
ára skeið, þrátt fyrir innleiðingu af-
kastamikillar tækni í okkar grein-
um. Nærtækasta skýringin virðist
vera sú að framleiðsla prentgripa
hefur margfaldast á undanförnum
árum. Þessari fjölgun prentgripa
eru hins vegar takmörk sett og því
hljótum við að spyrja okkur hversu
lengi verður hér unnið að jafnaði 50
stundir á viku, hversu lengi verður
ísland undantekningin sem sannar
regluna? Menn mega ekki taka orð
mín svo að ég sé að mæla með því
að unnar séu 50 stundir á viku, en
við skulum ekki gleyma því að eins
og staðan er í dag er heimilunum
það efnahagsleg nauðsyn.
Tæknivæðingin, fjölgun prent-
gripa, aukinn hraði hefur aukið
stórlega álag á bókagerðarmenn og
á það ekki síst við þar sem ein-
göngu er um vélavinnu að ræða.
Þetta aukna álag hlýtur að koma
inní myndina sem stórt atriði þegar
við ræðum um menntun og samein-
ingu iðngreina. Við hljótum að
leita leiða að því hvernig draga
megi úr þessu álagi. Eitt af svörun-
um við því er að forðast einhæfni í
starfi. Hagkvæmni í rekstri er ekki
bara fólgin í sérhæfingu, öðru nær.
Fjölbreytni í starfi er mikilvæg ef
einstaklingurinn á að fá notið sín
til lengdar á vinnustað. Menntunin
verður því að miðast við víðtæka
þekkingu, svo einstaklingurinn dagi
ekki uppi við einhæf og niðurdrep-
andi störf.
Sameining iðngreina
iðnmenntunin
- öldungadeild
Sameining iðngreina hefur verið
yfirlýst markmið Félags bókagerð-
armanna frá stofnun þess 1980 og
hafði áður verið til umfjöllunar hjá
Grafiska sveinafélaginu og Hinu
ísl. prentarafélagi. Auk þess hefur
það verið stefna alþjóðasamtaka
bókagerðarmanna að iðngreinarnar
yrðu aðeins þrjár: Prentformagerð-
Prentun-Bókband. í mínum huga
hníga flest rök að því að þetta sé
rétt stefna og að vinna beri mark-
visst að framkvæmd hennar. Ég tel
þetta vera mikilvægara fyrir okkur
hér á íslandi en víða annars staðar.
Þar kemur m. a. til að vinnustaðir
eru hér litlir auk þess sem það gæfi
okkur sterkari félagslega stöðu.
Við fengjum betri yfirsýn yfir sviðið
allt. Við stæðum sterkar að vígi í
baráttunni við þá sem eru að fást
við bókagerð utan okkar raða og í
trássi við lög og reglur. Síðast en
ekki síst vil ég nefna að það ætti
að auðvelda okkur baráttuna fyrir
raunhæfum tæknisamningi við at-
vinnurekendur, tæknisamningi sem
tæki fullt tillit til hinna mannlegu
þátta, rétti fólks til félagslegs- og
efnahagslegs öryggis.
En þó ég telji sameiningu þeirra
iðngreina sem hér um ræðir nauð-
synlega, má ekki rasa um ráð fram.
Tryggja verður endurmenntun fyrir
þá sem fyrir eru og hennar æskja.
Ganga þarf frá og samþykkja náms-
skrár fyrir hinar nýju iðngreinar.
Ég er þess fullviss að bókagerðar-
skólinn getur sinnt þessari endur-
menntun með sóma ef við og at-
vinnurekendur stöndum við bakið á
honum. Þetta helvítis nöldur um
að skólinn sé ómögulegur er tóm
þvæla og með samstilltu átaki kenn-
ara, nemenda, FBM og FÍP er ég
sannfærður um að það megi gera
hann býsna góðan ef ekki frábæran.
Þrýsta þarf á fjárveitingaraðila, ríki
og bæ, skapa kennurum viðunandi
aðstöðu til að fylgjast með nýjung-
um á vinnumarkaðnum, tengja
skólann betur tæknivæddum vinnu-
stöðum þannig að hann geti nýtt þá
til sýnikennslu og fyrst og síðast
verðum við að slá skjaldborg um
þennan skóla okkar með jákvæðu
hugarfari og framkvæmdum í stað
nöldurs og neikvæðni sem hann
hefur mátt þola allt of lengi.
Sameining iðngreina getur orðið
sálrænt vandamál þeirra einstakl-
inga sem tilheyra þeim iðngreinum
sem á að sameina, ástæðulaus ótti
getur gripið um sig. Gera þarf allt
sem hægt er til að fyrirbyggja slíkt.
Ef litið er til reynslu annarra í þessu
sambandi sýnir sig að þessi hugsan-
legi ótti er ástæðulaus. Ein leið til
þess að fyrirbyggja hann er að fyrir
liggi nákvæm áætlun um endur-
menntun og þjálfun sem allir geti
átt kost á, sem þess óska.
Öldungadeildarfyrirkomulag er
að verða að veruleika við bóka-
gerðarskólann. Því fylgja bæði
kostir og gallar. Þetta fyrirkomulag
verðum við að nýta til fulls. Við
verðum að skapa óiðnlærðum fé-
lögum okkar raunhæfa möguleika
þar og á ég þá við að það verði
metið við þetta fólk sem og þá iðn-
lærðu að fólk verði sér útum aukna
18
PRENTARINN 1.6.'86