Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 5
stafa ætla ég ekki að nefna á nafn. Hana hef ég fyrir löngu gefið upp á bátinn. En í þeim sérstöku tilfellum þegar nauð- synlegt er að nota hástafi á maður fullt í fangi með að fá bara þolanlega útkomu. Gömlu setjararnir með „spas- eringa“kerfið sitt heyra sög- unni til. Pappírinn Þar sem bókaprentun er í minnihluta í heildarfram- leiðslunni verður oft að nota pappír sem er of hvítur. Hann getur verið stórfínn fyrir lita- verk en lítt hæfur fyrir texta eingöngu. Við Jokum Smith duttum á sínum tíma niður á mattglittaðan, örlítið tónaðan pappír, sem var alveg kjörinn fyrir myndalausar bækur en í dag verður að sérpanta fram- leiðslu á þessum pappír. Aftur á móti er til indælis pappír fyrir myndaprentun. Samt tekst mörgum prenturum að láta svart/hvítar verðlaunamyndir renna út í grámósku og „kont- rast"leysi. Fjögralita prentun gengur mun betur, ekki síst vegna þess að flest filmu- og plötufyrirtæki skila mjög góðri vinnu. Bókbandið Óinnbundna bókin virðist hafa vinninginn. En rétt um leið og maður hélt að fyrirbær- ið óskorin bók væri úr sögunni fær maður fleiri og fleiri skáld- sögur sem þarf að skera upp úr. Og bara til þess að bækurn- ar sýnist stærri um sig - mörg- um til sárrar hrellingar. En það versta er að flestir útgefendur horfa meira á krón- ur en gæði. Prentararnir eru hvattir til að skila fúskvinnu þar sem flaustursleg setning, slæleg farfagjöf og aðrar Erik Ellegaard Frede- riksen er þekktur í heima- landi sínu, Danmörku, og víðar fyrir hönnun bóka og annara prentgripa. Á árunum 1948—1950 var hann aðstoðarmaður Jan Tschichold hjá Penguin- útgáfunni í London. Hann átti þátt í að koma á fót hönnunardeildinni við Den Grafiske Höjskole og kenndi þar um 25 ára skeið. Grein þessi birtist í félagsblaði Forening for Boghaandværk, 1. tbl. 1985 og er þýdd með góð- fúslegu leyfi höfundar. Teikningin af honum er gerð af Eiler Krag. hremmingar blasa við á hverri síðu. Samt trúi ég því að betri skipulagning gefi betri gæði. Þegar upp er staðið kostar alls ekki meira að fylgja reglum sem byggðar eru á undirstöðu- atriðum í fagurfræði setningar- innar og þar með læsileikans. Og ekki ætti það að vera að fara fram á mikið að ætlast til að farfagjöf sé jöfn á hverri bók. Bókagerðarmenn eru ekki lengur handverksmenn fortíð- arinnar með vissar hefðir á bak við sig til stuðnings. Fagritið þeirra, De Grafiske Fag, flytur eingöngu greinar um launamál, nýjar vélar og tæki og stjórnun þeirra. Fagurfræðin er ekki lengur inni í myndinni að frá- töldum einstaka heiðarlegum undantekningum. Menn vinna samkvæmt skipun. Slík vinnu- brögð kalla á að fyrirmæli séu ítarleg og að yfirmenn prent- smiðjanna skilji að þar á að gera kröfur um ákveðnar fyrir- myndir (norm) við framkvæmd verksins. Hér hafa útgefendur svikist undan merkjum. Það eru þeir sem eiga að ákveða bókastærð og pappír, kápu, já, skipulag „typografíunnar" er á þeirra ábyrgð. En margir útgef- endur ættu frekar að selja haframjöl. Þeir hafa engan áhuga fyrir tæknilegri vinnslu bókarinnar. Eina áhugamálið er salan og ekkert annað. En hreinræktaðir framleiðendur vita mætavel að gæði vörunnar hvíla á hönnun, skipulagningu og framleiðslustjórn svo grip- irnir geti talist boðleg söluvara. Dönsk bókagerð er að breyt- ast til hins verra. Ljótleikinn vinnur á. Kæruleysi í vali á letr- um, læsileikaatriðum o. fl. er makalaust. Verstu annmark- arnir frá auglýsingastofunum þrengja sér hægt og rólega með. Hvenær ætlum við að taka okkur á? Svo skáldsagan verði á ný meðfærileg og lipur í hendi, læsileg og viðunandi frá fagurfræðilegu sjónarhorni. Hvenær verða námsbækur þannig úr garði gerðar að auð- velt sé að tileinka sér efni þeirra með því að beitt sé á réttan hátt myndum, línuritum og umfram allt „typografisku“ samræmi? Hvenær ætla útgef- endur á nýjan leik að gera kröf- ur til pappírs, prentunar og alls þess sem gerir eina bók að frambærilegum iðnvarningi? Vegna þess að nú getum við þetta allt. Prentsmiðjurnar eru tæknivæddar til hins ýtrasta og eiga að geta sinnt ótal óskum og afbrigðum. Engin afsökun er til lengur fyrir því að skila lélegri vinnu. En það er heldur ekki til nein afsökun fyrir þann útgefanda sem kærir sig koll- óttan um framleiðslu bókarinn- ar. Það eru til fyrirtaks hönn- uðir. Það eru líka til útgefend- ur sem bæta sig ár frá ári. Og það er sönn ánægja að fylgjast með bókunum þeirra. Áður en ég settist niður til að skrifa þessa grein las ég fyrirlesturinn sem ég flutti í Forening for Boghaandværk 1951 og kom bókagerðarmönn- um til að síga niður í sætum sínum. Tíminn leiddi í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. En við höfðum líka meðbyr. f meira en tuttugu ár bjuggum við að góðri bókagerð. í dag gæti ég leikandi flutt nákvæmlega þennan sama fyrirlestur. En ekki get ég sagt að ég yrði bjartsýnn á að árangurinn yrði sá sami. Og hef ég ekki ver- ið kallaður gamall, nöldrandi svartsýnisseggur. Það er bara svo ansi ergilegt að lifa blómaskeið og horfa síð- an upp á allt drabbast að nýju. En allt virðist samt háð slíkum sveiflum. ÞEB þýddi. PRENTARINN 1.6.'86 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.