Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 9
Eftir eigin
geðþótta
í 3. tölublaði Prentarans 1985 birtist
grein, sem berheitið: „Gegn aðstoðar-
fólki og iðnnemum.“ Greinin birtist
undir dulnefninu as. Mér þótti dul-
nefnið strax dálítið andstætt öllu frjáls-
hyggjutalinu, sem nú ríður yfir, m. a.
óskoruðu frelsi einstaklingsins til að
láta skoðanir sínar í ljósi við hvern
sem er og hvar sem er. En þegar ég fór
að lesa greinina, sem grípur á mörgum
veilum í kaupgjaldskerfi okkar og er
að mestu í samræmi við kröfugerð fé-
lagsins að þessu sinni, þá fór mér að
skiljast hver ástæðan var fyrir dulnefn-
inu. Hún var einfaldlega sú, að hið
lága taxtakaup, sem framkallar yfir-
greiðslur og aukavinnu, eftir geðþótta
atvinnurekenda, er orðin háskaleg ein-
ingu og jafnréttishugsjón verkalýðsfé-
laganna. Þeir sem láta álit sitt í ljósi
um ástandið í launamálum, mega bú-
ast við því að gjalda þess í kaupi, sem
ekki verður lifað af, og þýðir í raun og
veru fyrir marga óbeina brottvísun úr
starfi.
Það hefur líka færst í aukana, þegar
um yfirgreiðslur er að ræða, að samið
er við hvern einstakling með því skil-
yrði, að hann láti það ekki berast til
félaga sinna, hvað hann hefur í kaup.
Með þessu er verið að skapa tor-
tryggni milli félaga og lævi blandið
andrúmsloft á vinnustað. Þetta gef-
ur atvinnurekendum aðstöðu til að
drottna, ekki aðeins yfir lífskjörum
fólks, heldur og líka yfir vilja þess og
félagslegu frelsi.
Greinarhöfundur segir: „að versta
afleiðingin, sem þetta kerfi hefur er
gagnvart þeim hópum, sem í kaupi eru
miðaðir við frumtaxta sveina. Þessir
hópar eru fyrst og fremst ófaglært að-
stoðarfólk og iðnnemar. Einnig má
þar telja eldri félaga okkar meðal setj-
ara og hæðarprentara.“ Og greinar-
höfundur bætir því við að u. þ. b. Vá af
félagsmönnum FBM sé láglaunahópur
og að mestu leyti skipaður konum.
Hann leggur einnig áherslu á nauðsyn
þess, að stórhækka alla taxta og knýja
atvinnurekendur til þess að greiða öll
launatengd gjöld af útborguðum laun-
um „en ekki af einhverju ímynduðu
dagvinnukaupi.“
Vonandi sér það hver félagsmaður
að hér er mikil hætta á ferðum, ekki
aðeins fyrir okkar félag, heldur og
fyrir verkalýðshreyfinguna alla, því
víða tíðkast nú hin breiðu spjótin.
Ekki verður annað séð, en það sé nú
aftur orðin stefna atvinnurekenda og
annara valdhafa í þjóðfélaginu, að
endurskapa það ástand ótta og örygg-
isleysis, sem var á upphafsdögum
verkalýðshreyfingar og síðar í kreppu
og atvinnuleysi. Þeir vilja nú sem fyrr
svelta verkafólk til hlýðni.
Verkalýðsstéttin verður því að rísa á
fætur. Hún verður að hefja virðingu
og stolt vinnunnar gegn valdhroka og
ofríki auðsins. Hún verður að krefjast
réttar síns til síaukinnar hlutdeildar í
þeim auði, sem hin hraðfleyga tækni
nútímans skapar. Hún verður að berj-
ast fyrir kröfum, sem taka fyrst og
fremst mið af hag launafólks en ekki
þeim „hagvexti“ og þeirri „greiðslu-
getu atvinnuveganna“, sem auðstéttin
hefur her manns til að reikna út til
auðsöfnunar sér til handa.
Stefán Ögmundsson.
m uIVn °s m„ S
<■„„ tJÍ e,:'ð,ií-
' 1'*'1*”&
' >*•£**
t\lf w 7 ***% xt t
PRENTARINN 1.6 '86
9