Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 24
legri kennslu muni iðnskóli nokk-
urn tíma geta haldið í við þœr öru
breytingar sem eiga sér stað í graf-
ísku iðnunum, þó ekki sé nema
vegna þess að ekki yrði hægt að
tækjavæða hann svo vel sé, einfald-
lega af því að breytingarnar eru svo
örar.
En þó tækniþróunin hafi verið
ör, virðist samt sem grundvallarat-
riðin í framleiðsluferlinu haldi sér
nokkuð, þannig að sá grunnur sem
lagður er í iðnskóla í fræðilegum
grundvallaratriðum mun alltaf
koma að gagni. Verkefni iðnskóla
hlýtur því að felast í því að kenna
undirstöðuna í verkmenntuninni og
fræðilega þáttinn og þá ekki síst að
vekja áhuga nemenda og gera þeim
Ijóst, að í dag verður iðngrein ekki
lœrð á sama hátt og fyrir 50—60
árum, þegar menn lærðu fagið sitt
og unnu við það nær óbreytt alla
sína starfsævi. Nútíma iðnaðarmað-
ur á og verður að fylgjast með því
sem er að gerast í iðngrein hans.
Með nýjum tækjum sem keypt
eru koma leiðbeiningabækur á er-
lendum málum sem fagmennirnir
verða að geta lesið. Að kenna
mönnum að lesa þessar bækur er
dæmigert verkefni iðnskóla.
Fækkun iðngreina
I sambandi við sameiningarmál
þá hef ég verið hlynntur því í mörg
ár að fækka iðngreinum í bókagerð-
inni og tel að það yrði gæfuspor, ef
rétt yrði að staðið.
Við breytingar þær sem orðið
hafa síðustu ár í vinnsluaðferðum
með tilkomu ljóssetningar og off-
setvinnslu, hefur það sannast að
fagmenn í hinum ýmsu greinum
bókagerðar þurfa að hafa staðgóða
þekkingu á vinnsluferli næsta verk-
þáttar á undan og eftir þeirra eigin.
Öll þekkjum við vandamál sem
koma upp í vinnslunni vegna þess
að einhver verkþátturinn hefur
ekki verið rétt unninn fyrir þann
næsta. Þannig að hann fellur ekki
að vinnsluferlinu og þarfnast lag-
færingar. Þessi framleiðsluslys, sem
ég vil nefna svo, eru ekki til að
auka framleiðni í fyrirtækjunum.
Hjá mörgum þessara framleiðslu-
slysa mætti komast með víðfeðmari
þekkingu iðnaðarmannanna.
Nú vil ég víkja að hinni hlið máls-
ins, sem ekki er síður mikilvæg, en
það er tækniþróun sú, sem ber
það með sér að setning, umbrot,
skeyting og ljósmyndun fari fram
með vinnslu á skjá, sem óhjá-
kvæmilega felur í sér verulega skör-
un iðngreina.
Þessi skörun þýðir einfaldlega
það, að þeim sem við þannig skjá
vinnur, er nauðsynlegt að hafa
haldgóða þekkingu í öllum greinun-
um þrem, þ. e. setningu, skeytingu
og ljósmyndun.
Þó svo að samningar milli iðn-
greina innan FBM kveði svo á, að
þetta sé sameiginlegt svið setningar
og skeytingar, nægir það ekki til að
verjast þriðja aðilanum, aðilum
utan FÍP og FBM, ef þekkingu fag-
mannanna er ábótavant.
Ég álít að það sé ekki hægt að
leggja niður iðngrein sem einu sinni
hefur verið löggilt. Það myndi þýða
að verið væri að ógilda próf þeirra
manna sem þegar hafa sveinspróf í
viðkomandi iðngrein. Ég held að
óhjákvæmilegt sé að stofna nýja
iðngrein, kenna hana í skóla og
með starfsþjálfun, sem lyki með
sveinsprófi. Um leið á að hætta að
útskrifa fólk í eldri greinunum.
Önnur leið er að kenna til prófs í
öllum greinunum og láta taka
sveinspróf í þeim öllum.
Eitt er ljóst í þessu máli, hverjar
svo sem lyktir verða, að endur-
skipuleggja þarf námið frá grunni
og semja nýja námsskrá þar sem
námstími og skipting hans yrði
ákvörðuð.
Það mikilvægasta í þessu máli er
samt hvernig bregðast á við mennt-
un þess fólks sem þegar er úti á
vinnumarkaðnum með mismunandi
sveinspróf.
Það er mál sem yrði að vinna
jafnhliða skólamálinu og er ekki
síður mikilvægt, skiptir raunar öllu
máli að fái farsælan endi.
Finna verður færa leið til þess að
allir geti aflað sér réttinda í grein-
um sem þeir ekki hafa réttindi í.
Til þess að þessar hugmyndir geti
orðið að veruleika þarf peninga, og
það þarf mikið af þeim.
Samning nýrrar námsskrár er
mikið verk og kostar þar af leiðandi
peninga.
Líklegt er að endurmenntun verði
að vera með kvöldskólasniði og það
kostar peninga. En engin leið er að
komast hjá því að fólkið leggi sjálft
eitthvað af mörkum.
Ég tel það úrslitaatriði í þessu
máli að það sé mjög vel skipulagt
og að öll námsskrárvinna sé búin
áður en farið er af stað með
kennslu og eins að fjárhagsgrund-
völlurinn sé rækilega tryggður.
Ég ætla að enda þessa tölu með
því að leggja sérstaka áherslu á, að
ef ekki er vandað til alls undirbún-
ings í þessu máli er verr af stað farið
en heima setið.
24
- Sameina ber setningu, skeytingu og offsetljos-
myndun í eina iðngrein - „Prentformagerð“
I