Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 23
Olafur Ingi Jonsson
Verðum að tileinka
okkur tæknibreytingar
Sjálfsagt finnst mörgum að það
sé að bera í bakkafullan lækinn að
tala um tæknibyltingu þá, sem hófst
fyrir um það bil 40 árum og stendur
enn. Hraði hennar hefur aldrei ver-
ið meiri en nú undanfarin ár og er
ekki séð hvernig því máli lyktar.
Hvað okkur varðar er störfum í
grafískum iðnum er framtíðarsýnin
að mörgu leyti spennandi, en þó
uggvænleg. Upplýsingatæknibylt-
ingin sem svo hefur verið nefnd
snertir okkur hvað mest allra iðn-
greina í atvinnulegu tilliti. Hraði
tækniþróunarinnar í grafíska iðnað-
inum hefur verið með ólíkindum
síðustu ár og er ekki séð fyrir
endann á þeirri þróun sem á sér nú
stað úti í hinum stóra heimi. Við
erum þegar farin að finna fyrir
henni hér á landi, þó í minna mæli
sé en víða annars staðar í heimin-
um.
. . . samt til góðs
annað ekki
Segja má að með þessari innrás
tækninnar riðlist allt það sem fram
til dagsins í dag hefur lotið hefðum
kynslóðanna, sumt til góðs annað
ekki.
Við bókagerðarmenn erum í
svipaðri aðstöðu og handritaskrifar-
ar í Evrópu voru á 15. öld, þegar
byltingarmaðurinn Gutenberg kom
fram með sína tæknibyltingu. í Par-
ís einni var talið að um það bil 25
þúsund manns hafi haft starfa við
afritun handrita. Það er vitað að
margir þessara manna brugðust
þannig við, að þeir tileinkuðu sér
hina nýju tækni Gutenbergs og
margir frægustu prentarar og letur-
smiðir í frumbernsku prentlistar-
innar voru fyrrverandi skrifarar.
Þetta sýnir að bókagerðarmenn í
dag eru ekki fyrstu bókagerðar-
mennirnir sem standa frammi fyrir
PRENTARINN 1.6. '86
vanda vegna tæknibreytinga, og að
mínu áliti getum við lært það af
þessum mönnum, að eina vörn fag-
mannsins gegn tæknibreytingum, er
að hann tileinki sér þær og verði
þannig áfram hæfastur til að vinna
verkin.
Tækniþróun nú allra síðustu ára
hefur aðallega snúist um þann þátt
grafíska iðnaðarins sem lýtur að
undirbúningi fyrir prentun, þ. e.
setningu, skeytingu og plötugerð og
ljósmyndun.
Þegar eru komin fram tæki sem
nota má til að koma texta, sem
skrifaður hefur verið á tölvur og
unninn sérstaklega á skjá, án allra
milliliða, beint á prentplötu. Þessi
tækni er að vísu svo til eingöngu á
dagblaðsstiginu í dag, þ. e. til
grófari prentunar. En við getum
tekið það sem gefið að þetta á eftir
að þróast inn í almennu prentsmiðj-
urnar, það er lögmál sem hingað til
hefur alltaf gengið upp.
Nær allar tækninýjungar í prent-
verkinu hafa fyrst verið notaðar við
dagblöðin og síðan þróaðar útí al-
menna prentiðnaðinn.
En hvað þýðir öll þessi tæknibylt-
ing fyrir bókagerðarmenn? Þýðir
þetta það að bókagerðarmenn, eða
stór hluti þeirra verði brátt óþarf-
ur? Munu störf okkar heyra sög-
unni til eftir nokkur ár? Svo gæti
farið verði ekki brugðist við vand-
anum í tæka tíð.
Og hvernig á þá að bregðast við?
Getum við gert það með því að
segja að þessi og þessi verkþáttur í
framleiðslunni sé okkar?
Til þess að raunhæft sé að fara
þannig að, verðum við líka að vera
opnir fyrir því og hæfir til þess að
taka við nýrri tækni, því reynslan
sýnir að hún verður ekki stöðvuð.
En til þess að taka við nýrri tækni
þurfa menn stuðning samtaka
bókagerðarmanna og þau verða að
vera vakandi yfir því að mennta
félaga sína.
Eftirmenntunarherferð
Prentsmiðjueigendur og Félag
bókagerðarmanna ættu að snúa
bökum saman og hefja eftirmennt-
unarherferð meðan tækifæri er til.
Aður en holskeflan ríður alvarlegar
yfir hér á landi. Það er ótvírætt
hagur beggja að fyrirtækin séu sam-
keppnishæf á þessu sviði og hæf til
að takast á við vandann, og vísa ég
þar frekar til erindis Ole Brinch,
forstöðumanns bókasafns Grafiske
hpgskole, er hann flutti á vegum
FÍP og FBM s. 1. sumar.
Það framtak að halda þessa ráð-
stefnu, þar sem aðalefni var mennt-
unarmálin og sameining iðngreina,
er ánægjulegt. Það var kominn tími
til að ræða þessi mál af alvöru.
í sambandi við menntunarmálin
er ekki hægt að ætlast til að í verk-
Ólafur Ingi við kennslu í
Bókagerðarskólanum.
iiT
23