Prentarinn - 01.01.1999, Qupperneq 4
allt s em sýnist
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir
vandlátir í útgáfu sinni, stærstir
náttúrlega og í augum landsmanna
„íslenskt" bókaforlag sem svíkur
ekki lit. Til að kóróna skellinn með
Mál og menningu rak maður svo
augun í ummæli Sigurðar Svavars-
sonar, formanns Félags bókaútgef-
enda og framkvæmdastjóra Máls
og menningar, í dagblaði rétt fyrir
jólin þess efnis að prentun erlendis
væri jafnvel betri en hér heima!
Ljótt er ef rétt reynist. Ég gerði
mér ferð til Sigurðar til að fá botn í
sorgir mínar og vonbrigði.
heima sem sérhæfði sig í kiljuni.
Það er ekki fyrr en nú á allra
síðustu árum sem sambærileg
kiljuprentun hefur fengist á
Islandi. A Norðurlöndunum eru
mjög sérhæfðar prentsmiðjur sem
prenta eingöngu kiljur og í krafti
þessarar sérhæfingar ná þessar
smiðjur að bjóða mjög gott verð
þrátt fyrir hærri laun fagmanna
úti. Hvað varðar bamabækurnar
er oft um vandkvæði í bókbandi
að ræða. Bókbandsfyrirtæki hér
heima hafa oft ekki áhuga á að
taka inn jafn þunnar og óstaðlaðar
bækur og bamabækur eru.“
En hvaða utanríkisstefna er
þetta hjá Máli og menningu?
„Það er engan veginn markmið
okkar að fara með prentunina úr
landinu, heldur vinna sem mest
hérna heima. Hins vegar munu
þessi hlutföll sjálfsagt lítið
breytast á meðan sérhæfingin er
ekki meiri hérlendis. Smæð mark-
aðsins hér heima gerir sjálfsagt
prentsmiðjunum erfiðara fyrir að
snúa sér að sérhæfingu. Hér em
flestallar prentsmiðjur að bjóða
sömu þjónustuna.
Því má líka bæta við að útsölu-
verð bóka hérlendis hefur verið að
lækka undanfarin ár, enda krefst
bróðurpartinn til
útlanda og samanlagt
sendu níu bókaforlög
alls 55% af bókum
sínum í prentun
erlendis.
Sem fagmaður fékk ég óbragð í
munninn þegar ég sá að Mál og
menning lét aðeins 37% útgefinna
bóka sinna renna í gegnum
íslenskt handbragð. Mál og
menning, sem hefur alltaf verið
uppáhalds bókaforlagið mitt! Af
hverju þykir mér vænt um Mál og
menningu? Jú, af því að þar á bæ
hafa menn gert í því að hlúa alúð-
lega að íslenskri tungu og menn-
ingu, þeir em gamlir í hettunni og
„traustir", þeir eru vandvirkir og
„Þessar prósentukökur sem
birtust í Prentaranum um prentun
okkar forlags erlendis voru mér
jafn mikil vonbrigði og þér. Þama
var bara tekið mið af fjölda titla
sem prentaðir eru innanlands og
utan. Ef miðað væri við prent-
kostnað okkar bóka allt síðasta ár
snerist dæmið við og þá mundi
sjást að um 30% af prentkostnaði
tengist prentun erlendis en 70%
hér innanlands. Ég vil taka fram
að öll undirbúningsvinna,
s.s. umbrot, litgreining og filmu-
vinnsla er nær undantekningar-
laust unnin hér heima.“
En hvað eruð þið að senda át?
„Aðallega kiljur og barna-
bækur, og svo þau alþjóðlegu
samprent sem við tökum þátt í en
ráðum vitaskuld engu um
prentstað."
Er einhverjum vandkvϚum
bundið að vinna kiljur og barna-
bœkur hér á Islandi?
„Ja, á tímabili var enginn hér
Það vakti ugg í
brjóstum margra prent-
lærðra að komast að
því að nú í aldarlok er
ríflega þriðjungur
prentverks farinn í
vinnslu langt frá föður-
landinu. íslensk bóka-
forlög eru í vaxandi
mæli farin að svíkja lit
og styðja erlendan
prentiðnað. Aðeins
ein bóka- og tíma-
ritaútgáfa hér-
lendis lætur
íslenskt vinnu-
afl sjá alfarið
um sínar
afurðir. Aðrir
útgefendur
senda
markaðurinn þess. Vegna þessa
verða útgefendur að ná kostnaði
niður eins og unnt er.“
Ertu ekkert leiður yfir því
ímyndargjaldþroti sem blasir við
Máli og menningu ef prentun
bóka erlendis færist enn í
aukana?
„Nei, í rauninni ekki. Ég veit í
hvaða hlutföllum við dreifum
peningum okkar og við styðjum
íslenskan iðnað heils hugar. Við
viljum eindregið hafa eins mikla
prentun hér og mögulegt er því
það er miklu þægilegra."
Hvernig stóð á þessum um-
mœlum þínum um að prentverk
erlendis vœri i sumum tilfellum
betra en hér heima?
„Ég hef aldrei sagt að prentverk
væri betra erlendis og þarna hefur
blaðamaðurinn rangtúlkað orð
mín. Ég hef látið hafa eftir mér að
gæðin séu alveg sambærileg og
tel mig geta staðið á því. Hins
vegar geta öll bókaforlögin
staðfest að gæði í íslenskum
prentiðnaði eru með því besta sem
gerist í heiminum."
Eg sá nýlega bók um Island
œtlaða erlendum ferðamönnum
sem Forlagið gaf út fyrir
skömmu. Hún var öll unnin í
Austurlöndum fjœr og var miklu
ódýrari íframleiðslu en hún
liefði verið liér lieima. Reynið þið
aðfá einhverjar skýringar á
þessum verðmun hjá íslenskum
prentsmiðjum?
„Já, við höfum oft rætt þessi
mál. En þegar um Austurlönd fjær
er að ræða eru laun fagfólks orðin
eitthvað lægri en hér og það gefur
augaleið að kostnaðurinn lækkar
af þeim sökum, þó skilst mér að
þessi launamunur sé sífellt að
minnka. Það er hins vegar algjör
undantekning að við sendum lit-
prentun til Austurlanda fjær. Þó
má benda á að t.d. landkynningar-
bækur fyrir ferðamenn þurfa að
vera ódýrar í framleiðslu svo að
þær verði ódýrar í sölu.“
En hvar er flöskuhálsinn hér
heima? Laun fagmanna eru
lœgri liér en víðast hvar í Evrópu
ogfilmuvinna, prentun og lit-
greining eru á sambœrilegu
verði. Hafa bókaútgefendur
4 ■ PRENTARINN