Prentarinn - 01.01.1999, Side 9

Prentarinn - 01.01.1999, Side 9
Ásdís ívarsdóttir I Starfsmannafélagi Asprents/POB renna saman tvö félög, og sama máli gegnir um fyrirtækið. Starfsmannafélag POB var stofnað árið 1957 og var starfrækt í 40 ár á hefðbundinn hátt með árshátíðum, þorrablótum, spila- kvöldum og sumarferðalögum og síðustu árin var gefíð út mánaðar- legt innanhússblað. Nítján hundruð og níutíu var Starfs- mannafélag Asprents stofnað og starfaði með hefðbundnu sniði þar til 1995 erfélögin sameinuðust með samruna POB og Asprents. Síðan þá hafa verið árvissar árshátíðir með margvíslegu sniði. Við höfum tekið litla sali í bænum á leigu og yfirleitt reynt að vera út af fyrir okkur. I fyrra fórum við í rútu í stórhríðar- veðri austur á Húsa- vík og héldum árs- hátíð okkar á hótelinu þar og gistum náttúr- lega á staðnum. Þessi árshátíð mæltist sérlega vel fyrir og var vel sótt. Skemmtiatriði hafa alltaf verið heimatilbúin og þykir það sjálfsagt á þessum bæ. Þar eru t.d. annálar, leikþættir og söngvar með heimatilbúnum textum. Allt upp á grínið að sjálf- sögðu. Utiveislur að sumri eru árvissar orðnar fyrir alla fjöl- skylduna. Þá er jafnan glóðar- steikt lamba- eða svínakjöt á boðstólum. Farið er í leiki og sungið við gítar- eða harmoniku- undirleik. Oft fer þetta fram suður í Kjamalundum, sunnan Akur- eyrar, eða við siglum um fjörðinn okkar og skreppum í land á góðum stað til að glóða kjötið. Eitt sumarið fórum við í gúmbátaslark hjá fyrirtækinu Hestasporti í Skagafirði. Þá sigld- um við niður Blöndu og vorum ýmist í bátunum eða syntum bara með þeim niður ána. Fórum upp í kletta og stukkum út í og lékum okkur á ýmsa lund. I ferðinni skoðuðum við Blönduvirkjun. Þetta endaði svo með matarveislu á Vindheimamelum í Skagafirði. Stöku sinnum finnum við svo tilefni til að koma saman og halda skemmtikvöld á einhverjum góðum stað á Akureyri. Allt þetta er vel til þess fallið að efla sam- heldni og gott þel með starfsfólki. Félagar í Starfsmannafélagi Ásprents/POB eru 41 og senda þeir kollegum um land allt bestu kveðju. mH

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.