Prentarinn - 01.01.1999, Qupperneq 13
Hvers vegna?
„Af því að við erum að fram-
leiða íslensk tímarit og íslenskar
bækur á íslensku fyrir íslendinga.
Það er vitanlega hörð barátta
vegna þess hve málsvæðið er lítið
og við þurfum að deila föstum
kostnaði á mun færri eintök en
gerist hjá þeim aðilum sem við
erum að keppa við, erlendu útgef-
endunum. Samkeppnisstaða okkar
er því mjög ójöfh en þessi slagur
við innflutninginn ýtir undir
okkur að láta vinna allt hér
heima."
En er ekki freistandi að leita
tilboða erlendis?
„Við gerum það reyndar með
reglulegu millibili, ekki síst til
þess að sjá hver staða okkar er
gagnvart innlendum prentaðilum.
Það liggur fyrir að unnt er að fá
prentun ódýrari erlendis, og í
sumum tilvikum munar miklu.
Þama getur munað tugum
prósenta. En samt sem áður
höfum við viljað halda þeirri
stefnu sem ég gat um áður og
munum vonandi geta gert það
einnig í framtíðinni."
Af hverju heldurðu að aðrar
útgáfur prenti eins mikið
erlendis og raun ber vitni?
Er það fyrst og fremst verðið sem
rœður eða eru það gœðin?
„Þegar hinn svokallaði lestrar-
skattur var settur á fóru útgef-
endur að leita allra leiða til þess
að lækka kostnaðinn við fram-
leiðsluna og það var fyrst og
fremst þessi skattheimta sem varð
til þess að prentverkið fór að
færast í auknum mæli til útlanda
og hefur þetta hlutfall farið heldur
hækkandi með árunum og gæti
enn átt eftir að aukast.“
Ertu ósáttur við bókaskattinn?
„Já, sannarlega. Þessi 14%
skattur var lagður á prentað mál
og raunar aðra fjölmiðla. Fljótlega
kom í ljós að dagblöð og sjón-
varpsstöðvar gátu velt skattinum
út í verðlagið. Það kom hins vegar
fram að skatturinn bitnaði illa á
bókaútgáfu en að því er ég tel, og
get fært rök fyrir, bitnaði hann þó
harðast á tímaritaútgáfunni. Vegna
mikillar samkeppni við innflutn-
inginn gátum við ekki fært
þennan kostnaðarauka út í verð-
lagið. Afleiðingin varð sú að
íslenskum tímaritum fækkaði úr
um 40-45 niður í 15-18. Rekstur-
inn varð gífurlega erfiður og
langflestir þeirra sem stóðu í
honum urðu annaðhvort gjald-
þrota eða gáfust upp.“
Var það ekki bara kreppan sem
gerði útaf við fyrirtœkin?
„Nei. Vissulega kemur það
niður á tímaritaútgáfu eins og
flestu öðru þegar þrengir að efna-
hagslega í þjóðfélaginu. Tímarit
eru þó alltaf keypt og lesin og það
er skoðun mín að þessi atvinnu-
grein hefði getað lifað bærilega af
einhvem samdrátt vegna krepp-
unnar, ef virðisaukaskatturinn
hefði ekki verið lagður á.“
Er ekki margbúið að lofa
því að afnema þennan skatt?
„Jú, jú. Margir stjómmála-
flokkar og stjómmálamenn hafa
lofað að afnema skattinn. Menn
beija sér gjarnan á brjóst á tylli-
dögum og fjalla fjálglega um
nauðsyn þess að vemda tunguna
og efla málvitund þjóðarinnar og
menningu. En strax næsta dag er
þessi frómi ásetningur gleymdur
og þá hika sömu menn ekki við að
skella skatti á og era ekkert að
hugsa um hvaða afleiðingar það
hefur. í allri fjölmiðlun hefur
heimurinn minnkað, ef svo má að
orði komast, og ég bendi á það að
Evrópusambandið hefur lagt nka
áherslu á það að þjóðir innan þess
Blaðið sem fjallaði um
mál Franklíns Steiner
vakti gríðarlega
athygli og seldist vel,
en á móti kom að
vinnsla þess var líka
ótrúlega tímafrek og
kostnaðarsöm.
PRENTARINN ■ 1 3
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir
varðveiti tungu sína. Má einnig
minna á að í Bretlandi hafa orðið
umræður um að leggja virðisauka-
skatt á prentað mál, sem flest
annað, en þegar á hefur reynt
hefur alltaf verið fallið frá því.
Astæðan er sú að Englendingar
telja ensku eiga undir högg að
sækja og vilja vernda málið. Hið
sama er upp á teningnum í Frakk-
landi þar sem stjórnvöld hafa
beinlínis í frammi aðgerðir til
þess að efla prentmiðla og útgáfu
með þann tilgang í huga að málið
varðveitist betur. Hér á fslandi er
þessu þveröfugt farið. Hér er
ekki hikað við skattlagningu.
Afleiðingarnar era að koma í ljós
og eiga eftir að verða enn meiri
er stundir líða.“
Ertu að biðja um opinberan
stuðning við útgáfustarfsemi?
„Nei, síður en svo. En það ætti
að vera skýlaus krafa að við
getum keppt á jafnréttisgrand-
velli. Eins og er flæða erlend
tímarit inn í landið í áskrift og af
slíku er ekki greiddur virðisauka-
skattur, en á sama tíma verðum
við að greiða hann. Ef skatturinn
yrði afnuminn væri hægt að lækka
bæði tímarit og bækur í verði og
engin tvímæli á því að salan
myndi aukast verulega.“
Nú er fögur hugsjón að prenta
allt heima. En hvað með starfs-
fólk þitt sem allt er á verktaka-
samningi? Hvers vegna semur
þú ekki við það sem launþega,
sem öðlast þaiinig sín stéttar-
félags- og lífeyrissjóðsréttindi?
„Það er fjarri því að allt starfs-
fólk Fróða sé verktakar. Allir þeir
sem vinna það sem kalla má hefð-
bundin störf era á venjulegum
launþegakjörum. Við gefum út um
200 tímarit á ári, og það er fjöl-
margt fólk sem vinnur að hverju
blaði. Margir þeirra sem koma þar
GJMXVMKUtÍlA/Í k-