Prentarinn - 01.01.1999, Side 16
Inngangur
Könnun þessi fór fram í janúar og febrúar
1999. Könnunin var gerð símleiðis með
viðtölum sem byggðust einkum á opnum
spumingum. Þess var ávallt gætt í byrjun
samtals að skýra viðmælendum frá því að
könnunin væri gerð til að felagið gæti bætt
starfsemi sína og þjónað betur þörfum félags-
manna. Rætt var við 100 manns sem valdir
vom af handahófi úr félagaskrá FBM.
Könnunin beindist að ímynd félagsins í
hugum félagsmanna og hinum ýmsu þáttum
starfseminnar sem snúa að þeim.
f skýrslu þeirri sem fylgir hér á eftir eru
dregnar saman helstu niðurstöður hvað varðar
hverja spumingu fyrir sig. Gerð er grein fyrir
svömm með köku- og súluritum, en einnig
fylgja hverri spumingu allmörg ummæli, sem
lýsa nánar viðhorfum þeirra sem svömðu.
Hver finnst þér vera helsti styrkur
Félags bókagerðarmanna?
Lítill/enginn styrkur,
25%
Þjónustan/réttindin,
26%
Stórt/sterkt félag,
16%
Samstaöan,
23%
á við -
horfum
félags
manna
Hverjar finnst þér vera veikar
hliðar félagsins?
Enginn veikleiki,
16%
Annað, 7%
Utan sambanda,
4%
Áhugaleysi, 7%
Staða fagmanna,
7%
Kjarabaráttan,
44%
Tengslaleysi, 15%
Hver er reynsla þín af þjónustu FBM?
Leitarðu til trúnaðarmanns
með úrlausn þinna mála?
Hver er reynsla þín af því?
Mjöggóð Góð
Sæmileg Ábótavant
Samantekt
Fremur hátt hlutfall aðspurðra hefur ekki svör
við spumingunni um sterkar og veikar hliðar
félagsins. Þetta bendir til þess að félagið standi
mörgum félagsmönnum ekki nærri og eitthvað
skorti á tengsl þeirra við félagið. Um þriðjung-
ur aðspurðra hafði ekki svör við spumingunni
um sterkar hliðar og fjórðungur þeirra sem
afstöðu tóku kvað það engar sterkar
hliðar hafa.
Þeir sem tjáðu sig um styrkleikann töldu til
þjónustuna, samstöðuna og félagsandann svo
og stærð félagsins og sögu þess. Rúmur
fjórðungur hafði ekki svör þegar spurt var um
veikar hliðar og einn sjötti hluti þeirra sem
afstöðu tóku taldi að félagið hefði engar veikar
hliðar. Þeir sem tjáðu sig að öðru leyti um
veikar hliðar félagsins töldu flestir að þær
fælust í slakri kjarabaráttu.
Þeir félagsmenn sem tóku þátt í þessari
könnun eru yfirleitt ánægðir með þjónustuna
og viðmót starfsmanna félagsins. Em
starfsmennimir gjarnan taldir hjálpsamir og
tilbúnir að leysa úr málum félagsmanna.
Mjöggóð Góð
Sæmileg Ábótavant
Hvernig líkar þér viðmót starfsmanna?
Mjög vel
Sæmilega
Aðeins um fjórðungur aðspurðra kvaðst
leita til trúnaðarmanns með úrlausn mála en
þeir sem það gerðu vom þokkalega ánægðir
með reynslu sína af því.
Ymsar athugasemdir koma fram í sambandi
við félagsstarfið og beindust þær einkum að
þeirri félagslegu deyfð og þátttökuleysi sem
ríkir. Félagsmenn senda forystu félagsins skýr
skilaboð þegar spurt er hvemig hún geti bætt
tengsl sín við þá. Um þrír fjórðu aðspurðra
telja að það eigi að gera með því að forystan
heimsæki vinnustaðina og haft þar bein
samskipti við félagsmennina.
Þátttakendur eru greinilega ánægðir með
Prentarann, málgagn félagsins, og mörgum
finnst að hann hafi farið batnandi. Ljóst er að
fréttabréf, tilkynningar og annað Ifæðsluefni
berst greiðlega til félagsmanna og er yfirleitt
iesið. Fram kemur að margir vita ekki um
heimasíðu FBM og fáir virðast hafa aðstöðu til
þess að tengjast henni.
Þrír fjórðu þeirra sem afstöðu tóku til
spurningarinnar um hvaða áherslur væru mik-
ilvægastar í næstu kjarasamningum töldu að
það ættu að vera launahækkanir. Tæplega sex
af hverjum tíu tóku afstöðu til endurmenntun-
1 6 ■ PRENTARINN